Fótbolti

Dumfries bjargaði stigi gegn nágrannaliðinu í næsta bæ

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Denzel Dumfries bjargaði stigi fyrir Inter eftir að hafa lent undir.
Denzel Dumfries bjargaði stigi fyrir Inter eftir að hafa lent undir. EPA-EFE/Daniel Dal Zennaro

Ítalíumeistarar Inter Milan gerðu 1-1 jafntefli á útivelli gegn nágrannaliðinu Monza í fjórðu umferð úrvalsdeildarinnar. Inter missti þar af tækifæri til að taka toppsætið aftur af Napoli.

Inter var með yfirhöndina allan leikinn en átti erfitt með að skapa almennileg marktækifæri.

Monza lagði leikinn vel upp, varðist vel og sótti hratt þegar tækifæri gafst. Það var einmitt eftir skyndisókn sem Dani Mota kom boltanum í netið með föstum skalla eftir fyrirgjöf Armando Izzo.

Það leit út fyrir að Monza myndi halda út og fagna sigri en þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma tók Denzel Dumfries sig til og jafnaði með föstu skoti af stuttu færi.

Þar var sat allt til enda, 1-1 jafntefli niðurstaðan og stigaskiptingin jöfn. Inter er nú í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir Napoli sem vann 3-0 fyrr í dag gegn Cagliari. Monza er í verri málum, með þrjú stig eftir fjóra leiki í 15. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×