Enski boltinn

„Arsenal spilaði eins og meistaralið“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Arsenal fagna marki Gabriels gegn Tottenham.
Leikmenn Arsenal fagna marki Gabriels gegn Tottenham. getty/David Price

Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segir að Arsenal hafi spilað eins og meistaralið í sigrinum á Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum í gær.

Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel skoraði eina mark leiksins á Tottenham leikvanginum. Arsenal varðist vel í leiknum og Tottenham komst lítt áleiðis. Neville hreifst mjög af frammistöðu Arsenal í gær.

„Þeir voru ekki með Martin Ödegaard og Declan Rice, tvo af þeirra bestu leikmönnum, en það sem þeir höfðu var mjög góð vörn og varnarskipulag. Tottenham náði aldrei að brjóta það á bak aftur,“ sagði Neville.

„Þetta var frammistaða liðs sem spilaði af kunáttu. Slægir, ekki einfaldir, ekki barnalegir. Þetta var andstæða þess. Þetta var reynsla og þroski og eins og lið sem hefur unnið marga titla myndi spila. Mikel Arteta hefur ekki enn unnið titil hjá Arsenal en þetta var mjög góð frammistaða.“

Arsenal mætir Manchester City um næstu helgi. Skytturnar eru með tíu stig í ensku úrvalsdeildinni, tveimur minna en meistarar City.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×