Fótbolti

Kol­beinn lagði upp mark í borgarslagnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Þórðarson og félagar voru grátlega nálægt sigri í dag.
Kolbeinn Þórðarson og félagar voru grátlega nálægt sigri í dag. Getty/Tom Goyvaerts

Kolbeinn Þórðarson og félagar í IKF Gautaborg gerði jafntefli í markaveislu í borgarslagnum í dag.

IKF Gautaborg og á BK Häcken gerðu þá 3-3 jafntefli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en bæði liðin eru frá Gautaborg.

Ramon Lundqvist skoraði á 57. mínútu eftir stoðsendingu frá Kolbeini og lengi leit út fyrir að það yrði sigurmarkið.

Paulos Abraham og Lundqvist höfðu báðir komið IFK yfir í fyrri hálfleik en Häcken jafnaði í bæði skiptin, fyrst Ali Youssef á 39. mínútu og svo Julius Lindberg á 53. mínútu.

Häcken jafnaði í þriðja sinn á sjöundu mínútu í uppbótatíma og það urðu lokatölur leiksins.

Elfsborg vann á sama tíma 1-0 sigur í Íslendingaslag á móti Halmstad.

Andri Fannar Baldursson og Eggert Aron Guðmundsson fögnuðu því sigri en þeir voru báðir ónotaðir varamenn í leiknum.

Gísli Eyjólfsson og Birnir Snær Ingason byrjuðu báðir hjá Halmstad en voru teknir af velli í seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×