Innlent

Níu af hverjum tíu Ís­lendingum myndu kjósa Har­ris

Atli Ísleifsson skrifar
Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum þriðjudaginn 5. nóvember.
Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum þriðjudaginn 5. nóvember. AP

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga, eða 91 prósent, myndu kjósa demókratann og varaforseta Bandaríkjanna, Kamölu Harris, ef þeir væru með kosningarétt í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara í nóvember. Níu prósent myndu kjósa repúblikanann og forsetann fyrrverandi, Donald Trump.

Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þar segir að konur séu líklegri en karlar til að kjósa Harris og fólk yfir fimmtugu sé líklegra til þess en fólk undir fimmtugu.

Þá segir jafnframt að fólk með meiri menntun en minni væri líklegra til að kjósa Harris.

„Þau sem kysu Vinstri græn eða Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag væri líklegri til að styðja [Harris] en þau sem kysu aðra flokka til Alþingis. Þau sem kysu Miðflokkinn væru aftur á móti líklegri til að styðja Donald Trump en þau sem kysu aðra flokka.“

Sjá má að 28 prósent þeirra sem styðja Miðflokkinn myndu kjósa Trump, 21 prósent þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, og 16 prósent þeirra sem myndu kjósa Flokk fólksins.

Gallup



Fleiri fréttir

Sjá meira


×