Tilgangslausi skólinn Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 13. september 2024 12:31 Mamma geturðu gefið mér leyfi í dönsku? Það er eyða strax á eftir og ég er hvort eð er bara að gera verkefni sem ég get klárað heima…. Pabbi geturðu gefið mér leyfi í sundi? Það er hvort eð er bara verið að synda smá og svo fara í pottinn… Mamma geturðu gefið mér leyfi í íslensku? Það eru kynningar og ekki sjens að ég ætli að kynna fyrir framan hópinn… Pabbi geturðu gefið mér leyfi í stærðfræði? Það er próf og ég er ekki búin að læra neitt fyrir það. Ég get bara tekið sjúkrapróf eða eitthvað… Mamma geturðu gefið mér leyfi í skólanum í dag? Ég er hvort eð bara til hádegis og get alveg gert þetta allt bara heima…. Skólaárið í grunnskólum á Íslandi er skilgreint sem 180 kennsludagar. Fyrsta vika skólaárs, síðasta vika fram að jólaleyfi, fyrsta vikan eftir jólaleyfi, síðasta vikan fyrir páskaleyfi, fyrsta vikan eftir páskaleyfi og síðasta vika skólaárs eiga það sameiginlegt að leyfi nemenda verða algengari en á öðrum tímum. Í sumum tilfellum svo algeng að vart verður kennsluhæft í mörgum hópum víða um land. Við á Íslandi búum í forréttindasamfélagi þar sem aðgengi að gæðamenntun er gott. Kunnum við gott að meta? Hvar er skólinn í forgangsröð barna og barnafjölskyldna? Hvaða lexíur er skólanum lagt til að kenna ungviði landsins og hvernig á skólum landsins að takast ætlunarverk sitt ef börn mæta mörg ekki til leiks og viðhorfið er slíkt að skólinn er alltof oft í neðsta sæti þegar kemur að forgangsröðun heimila? Mikilvægt er að foreldrar átti sig á hve mikil áhrif fjarvera frá skóla getur haft á nám og líðan barna sinna. Þau mæta jafnvel stútfull af kvíða inn í skólann sinn því þau vita vart hvað snýr upp né niður í náminu né hvort þau séu að koma eða fara og getur þá skapast vítahringur sem nauðsynlegt er að vinda ofan af (en auðvitað langbest að koma í veg fyrir að rúlli af stað). Meirihluti foreldra og forráðafólks þekkir vel ábyrgðarhlutverk sitt og sinnir því af alúð. Leyfi barna er í þeim tilfellum ekki tekið af léttvægð og tryggja foreldrar að hlé á skólagöngu barns síns komi hvorki niður á barninu, námi þess né skólastarfi. Börn þeirra eru í skóla sem gegnir mikilvægu hlutverki í lífi þeirra. Er barnið þitt nokkuð nemandi í tilgangslausa skólanum? Höfundur er kennari og deildarstjóri í grunnskóla og meðvituð um að margt í lífinu lærist fyrir utan veggi skólakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Mamma geturðu gefið mér leyfi í dönsku? Það er eyða strax á eftir og ég er hvort eð er bara að gera verkefni sem ég get klárað heima…. Pabbi geturðu gefið mér leyfi í sundi? Það er hvort eð er bara verið að synda smá og svo fara í pottinn… Mamma geturðu gefið mér leyfi í íslensku? Það eru kynningar og ekki sjens að ég ætli að kynna fyrir framan hópinn… Pabbi geturðu gefið mér leyfi í stærðfræði? Það er próf og ég er ekki búin að læra neitt fyrir það. Ég get bara tekið sjúkrapróf eða eitthvað… Mamma geturðu gefið mér leyfi í skólanum í dag? Ég er hvort eð bara til hádegis og get alveg gert þetta allt bara heima…. Skólaárið í grunnskólum á Íslandi er skilgreint sem 180 kennsludagar. Fyrsta vika skólaárs, síðasta vika fram að jólaleyfi, fyrsta vikan eftir jólaleyfi, síðasta vikan fyrir páskaleyfi, fyrsta vikan eftir páskaleyfi og síðasta vika skólaárs eiga það sameiginlegt að leyfi nemenda verða algengari en á öðrum tímum. Í sumum tilfellum svo algeng að vart verður kennsluhæft í mörgum hópum víða um land. Við á Íslandi búum í forréttindasamfélagi þar sem aðgengi að gæðamenntun er gott. Kunnum við gott að meta? Hvar er skólinn í forgangsröð barna og barnafjölskyldna? Hvaða lexíur er skólanum lagt til að kenna ungviði landsins og hvernig á skólum landsins að takast ætlunarverk sitt ef börn mæta mörg ekki til leiks og viðhorfið er slíkt að skólinn er alltof oft í neðsta sæti þegar kemur að forgangsröðun heimila? Mikilvægt er að foreldrar átti sig á hve mikil áhrif fjarvera frá skóla getur haft á nám og líðan barna sinna. Þau mæta jafnvel stútfull af kvíða inn í skólann sinn því þau vita vart hvað snýr upp né niður í náminu né hvort þau séu að koma eða fara og getur þá skapast vítahringur sem nauðsynlegt er að vinda ofan af (en auðvitað langbest að koma í veg fyrir að rúlli af stað). Meirihluti foreldra og forráðafólks þekkir vel ábyrgðarhlutverk sitt og sinnir því af alúð. Leyfi barna er í þeim tilfellum ekki tekið af léttvægð og tryggja foreldrar að hlé á skólagöngu barns síns komi hvorki niður á barninu, námi þess né skólastarfi. Börn þeirra eru í skóla sem gegnir mikilvægu hlutverki í lífi þeirra. Er barnið þitt nokkuð nemandi í tilgangslausa skólanum? Höfundur er kennari og deildarstjóri í grunnskóla og meðvituð um að margt í lífinu lærist fyrir utan veggi skólakerfisins.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar