Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2024 10:55 Almar Þ. Möller gagnrýnir þau sjónarmið sem Róbert Spanó setur fram. Hann telur Sigríði ríkissaksóknara geti sjálfri sér um kennt og Salómonsdóm Guðrúnar megi rekja til meðvirkni hennar með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. vísir Almar M. Möller lögmaður gagnrýnir þau sjónarmið sem fram komu í grein Róberts Spanó frá í gær að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um að Helgi Magnús Gunnarsson haldi stöðu sinni sem vararíkissaksóknari stangist á við lög. Hann telur dómsmálaráðherra skilgreina málið of þröngt að gefnum forsendum og í raun megi rekja allt tal um lögleysu til ríkissaksóknara sjálfs. Almar segir meðal annars í grein sinni að öllum beri að fara að lögum. En að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari taki sér vald sem hún hafi ekki. Að veita vararíkissaksóknara áminningu sé meira en aðfinnsluvert. „Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu.“ Lagaleysa en hverju er um að kenna? Grein sem Róbert birti á Vísi í gær, en hann er einn helsti lögspekingur landsins og meðal annars fyrrverandi forseti Mannréttindadómstólsins, hefur vakið gríðarlega athygli. Þar segir Róbert ákvörðun Guðrúnar og þær forsendur sem hún gefi sér fyrir því að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki úr starfi, ganga í berhögg við lög. Sjónarmið Róberts hljóta að teljast allrar athygli verð. Guðrún hefur sagt að hún hafi haft tvö lögfræðiálit til að styðjast við þegar hún tók ákvörðunina en þau vísi í sitthvora áttina. Almar, sem hefur gætt sjónarmiða Helga Magnúsar í þessu máli, vitnar í lögfræðiálit LEX sem hann segir ítarlegt og vel rökstutt og er þar meðal annars talað um „lögmætisregluna“ sem gengur út á að stjórnvöld geti almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgara nema fyrir liggi lagastoð. „Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla,“ segir í álitinu. „Furðuleg“ áminning starfsmanna ráðuneytisins Til þessa vísar Guðrún en Almar telur aðfinnsluvert með tilliti til meðalhófsreglu sem hún vísar jafnframt til að hún hafi ekki einfaldlega hafnað erindi Sigríðar á grundvelli valdþurrðar. „Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú.“ Af þessum á ráða að Almar telur Guðrúnu hafa viljað þóknast öllum sjónarmiðum, að fella Salómonsdóm en mörgum getur reynst hált á því svellinu. Það sem réði úrslitum sé ríkur vilji Guðrúnar til að hlífa undirmönnum sínum í ráðuneytinu. Öðrum kosti standist málið ekki. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Almar segir meðal annars í grein sinni að öllum beri að fara að lögum. En að Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari taki sér vald sem hún hafi ekki. Að veita vararíkissaksóknara áminningu sé meira en aðfinnsluvert. „Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu.“ Lagaleysa en hverju er um að kenna? Grein sem Róbert birti á Vísi í gær, en hann er einn helsti lögspekingur landsins og meðal annars fyrrverandi forseti Mannréttindadómstólsins, hefur vakið gríðarlega athygli. Þar segir Róbert ákvörðun Guðrúnar og þær forsendur sem hún gefi sér fyrir því að víkja Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki úr starfi, ganga í berhögg við lög. Sjónarmið Róberts hljóta að teljast allrar athygli verð. Guðrún hefur sagt að hún hafi haft tvö lögfræðiálit til að styðjast við þegar hún tók ákvörðunina en þau vísi í sitthvora áttina. Almar, sem hefur gætt sjónarmiða Helga Magnúsar í þessu máli, vitnar í lögfræðiálit LEX sem hann segir ítarlegt og vel rökstutt og er þar meðal annars talað um „lögmætisregluna“ sem gengur út á að stjórnvöld geti almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgara nema fyrir liggi lagastoð. „Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla,“ segir í álitinu. „Furðuleg“ áminning starfsmanna ráðuneytisins Til þessa vísar Guðrún en Almar telur aðfinnsluvert með tilliti til meðalhófsreglu sem hún vísar jafnframt til að hún hafi ekki einfaldlega hafnað erindi Sigríðar á grundvelli valdþurrðar. „Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú.“ Af þessum á ráða að Almar telur Guðrúnu hafa viljað þóknast öllum sjónarmiðum, að fella Salómonsdóm en mörgum getur reynst hált á því svellinu. Það sem réði úrslitum sé ríkur vilji Guðrúnar til að hlífa undirmönnum sínum í ráðuneytinu. Öðrum kosti standist málið ekki.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira