Enski boltinn

Arteta á­nægður með þroskaða frammi­stöðu í fjar­veru lykil­manna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mikel Arteta kampakátur eftir sigur sinna manna í nágrannaslagnum þar sem eina markið var skorað undir lok leiks. 
Mikel Arteta kampakátur eftir sigur sinna manna í nágrannaslagnum þar sem eina markið var skorað undir lok leiks.  Getty/Marc Atkins

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, hrósaði sínum mönnum í hástert fyrir þroskaða frammistöðu í 0-1 sigri í nágrannaslagnum gegn Tottenham.

Arsenal var án tveggja lykilmanna á miðjunni, Martin Ödegaard var frá vegna meiðsla og Declan Rice í banni.

„Við fengum nokkra skelli en liðið brást vel við og sýndi mikinn þroska. Við söknuðum lykilmanna og þurftum að bregðast við. Þetta var erfitt en ég er ótrúlega ánægður,“ sagði Arteta eftir leik.

„Við þurftum að aðlaga okkur og spila öðruvísi en vanalega en þegar við vörðumst gerðum við það vel. Það eru hlutir sem mætti laga en sigur í dag var mjög mikilvægur, ég veit líka hvað þetta skiptir stuðningsmenn miklu máli þannig: Njótið!“ bætti hann svo við glaður í bragði.

Arsenal fór með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar, með tíu stig eftir fjórar umferðir. Tveimur stigum á eftir Manchester City, sem kemur í heimsókn í næstu umferð.

Declan Rice verður þá löglegur aftur, en óvíst er með Martin Ödegaard og Bukayo Saka, sem fór haltrandi af velli í dag. Arteta gat ekki gefið frekari upplýsingar um stöðuna á meiðslum þeirra tveggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×