Innlent

Við­gerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliða­ár­brú

Atli Ísleifsson skrifar
Slitið hefur meðal annars áhrif á netþjónustu í Norðlingaholti.
Slitið hefur meðal annars áhrif á netþjónustu í Norðlingaholti. Vísir/Vilhelm

Strengur hefur slitnað á stofnleið við brú yfir Elliðaár í Reykjavík. Unnið er að viðgerð en slitið hefur meðal annars áhrif á netþjónustu í Norðlingaholti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu. Þar segir að búið sé að staðsetja slitið og stendur viðgerð yfir.

„Slitið hefur áhrif á netþjónustu í Norðlingaholti, og einn farsímasendi í Norðlingaholti án þess að hafa áhrif á farsímaþjónustu á svæðinu.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvenær viðgerð lýkur,“ segir í tilkynningunni frá Mílu.

Uppfært klukkan 15:00: Viðgerð er lokið og fullt samband komst á rétt upp úr 14 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×