Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. september 2024 15:19 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra málaflokksins, fagnar árangrinum þótt enn megi gera betur í netöryggismálum. Vísir/Vilhelm Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. Það er Alþjóðafjarskiptasambandið gefur út netöryggisvísi þar sem mæld eru fimm svið sem lúta að netöryggi ríkja. Gefin er einkunn fyrir hvert svið, það er lagalegt umhverfi, tækni, skipulag, hæfni og samvinnu. Síðasta úttekt var gerð árið 2020 og þá kom Ísland ekki nógu vel út í erlendum samanburði. „Síðasta úttekt sem við fengum, þá vorum við í 58. sæti á meðal þjóða sem við almennt viljum ekki bera okkur saman við. Við höfum unnið hörðum höndum að því að ná meiri árangri í netöryggismálum byggða á aðgerðaráætlun sem ég kynnti í byrjun kjörtímabilsins, og sérstaklega þegar kemur að hæfni og þekkingu sem að dró okkur neðar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ógnin vofi enn yfir Í nýrri úttekt fyrir árið 2024 er Ísland komið upp í 23. sæti á heimsvísu, og það tíunda í Evrópu, og er fyrir vikið í svokölluðum fyrirmyndarflokki. „Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi,“ segir Áslaug. Þrátt fyrir þennan árangur megi ekkert gefa eftir, enda vofi netöryggisógn enn yfir. Bæði hið opinbera, stofnanir, fyrirtæki og almenningur þurfi áfram að vera á verði. „Ógnirnar og áskoranirnar þær bara vaxa. Þó að við séum núna komin núna í stöðu sem við kunnum betur að meta þegar við berum okkur saman alþjóðlega þá getum við ekki hætt núna. Það eru stórar áskoranir og ekki síst núna ætlum við að einbeita okkur að netöryggi barna,“ segir Áslaug. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir meðal annars að í aðgerðaáætlunin sem unnið er eftir hafi það sérstaklega að markmiði að auka vitund, fræðslu og tækniþekkingu, og bæta öryggi barna og unglinga á netinu. Netöryggi Netglæpir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Sjá meira
Það er Alþjóðafjarskiptasambandið gefur út netöryggisvísi þar sem mæld eru fimm svið sem lúta að netöryggi ríkja. Gefin er einkunn fyrir hvert svið, það er lagalegt umhverfi, tækni, skipulag, hæfni og samvinnu. Síðasta úttekt var gerð árið 2020 og þá kom Ísland ekki nógu vel út í erlendum samanburði. „Síðasta úttekt sem við fengum, þá vorum við í 58. sæti á meðal þjóða sem við almennt viljum ekki bera okkur saman við. Við höfum unnið hörðum höndum að því að ná meiri árangri í netöryggismálum byggða á aðgerðaráætlun sem ég kynnti í byrjun kjörtímabilsins, og sérstaklega þegar kemur að hæfni og þekkingu sem að dró okkur neðar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ógnin vofi enn yfir Í nýrri úttekt fyrir árið 2024 er Ísland komið upp í 23. sæti á heimsvísu, og það tíunda í Evrópu, og er fyrir vikið í svokölluðum fyrirmyndarflokki. „Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi,“ segir Áslaug. Þrátt fyrir þennan árangur megi ekkert gefa eftir, enda vofi netöryggisógn enn yfir. Bæði hið opinbera, stofnanir, fyrirtæki og almenningur þurfi áfram að vera á verði. „Ógnirnar og áskoranirnar þær bara vaxa. Þó að við séum núna komin núna í stöðu sem við kunnum betur að meta þegar við berum okkur saman alþjóðlega þá getum við ekki hætt núna. Það eru stórar áskoranir og ekki síst núna ætlum við að einbeita okkur að netöryggi barna,“ segir Áslaug. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir meðal annars að í aðgerðaáætlunin sem unnið er eftir hafi það sérstaklega að markmiði að auka vitund, fræðslu og tækniþekkingu, og bæta öryggi barna og unglinga á netinu.
Netöryggi Netglæpir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent