Formúla 1

Leclerc á ráspól á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Charles Leclerc er í stuði þessa dagana og getur unnið annan kappaksturinn í röð á morgun.
Charles Leclerc er í stuði þessa dagana og getur unnið annan kappaksturinn í röð á morgun. Getty/Kym Illman

Mónakómaðurinn Charles Leclerc hjá Ferrari verður á ráspólnum í Aserbaísjan kappakstrinum í formúlu 1 á morgun en þetta var ljóst eftir að tímatökunni lauk í dag.

Þetta verður í þriðja sinn sem Leclerc er á ráspól á leiktíðinni en hann var einnig á ráspól í Belgíu og á heimavelli sínum í Mónakó.

Leclerc vann í Mónakó en varð að sætta sig við þriðja sætið í Belgíu. Það kemur í ljós á morgun hvort að þetta nægi honum til að vinna sína þriðju keppni á tímabilinu.

Hann vann einnig keppnina á Ítalíu á dögunum og getur því unnið annan kappaksturinn í röð.

Næstur á eftir Leclerc á ráspólnum verður Oscar Piastri hjá McLaren og þriðji er Carlos Sainz hjá Ferrari.

George Russell er fimmti, Max Verstappen er sjötti, Lewis Hamilton er sjöundi en Lando Norris, þarf að sætti sig við að ræsa sautjándi.

Aserbaísjan kappaksturinn verður sýndur beint á Vodafone Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 10.30.

  • Efstu tíu á ráspólnum:
  • 1. Charles Leclerc (Ferrari) - 1:41.365
  • 2. Oscar Piastri (McLaren) +0.321
  • 3. Carlos Sainz (Ferrari) +0.440
  • 4. Sergio Perez (Red Bull) +0.448
  • 5. George Russell (Mercedes) +0.509
  • 6. Max Verstappen (Red Bull) +0.658
  • 7. Lewis Hamilton (Mercedes) +0.924
  • 8. Fernando Alonso (Aston Martin) +1.004
  • 9. Franco Colapinto (Williams) +1.165
  • 10. Alex Albon (Williams) +1.494



Fleiri fréttir

Sjá meira


×