Davíð Smári: Ekkert verra en að fá þetta í andlitið Ólafur Þór Jónsson skrifar 15. september 2024 17:00 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var svekktur í leikslok. Visir/ Hulda Margrét Vestri er enn í fallsæti Bestu deildarinnar eftir síðustu umferð fyrir skiptingu deildarinnar sem fram fór í dag. Liðið tapaði 1-0 fyrir Stjörnunni í bragðdaufum leik. Stjarnan skoraði sigurmarkið á 88. mínútu en það var Emil Atlason sem skoraði úr víti. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var að vonum sársvekktur eftir leik. „Ekkert verra en að fá þetta svona í andlitið. Alveg klárt mál að við áttum meira skilið.“ sagði Davíð um sigurmarkið og bætti við: „Við fáum fleiri færi og við nýtum þau ekki. Fáum það svo í bakið. Við töpuðum bara leiknum og þeir nýttu sín færi. Þeir áttu tvö skot á markið og annað þeirra var víti.“ sagði Davíð smári og bætti við um frammistöðu liðsins. „Gríðarlega jákvætt að frammistaðan var mjög góð. Auðvitað er svekkjandi þegar við fáum fullt af færum. Fáum 4-5 tækifæri til að skora í leiknum en gerum ekki. Þess vegna er extra svekkjandi að fá þetta svona í bakið í lokin.“ Vestri hóf leikinn að miklum krafti en það dró af þeim þegar leið á. Ljóst var á líkamstjáningu Davíðs á hliðarlínunni að hann var ósáttur við orkuleysið. „Auðvitað er það þannig að þegar maður er með litla stjórn á leiknum á boltann þá eru mikil hlaup. Sást á okkur að í síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik var komin svolítil þreyta í okkur. Mér fannst vanta orku í okkur. Þess vegna fór ég í nokkrar skiptingar snemma.“ „Fannst vanta áræðni í okkur. Mér fannst við samt ekki alls ekki slakari aðilinn í leiknum. Auðvitað er mismunandi upplegg liðanna. Okkar upplegg gekk nákvæmlega eins og við vildum láta það ganga en við náum ekki að nýta færin okkar.“ Vestri er enn í fallsæti eftir leiki dagsins en nú tekur við úrslitakeppni og barátta uppá líf eða dauða fyrir Vestra. Þrátt fyrir það var engan bilbug að finna á þjálfaranum. „Við sjáum það að það er erfitt að vinna Vestra liðið og hefur verið það síðustu sex leiki. Alveg klárt mál að við verðum að vera klínískari í okkar sóknaraðgerðum. Að öðru leiti er liðið á góðum stað. Höfum getað stillt upp nokkurn vegin sama liðinu leik eftir leik sem er jákvætt. Maður sér á liðinu að það er samheldið. Það á að vera erfitt og leiðilegt að spila við okkur og það var það í dag.“En er Vestri að ná að toppa á réttum tíma? Davíð var ekki í vafa um að svo væri.„Ég held að það haldist í hendur við margt. Vorum í meiðslum framan af móti og þvingaðir í að breytingar á okkar leikkerfi og annað. Þegar við náðum að geta stilt upp okkar liði þá kom stöðugleiki í þetta og við erum ekki að leka mörkum eins og var fyrri hluta móts. Við gerum okkur samt grein fyrir því að við erum í fallsæti.“ Aðspurður um hvort Davíð héldi með Breiðablik í kvöld í leik liðsins gegn HK sem er í fallbaráttu með Vestra sagði hann: „Ég ætla bara að halda með Vestra liðinu og ég hef fulla tru að þetta lið geti séð um sig sjálft í þessum næstu leikjum. Mér fannst við sína það í dag að við getum það fyllilega.“ Besta deild karla Vestri Stjarnan Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Stjarnan skoraði sigurmarkið á 88. mínútu en það var Emil Atlason sem skoraði úr víti. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var að vonum sársvekktur eftir leik. „Ekkert verra en að fá þetta svona í andlitið. Alveg klárt mál að við áttum meira skilið.“ sagði Davíð um sigurmarkið og bætti við: „Við fáum fleiri færi og við nýtum þau ekki. Fáum það svo í bakið. Við töpuðum bara leiknum og þeir nýttu sín færi. Þeir áttu tvö skot á markið og annað þeirra var víti.“ sagði Davíð smári og bætti við um frammistöðu liðsins. „Gríðarlega jákvætt að frammistaðan var mjög góð. Auðvitað er svekkjandi þegar við fáum fullt af færum. Fáum 4-5 tækifæri til að skora í leiknum en gerum ekki. Þess vegna er extra svekkjandi að fá þetta svona í bakið í lokin.“ Vestri hóf leikinn að miklum krafti en það dró af þeim þegar leið á. Ljóst var á líkamstjáningu Davíðs á hliðarlínunni að hann var ósáttur við orkuleysið. „Auðvitað er það þannig að þegar maður er með litla stjórn á leiknum á boltann þá eru mikil hlaup. Sást á okkur að í síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik var komin svolítil þreyta í okkur. Mér fannst vanta orku í okkur. Þess vegna fór ég í nokkrar skiptingar snemma.“ „Fannst vanta áræðni í okkur. Mér fannst við samt ekki alls ekki slakari aðilinn í leiknum. Auðvitað er mismunandi upplegg liðanna. Okkar upplegg gekk nákvæmlega eins og við vildum láta það ganga en við náum ekki að nýta færin okkar.“ Vestri er enn í fallsæti eftir leiki dagsins en nú tekur við úrslitakeppni og barátta uppá líf eða dauða fyrir Vestra. Þrátt fyrir það var engan bilbug að finna á þjálfaranum. „Við sjáum það að það er erfitt að vinna Vestra liðið og hefur verið það síðustu sex leiki. Alveg klárt mál að við verðum að vera klínískari í okkar sóknaraðgerðum. Að öðru leiti er liðið á góðum stað. Höfum getað stillt upp nokkurn vegin sama liðinu leik eftir leik sem er jákvætt. Maður sér á liðinu að það er samheldið. Það á að vera erfitt og leiðilegt að spila við okkur og það var það í dag.“En er Vestri að ná að toppa á réttum tíma? Davíð var ekki í vafa um að svo væri.„Ég held að það haldist í hendur við margt. Vorum í meiðslum framan af móti og þvingaðir í að breytingar á okkar leikkerfi og annað. Þegar við náðum að geta stilt upp okkar liði þá kom stöðugleiki í þetta og við erum ekki að leka mörkum eins og var fyrri hluta móts. Við gerum okkur samt grein fyrir því að við erum í fallsæti.“ Aðspurður um hvort Davíð héldi með Breiðablik í kvöld í leik liðsins gegn HK sem er í fallbaráttu með Vestra sagði hann: „Ég ætla bara að halda með Vestra liðinu og ég hef fulla tru að þetta lið geti séð um sig sjálft í þessum næstu leikjum. Mér fannst við sína það í dag að við getum það fyllilega.“
Besta deild karla Vestri Stjarnan Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira