Innlent

Ei­ríkur Elís og Ey­vindur metnir hæfastir

Atli Ísleifsson skrifar
Eiríkur Elís Þorláksson dósent og Eyvindur G. Gunnarsson prófessor.
Eiríkur Elís Þorláksson dósent og Eyvindur G. Gunnarsson prófessor. HR/HÍ

Eiríkur Elís Þorláksson dósent og Eyvindur G. Gunnarsson prófessor eru metnir hæfastir til að hljóta setningu í embætti dómara við Landsrétt.

Þetta er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara en nefndin hefur nú skilað umsögn sinni.

Dómsmálaráðuneytið auglýsti þann 14. júní 2024 laust til setningar embætti dómara við Landsrétt vegna leyfis skipaðs landsréttardómara.

Þau sem sóttu um embættið voru:

  • Arnaldur Hjartarson héraðsdómari
  • Daði Kristjánsson héraðsdómari
  • Eiríkur Elís Þorláksson dósent
  • Eyvindur G. Gunnarsson prófessor
  • Hlynur Jónsson héraðsdómari

„Miðað er við að setning vari til og með 28. febrúar 2029. Umsóknarfrestur var til 1. júlí 2024 og bárust fimm umsóknir um embættið.

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni til dómsmálaráðherra og er það mat nefndarinnar að Eiríkur Elís Þorláksson dósent og Eyvindur G. Gunnarsson prófessor séu hæfastir umsækjenda til að hljóta setningu í embættið.

Dómnefndina skipuðu: Sigurður Tómas Magnússon formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson,“ segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×