Standandi lófaklapp fyrir Ljósbroti í Toronto Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2024 13:01 Elín Hall og Rúnar Rúnarsson við frumsýningu Ljósbrots í Cannes fyrr á árinu. Cindy Ord/Getty Images Nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar Ljósbrot var frumsýnd fyrir fullum sal á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrr í vikunni. Um er að ræða eina stærstu kvikmyndahátíð Norður-Ameríku og hlaut myndin standandi lófaklapp, að því er fram kemur í tilkynningu. Auk Ljósbrots var einnig sýnd myndin O (Hringur) eftir Rúnar. Eftir mikil fagnaðarlæti og lófaklapp í lok sýningar, sátu Heather Millard framleiðandi og Rúnar leikstjóri fyrir svörum frá áhorfendum, sem spurðu tvíeykið um gerð myndarinnar. Allar sýningar á myndunum tveimur eru uppseldar á hátíðinni. „Það er gaman að við séum komin vestur um haf að sýna myndirnar okkar. Hérna tekur við nýr og spennandi kafli. Þegar hefur verið lagður góður grunnur fyrir báðar myndir þegar kemur að þáttöku og keppni á kvikmyndahátíðum hérna í álfunni,“ er haft eftir Rúnari í tilkynningunni. „Vonum við auðvitað að myndirnar eiga sama láni að fagna hérna eins og annars staðar sem myndirnar hafa farið. Svo erum við erum á lokametrunum að loka dreifingarsamningi fyrir Norður Ameríku þannig að það eru spennadi tímar framundan.“ Sýndar saman á hátíðinni Jason Anderson einn af dagskrárstjórum TIFF kynnti myndirnar og sagði meðal annars að þó að myndirnar séu í ólíkum flokkum að þá eru þær sýndar saman vegna hinar óvenjulegu stöðu að einn og sami leikstjórinn sé með kvikmynd og stuttmynd á hátíðinni. Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. Fram kemur í tilkynningu að um Ljósbrot hafi Jason meðal annars sagt: „Elín Hall festir sig í sessi sem einn af mest sannfærandi ungu leikarum evrópskra kvikmynda með undraverðri og djúpstæðri frammistöðu. En saman með henni er leikarahópur sem er jafn óttalaus, sem og leikstjóri sem getur lagt áherslu á gildi ástar og tengsla sem og sýnt hvernig þau geta myndast á myrkustu augnablikum sorgarinnar.“ O (Hringur) með Ingvari Sigurðssyni kallaði Jason „áhrifamikila rannsókn á breyskleika mannsins sem sé borin uppi af mögnuðum leik Ingvars Sigurðssonar.“ Stuttmyndin er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Stuttmyndin var heimsfrumsýnd fyrir viku síðan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og í Toronto er myndin í keppni um aðalverðlaunin í sínum flokki, sem veita sjálkrafa rétt að forvali fyrir Óskarsverðlaunin 2025 en Rúnar var einmitt tilnefndur til þeirra árið 2006 fyrir Síðasta Bæinn. Bíó og sjónvarp Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Auk Ljósbrots var einnig sýnd myndin O (Hringur) eftir Rúnar. Eftir mikil fagnaðarlæti og lófaklapp í lok sýningar, sátu Heather Millard framleiðandi og Rúnar leikstjóri fyrir svörum frá áhorfendum, sem spurðu tvíeykið um gerð myndarinnar. Allar sýningar á myndunum tveimur eru uppseldar á hátíðinni. „Það er gaman að við séum komin vestur um haf að sýna myndirnar okkar. Hérna tekur við nýr og spennandi kafli. Þegar hefur verið lagður góður grunnur fyrir báðar myndir þegar kemur að þáttöku og keppni á kvikmyndahátíðum hérna í álfunni,“ er haft eftir Rúnari í tilkynningunni. „Vonum við auðvitað að myndirnar eiga sama láni að fagna hérna eins og annars staðar sem myndirnar hafa farið. Svo erum við erum á lokametrunum að loka dreifingarsamningi fyrir Norður Ameríku þannig að það eru spennadi tímar framundan.“ Sýndar saman á hátíðinni Jason Anderson einn af dagskrárstjórum TIFF kynnti myndirnar og sagði meðal annars að þó að myndirnar séu í ólíkum flokkum að þá eru þær sýndar saman vegna hinar óvenjulegu stöðu að einn og sami leikstjórinn sé með kvikmynd og stuttmynd á hátíðinni. Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. Fram kemur í tilkynningu að um Ljósbrot hafi Jason meðal annars sagt: „Elín Hall festir sig í sessi sem einn af mest sannfærandi ungu leikarum evrópskra kvikmynda með undraverðri og djúpstæðri frammistöðu. En saman með henni er leikarahópur sem er jafn óttalaus, sem og leikstjóri sem getur lagt áherslu á gildi ástar og tengsla sem og sýnt hvernig þau geta myndast á myrkustu augnablikum sorgarinnar.“ O (Hringur) með Ingvari Sigurðssyni kallaði Jason „áhrifamikila rannsókn á breyskleika mannsins sem sé borin uppi af mögnuðum leik Ingvars Sigurðssonar.“ Stuttmyndin er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Stuttmyndin var heimsfrumsýnd fyrir viku síðan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og í Toronto er myndin í keppni um aðalverðlaunin í sínum flokki, sem veita sjálkrafa rétt að forvali fyrir Óskarsverðlaunin 2025 en Rúnar var einmitt tilnefndur til þeirra árið 2006 fyrir Síðasta Bæinn.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira