Þegar hveitið er dýrara en brauðið Benedikt Gíslason skrifar 13. september 2024 15:00 Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir. Það fjármagn sem við fáum að láni til að miðla áfram kemur fyrst og fremst til okkar í formi innlána og í gegnum skuldabréfaútgáfu okkar, bæði hér á landi, þar sem lífeyrissjóðir eru stærstu kaupendur, og erlendis. Og af þessum lánum borgum við vexti. Munurinn á þeim vöxtum, sem við borgum og þeim vöxtum sem við leggjum á okkar útlán, kallast vaxtamunur og er megintekjustoð banka. Það er dýrt þegar verðbólga lækkar en stýrivextir ekki Ef við skoðum fyrst skuldabréfamarkaðinn þá eru nú uppi nokkuð óvenjulegar aðstæður þar sem væntingar til verðbólgu annars vegar og vaxta hins vegar eru ólíkar. Síðastliðinn mánuð hafa væntingar markaðarins til verðbólgu til skemmri tíma verið á þann veg að hún muni lækka en nær engar væntingar eru um að stýrivextir lækki í bráð. Þessar ólíku væntingar til vaxta og verðbólgu leiða til þess að kostnaður bankanna við útgáfu verðtryggðra skuldabréfa til skamms tíma, okkar helstu fjármögnunarleiðar þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum, hefur hækkað umtalsvert. Það er einfaldlega svo að þegar stýrivextir lækka ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækka verðtryggðir vextir. Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána. Vegna þessara ólíku væntinga gera fjárfestar skuldabréfa í dag kröfu um 5% vexti ofan á verðbætur fyrir það lánsfé sem þeir veita bönkunum í gegnum skuldabréfamarkaðinn; lánsfé sem bankarnir nota til að veita verðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum. Þannig væri í dag hægt að taka íbúðalán hjá banka og nota það til að kaupa skuldabréf útgefið af sama banka, nú eða ríkisskuldabréf, og hagnast yfir 1% á ári. Ef við tökum dæmi til einföldunar þá væri þetta eins og ef bakari seldi brauðið ódýrar en hveitið sem þarf til að búa það til, sem auðvitað gengur ekki til lengdar. Hæstu innlánavextir í hinum vestræna heimi? Stýrivextir Seðlabankans hafa nokkuð afgerandi áhrif á vexti óverðtryggðra innlána og útlána. Ef við horfum til innlána þá eru vextir þeirra líklega með því hæsta sem gerist í heiminum í dag, vegna hárra stýrivaxta og harðrar samkeppni á innlánamarkaði. Nýir aðilar á bankamarkaði, sem ekki sinna hinu hefðbundna hlutverki banka sem milliliðir heldur leggja innlánin að mestu inn hjá Seðlabankanum, hafa boðið kjör sem slaga hátt upp í stýrivexti – fjármagnseigendum til góða. Hefðbundnari bankar hafa eðlilega þurft að verja sína mikilvægustu fjármögnunarleið og því fylgt fast á eftir og boðið viðskiptavinum sínum hærri vexti á innlán. Í dag er Arion að borga hátt í 8% vexti fyrir óbundin óverðtryggð innlán sem gegna mikilvægu hlutverki í fjármögnun þeirra íbúðalána sem við veitum, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra. Tímabundið ástand sem þarf að bregðast við Markmið mitt með þessum greinarstúf er að benda á að bankar verða að bregðast við breytingum í umhverfinu. Vegna aðgerða Seðlabankans eru vextir hér á landi háir og fjármögnun dýr og við höfum þurft að bregðast við því. Eftirlitsaðilar, lánshæfismatsfyrirtæki og fjármögnunaraðilar horfa til okkar og neikvæður viðsnúningur í starfsemi okkar gæti fljótt haft neikvæð áhrif á aðgengi okkar að lánsfé og keyrt upp fjármögnunarkostnað sem á endanum myndi bitna harðast á viðskiptavinum okkar. Ég vonast til þess að væntingar um þróun verðbólgu og vaxta verði samstiga á næstunni og að vaxtastig hér á landi lækki því þá skapast forsendur til að lækka vexti íbúðalána aftur. Þegar það gerist munum við, eins og í dag, verðleggja brauðið í samræmi við hveitið. Höfundur er bankastjóri Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir. Það fjármagn sem við fáum að láni til að miðla áfram kemur fyrst og fremst til okkar í formi innlána og í gegnum skuldabréfaútgáfu okkar, bæði hér á landi, þar sem lífeyrissjóðir eru stærstu kaupendur, og erlendis. Og af þessum lánum borgum við vexti. Munurinn á þeim vöxtum, sem við borgum og þeim vöxtum sem við leggjum á okkar útlán, kallast vaxtamunur og er megintekjustoð banka. Það er dýrt þegar verðbólga lækkar en stýrivextir ekki Ef við skoðum fyrst skuldabréfamarkaðinn þá eru nú uppi nokkuð óvenjulegar aðstæður þar sem væntingar til verðbólgu annars vegar og vaxta hins vegar eru ólíkar. Síðastliðinn mánuð hafa væntingar markaðarins til verðbólgu til skemmri tíma verið á þann veg að hún muni lækka en nær engar væntingar eru um að stýrivextir lækki í bráð. Þessar ólíku væntingar til vaxta og verðbólgu leiða til þess að kostnaður bankanna við útgáfu verðtryggðra skuldabréfa til skamms tíma, okkar helstu fjármögnunarleiðar þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum, hefur hækkað umtalsvert. Það er einfaldlega svo að þegar stýrivextir lækka ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækka verðtryggðir vextir. Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána. Vegna þessara ólíku væntinga gera fjárfestar skuldabréfa í dag kröfu um 5% vexti ofan á verðbætur fyrir það lánsfé sem þeir veita bönkunum í gegnum skuldabréfamarkaðinn; lánsfé sem bankarnir nota til að veita verðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum. Þannig væri í dag hægt að taka íbúðalán hjá banka og nota það til að kaupa skuldabréf útgefið af sama banka, nú eða ríkisskuldabréf, og hagnast yfir 1% á ári. Ef við tökum dæmi til einföldunar þá væri þetta eins og ef bakari seldi brauðið ódýrar en hveitið sem þarf til að búa það til, sem auðvitað gengur ekki til lengdar. Hæstu innlánavextir í hinum vestræna heimi? Stýrivextir Seðlabankans hafa nokkuð afgerandi áhrif á vexti óverðtryggðra innlána og útlána. Ef við horfum til innlána þá eru vextir þeirra líklega með því hæsta sem gerist í heiminum í dag, vegna hárra stýrivaxta og harðrar samkeppni á innlánamarkaði. Nýir aðilar á bankamarkaði, sem ekki sinna hinu hefðbundna hlutverki banka sem milliliðir heldur leggja innlánin að mestu inn hjá Seðlabankanum, hafa boðið kjör sem slaga hátt upp í stýrivexti – fjármagnseigendum til góða. Hefðbundnari bankar hafa eðlilega þurft að verja sína mikilvægustu fjármögnunarleið og því fylgt fast á eftir og boðið viðskiptavinum sínum hærri vexti á innlán. Í dag er Arion að borga hátt í 8% vexti fyrir óbundin óverðtryggð innlán sem gegna mikilvægu hlutverki í fjármögnun þeirra íbúðalána sem við veitum, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra. Tímabundið ástand sem þarf að bregðast við Markmið mitt með þessum greinarstúf er að benda á að bankar verða að bregðast við breytingum í umhverfinu. Vegna aðgerða Seðlabankans eru vextir hér á landi háir og fjármögnun dýr og við höfum þurft að bregðast við því. Eftirlitsaðilar, lánshæfismatsfyrirtæki og fjármögnunaraðilar horfa til okkar og neikvæður viðsnúningur í starfsemi okkar gæti fljótt haft neikvæð áhrif á aðgengi okkar að lánsfé og keyrt upp fjármögnunarkostnað sem á endanum myndi bitna harðast á viðskiptavinum okkar. Ég vonast til þess að væntingar um þróun verðbólgu og vaxta verði samstiga á næstunni og að vaxtastig hér á landi lækki því þá skapast forsendur til að lækka vexti íbúðalána aftur. Þegar það gerist munum við, eins og í dag, verðleggja brauðið í samræmi við hveitið. Höfundur er bankastjóri Arion banka.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar