Erlent

Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Myndin er tekin í Lissabon í sumar en þá fundust um átta þúsund kíló af kókaíni á leið til Evrópu frá Kólumbíu í bananasendingu.
Myndin er tekin í Lissabon í sumar en þá fundust um átta þúsund kíló af kókaíni á leið til Evrópu frá Kólumbíu í bananasendingu. Vísir/Getty

Um 40 kíló af kókaíni fundust í bananasendingum til franskrar verslunarkeðju í vikunni. Efnin fundust í þremur ólíkum verslunum. Lögreglan rannsakar nú hver viðtakandinn var.

Fjallað er um málið á vef Guardian en þar segir að lögreglan reyni nú að komast að því hver hafi átt að fá efnin sem komu líklega frá Kólumbíu.

Starfsmenn verslunarinnar sem staðsett er í austurhluta Frakklands, í Bourgogne-Franche-Comté héraði, þurftu að fullvissa viðskiptavini sína um að bananarnir hefðu ekki komist í snertingu við efnið og að það væri í lagi með þá. Í yfirlýsingu frá keðjunni segir að unnið sé að því, með lögreglu, að upplýsa málið.

Þá er í frétt Guardian fjallað um að undanfarið ár hafi komið upp fjöldi mála þar sem tilraunir hafa verið gerðar til að flytja kókaín til Evrópu með banönum.

Í júlí fundu hundar um sex þúsund kíló af kókaíni í bananasendingu í Ekvador sem var á leið til Þýskalands. Þá fundust einnig í Thessaloniki í Grikklandi um 93 kíló af kókaíni í bananasendingu frá Ekvador. Auk þess fundust um 250 kíló í bananakössum í Colmar í austur Frakklandi í maí.

Í mars fundust einnig í Búlgaríu um 170 kíló af kókaíni sem voru á leið til Evrópu frá Ekvador og um mánuði áður fundu Starfsmenn breska tollsins um 5,7 tonn af kókaíni í svipaðri sending .Það er mesta magn sem hefur fundist í einni sendingu í Bretlandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×