Sport

Bein út­sending: Úr­slitin ráðast á Ís­lands­mótinu í Ral­lýcrossi

Aron Guðmundsson skrifar
Fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins í Rallýcrossi fer fram á akstursíþróttasvæði AÍH
Fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins í Rallýcrossi fer fram á akstursíþróttasvæði AÍH Mynd: Bergur Bergsson

Fimmta og síðasta um­ferð Ís­lands­mótsins í Ral­lýcrossi fer fram á akstur­s­í­þrótta­svæði AÍH í Kapellu­hrauni í dag og hefst keppni núna klukkan ellefu. Hægt er að fylgjast með beinni út­sendingu frá keppninni hér neðar í fréttinni.

Ekið er í sex flokkum og eru bílarnir allt frá ó­breyttum Toyota Aygo yfir í 500 hest­afla sér­smíðaða fjór­hjóla­drifs ral­lýcross-bíla.

Lang vin­sælasti flokkurinn í Ral­lýcrossi er ung­linga­flokkurinn. Þar gefst ung­lingum á aldrinum 14-17 ára færi á að keppa, oftast með miklum til­þrifum. Í sumar hafa verið um 20 ung­lingar í hverri keppni og er slagurinn um Ís­lands­meistara­titilinn mjög harður.

Allir flokkar keyra þrjá riðla og úr­slit, fyrir sigur í riðli fást 10 stig til Ís­lands­meistara en 20 stig fást fyrir að vinna úr­slitin. Gera má ráð fyrir að keppnin klárist milli 17 og 18 í dag og verður hægt að fylgjast með beinni út­sendingu frá keppninni hér: https://www.youtube.com/watch?v=UVeoPhX0ZaI 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×