Fjórir voru í eldlínunni þegar Karlskrona mætti Amo. Lauk leiknum með jafntefli, lokatölur 30-30. Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk fyrir heimaliðið á meðan Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði einnig fimm mörk en fyrir gestina.
Þá skoraði Þorgils Jón Svölu Baldursson tvö mörk fyrir Karlskrona og Dagur Sverrir Kristjánsson eitt mark.
Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar í öruggum sigri Kristianstad á Eskilstuna, lokatölur 33-24.
Um var að ræða fyrstu leiki liðanna á tímabilinu.