Enski boltinn

Will Ferrell fylgdist með Leeds í fyrsta sinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Will Ferrell fylgdist með og lifði sig inn í leikinn en gat ekki fagnað að honum loknum.
Will Ferrell fylgdist með og lifði sig inn í leikinn en gat ekki fagnað að honum loknum. George Wood/Getty Images

Gamanmyndaleikarinn og fótboltafjárfestirinn Will Ferrell sást í stúkunni á Elland Road í fyrsta sinn í dag þegar Leeds lék við Burnley.

Will Ferrell er ein af fjölmörgum Hollywood-stjörnum sem hefur fjárfest í fótboltaliðum undanfarið.

Hann keypti hlut í Leeds fyrr á árinu og bættist þar í stjörnuskipaðan eigendahóp sem telur meðal annars; Russell Crowe, Michael Phelps og Jordan Spieth. Auk þess á Ferrell hlut í MLS liðinu Los Angeles FC.

Leiknum lauk með 0-1 sigri Burnley, meðal eigenda þess félags er fyrrum NFL-stjarnan JJ Watt, en hann sást ekki í stúkunni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×