Fótbolti

Liðið hans Van Persie tapaði 9-1

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Robin van Persie tók við liði Heerenveen í sumar en fékk mjög stóran skell í leik númer fjögur.
 Robin van Persie tók við liði Heerenveen í sumar en fékk mjög stóran skell í leik númer fjögur. Getty/Ed van de Pol

Robin van Persie er ekki að byrja stjóraferill sinn vel með liði Heerenveen í heimalandinu.

Heerenveen tapaði 9-1 á móti AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

AZ Alkmaar komst yfir eftir fjórar mínútur en Heerenveen náði að jafna metin á 19. mínútu.

AZ komst yfir fyrir hálfleik en seinni hálfleikurinn var síðan algjör martröð fyrir lærisveina Van Persie.

AZ skoraði þrjú mörk frá 48. til 56. mínútu og eftir það var leikurinn búinn.

Úrslitin urðu þó miklu ljótari fyrir Heerenveen því AZ bætti við fjórum mörkum.

Troy Parrott, fyrrum leikmaður Tottenham, skoraði fernu í leiknum.

Heerenveen var með fjögur stig í fyrstu þremur leikjum sínum og markatalan var 5-2 þeim í hag eftir 4-0 sigur á NAC Breda í leiknum á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×