„Mér finnst“ pólitíkin og vindmyllurnar Tómas Ellert Tómasson skrifar 16. september 2024 12:32 „Landið undir vindmyllurnar. Það er auðlindin sem við þurfum að fara varlega með..“ - Guðrún Pétursdóttir, fyrrverandi formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps ritaði áhugaverða og upplýsandi grein á visir.is þann 14 september sl. um harmsögu Búrfellslundar í meðförum Alþingis, ríkisstjórnar og ráðherra umhverfis-, orku og loftslagsmála, í kjölfar þess að ráðherrann sakaði sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að tefja fyrir grænni orkuöflun með því að leggja inn kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem þess er krafist að virkjanaleyfið fyrir Búrfellslund verði fellt úr gildi. Í grein sinni nefndi oddvitinn nokkur dæmi um vinnubrögð fyrrnefndra aðila og fór stuttlega yfir framgang málsins þar á bæ. Þar nefndi hann m.a.a: Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur engin stórvirkjun farið af stað til að afla grænnar orku, engin! Ráðherra lagði fram á Alþingi í vor stefnumörkun til framtíðar í vindorku. Þar er lagt til að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Búrfellslundur er innan miðhálendislínunnar! Í meðferð Alþingis var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg. Í lögum um rammaáætlun hafa sveitarfélög heimild til að fresta því að setja virkjanakosti í sitt skipulag. Slíkt gerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur þann 8. júní 2023, en hvorki orku- og loftslagsráðherrann né Landsvirkjun hlustuðu á það. Auk þess sem að oddvitinn veltir fyrir sér „hvað gerist svo ef Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellir virkjanaleyfi Búrfellslundar úr gildi og Landsvirkjun þarf að sækja um aftur í rammaáætlun? Jú, það sem gerist er að Búrfellslundur verður aldrei byggður og þjóðin situr uppi með milljarða tjón Landsvirkjunar af undirbúningi Búrfellslundar sökum lélegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar þar sem [umhverfis-]orku- og loftslagsráðherrann ber mesta ábyrgð farandi fyrir málaflokknum.“ Með öðrum orðum þá segir oddvitinn að stjórnvöld hafi brugðist hlutverki sínu í því að útvega græna orku en á ráðherranum má skilja að það sé öllum öðrum um að kenna en ráðherranum sjálfum og meðreiðarsveinum hans í ríkisstjórn Íslands sem hefur setið í sjö ár án þess að nokkur stórvirkjun til öflunar grænnar orku hafi verið reist. Af hverju er staðan þessi? Hvernig má það vera að staðan sé eins og hún er og regluverkið sem því fylgir er eins og það er, þegar að regluverkið sjálft er samið og gefið út af Alþingi og ráðherrum? Hver ber ábyrgðina? Í þessu máli er það mat Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málsmeðferð Búrfellslundar á öllum stigum málsins sé ekki í samræmi við lög. Eins og kemur fram í kærunni, þá hefur sveitarfélagið mótmælt fyrirhuguðum Búrfellslundi á öllum stigum í málsmeðferðinni frá því Alþingi tók ákvörðun um að setja Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar í júní 2022. Auk þess sem að Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur einnig bent á að Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Sú vinna skilaði þeirri niðurstöðu að mati Verkefnastjórnunar rammaáætlunar að ekki ætti að byggja Búrfellslund. Hálendi Íslands væri verðmætara en svo að setja ætti þar niður vindmyllur. Í febrúar 2020 kemur fram skýrsla Landsvirkjunar um endurhönnun á tilhögun virkjanakosts R4301B. Þar kemur fram orðrétt í upphafi að um nýja tillögu sé að ræða. Tillagan nær meira að segja út fyrir það svæði sem til umfjöllunar var í matsskýrslu umhverfismats frá 2016. Þeim sem lesa yfir matsskýrsluna sem gefin var út árið 2016 og bera saman við fyrrnefnda skýrslu Landsvirkjunar frá 2020 sjá það fljótt m.a.a. mörk tillagna um vinnslusvæði og áfangaskiptingu uppbyggingar í matsskýrslu eru ekki þau sömu. Og það er rétt sem að kemur fram í upphafi hennar að um nýja tillögu er að ræða. Mynd 1- Mynd tekin úr skýrslu Landsvirkjunar "endurhönnun á tilhögun virkjanakosts R4301B“ Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur bent á það, að Búrfellslundur sem nú á að heita Vaðölduver sé ekki í nýtingarflokki Rammaáætlunar sökum þess hversu mikið hann hefur breyst frá því að matsskýrslan fyrir Búrfellslund var unnin árið 2016. Óheimilt sé því að leyfa byggingu á honum þar sem hann er ekki í nýtingarflokki rammaáætlunar, svo breyttur. Einnig hefur Skeiða- og Gnúpverjahreppur bent á það, að í meðferð Alþingis var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Það var líka ekki gert samkvæmt lögum eins og fram kemur í kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg og ber þjóðin því skaðann af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Á meðan bendir ráðherra málaflokksins fingri í allar áttir til sakbendingar og hnefanum að Skeiða- og Gnúpverjahrepp, 600 íbúa sveitarfélaginu. Segir samtalið við þjóðina um vindmyllurnar hafa farið fram, (þó enginn kannist við það), og nóg sé komið af þeim samtölum og tími sé til kominn að fara að virkja vindorkuna. Segir ráðherrann þvert á skipunarbréf og tillögur starfshópsins sem hann setti á laggirnar og skilaði af sér niðurstöðu í apríl 2023. Þar sem í skipunarbréfi er sérstaklega tilgreint að starfshópurinn skuli huga að því hvernig ná megi fram sem breiðastri sátt um hagnýtingu vindorku meðal landsmanna. Og í skýrslunni segi að: „Sú staðreynd að vindinn er hægt að virkja mun víðar en vatnsafl og jarðvarma hefur einnig haft áhrif að þessu leyti enda hefur opinber umræða um vindorku að miklu leyti snúist um undirbúning tiltekinna virkjunarkosta í vindi víða um landið og oft á svæðum sem eru mun nær daglegu lífi fólks en hinir hefðbundnu virkjunarkostir. Það er eðlilegt að áform um slíkar framkvæmdir veki upp hörð viðbrögð og dregur enn frekar fram mikilvægi þess að unnið sé að slíkum áformum í sem mestri almennri sátt um málefnið,auk þess sem að sama skapi ríki sem víðtækust sátt um slík áform innan nærsamfélagsins.“ Ítrekað er síðan reynt að etja saman þeim sveitarfélögum sem hagsmuna eiga að gæta með samfélagsmiðlafærslum, greinaskrifum og jafnvel drottningarviðtölum í blöðum, sjónvarpi og útvarpi. Áróðursmaskínan keyrð á fullu vindafli, með óþef. Sjóaðir sveitarstjórnarmenn sjá í gegnum slíkar viðreynslur og láta ekki draga sig í það drullusvað. Ég get ekki annað séð eftir að hafa kynnt mér töluvert af gögnum málsins og annað sem við kemur Búrfellslundi að handvömm hafi orðið í ferlinu af hendi Alþingis og ráðherra málaflokksins. En kannski er þetta bara eðlilegt ferli hjá ráðherra sem telur betra að gera mistök en að gera ekki neitt í loftslagsmálum og gera bara það sem „honum finnst“ þó lög og reglugerðir sem hann hefur komið að því að setja sjálfur á löngum þingmannsferli og almenn skynsemi segi annað. Ráðherrann ber ábyrgðina. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Nokkrir hlekkir þar sem kynna má sér málefni Búrfellslundar og tengd málefni: https://www.skeidgnup.is/is/frettir/skeida-og-gnupverjahreppur-kaerir-virkjanaleyfi-burfellslundar https://vefskrar.orkustofnun.is/utgefin-leyfi/2024/Leyfi-OS-2024-L005-01.pdf? https://www.visir.is/g/20232404389d/mikilvaegt-ad-almenningur-komi-ad-stefnumotun-vardandi-nytingu-vindorku https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/URN/Vindorka_skyrsla_april-2023.pdf https://www.landsvirkjun.is/frettir/leyfi-veitt-fyrir-framkvaemdum http://gogn.lv.is/files/2020/2020-023.pdf https://www.sunnlenska.is/adsent/sattmali-um-vindorkuver/ https://www.sunnlenska.is/frettir/vilja-kenna-vindorkulundinn-vid-vadoldu/ https://www.landsvirkjun.is/frettir/vandadur-addragandi-vindorkuvers Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Vindorkuver í Búrfellslundi Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
„Landið undir vindmyllurnar. Það er auðlindin sem við þurfum að fara varlega með..“ - Guðrún Pétursdóttir, fyrrverandi formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps ritaði áhugaverða og upplýsandi grein á visir.is þann 14 september sl. um harmsögu Búrfellslundar í meðförum Alþingis, ríkisstjórnar og ráðherra umhverfis-, orku og loftslagsmála, í kjölfar þess að ráðherrann sakaði sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að tefja fyrir grænni orkuöflun með því að leggja inn kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem þess er krafist að virkjanaleyfið fyrir Búrfellslund verði fellt úr gildi. Í grein sinni nefndi oddvitinn nokkur dæmi um vinnubrögð fyrrnefndra aðila og fór stuttlega yfir framgang málsins þar á bæ. Þar nefndi hann m.a.a: Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur engin stórvirkjun farið af stað til að afla grænnar orku, engin! Ráðherra lagði fram á Alþingi í vor stefnumörkun til framtíðar í vindorku. Þar er lagt til að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Búrfellslundur er innan miðhálendislínunnar! Í meðferð Alþingis var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg. Í lögum um rammaáætlun hafa sveitarfélög heimild til að fresta því að setja virkjanakosti í sitt skipulag. Slíkt gerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur þann 8. júní 2023, en hvorki orku- og loftslagsráðherrann né Landsvirkjun hlustuðu á það. Auk þess sem að oddvitinn veltir fyrir sér „hvað gerist svo ef Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellir virkjanaleyfi Búrfellslundar úr gildi og Landsvirkjun þarf að sækja um aftur í rammaáætlun? Jú, það sem gerist er að Búrfellslundur verður aldrei byggður og þjóðin situr uppi með milljarða tjón Landsvirkjunar af undirbúningi Búrfellslundar sökum lélegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar þar sem [umhverfis-]orku- og loftslagsráðherrann ber mesta ábyrgð farandi fyrir málaflokknum.“ Með öðrum orðum þá segir oddvitinn að stjórnvöld hafi brugðist hlutverki sínu í því að útvega græna orku en á ráðherranum má skilja að það sé öllum öðrum um að kenna en ráðherranum sjálfum og meðreiðarsveinum hans í ríkisstjórn Íslands sem hefur setið í sjö ár án þess að nokkur stórvirkjun til öflunar grænnar orku hafi verið reist. Af hverju er staðan þessi? Hvernig má það vera að staðan sé eins og hún er og regluverkið sem því fylgir er eins og það er, þegar að regluverkið sjálft er samið og gefið út af Alþingi og ráðherrum? Hver ber ábyrgðina? Í þessu máli er það mat Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málsmeðferð Búrfellslundar á öllum stigum málsins sé ekki í samræmi við lög. Eins og kemur fram í kærunni, þá hefur sveitarfélagið mótmælt fyrirhuguðum Búrfellslundi á öllum stigum í málsmeðferðinni frá því Alþingi tók ákvörðun um að setja Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar í júní 2022. Auk þess sem að Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur einnig bent á að Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Sú vinna skilaði þeirri niðurstöðu að mati Verkefnastjórnunar rammaáætlunar að ekki ætti að byggja Búrfellslund. Hálendi Íslands væri verðmætara en svo að setja ætti þar niður vindmyllur. Í febrúar 2020 kemur fram skýrsla Landsvirkjunar um endurhönnun á tilhögun virkjanakosts R4301B. Þar kemur fram orðrétt í upphafi að um nýja tillögu sé að ræða. Tillagan nær meira að segja út fyrir það svæði sem til umfjöllunar var í matsskýrslu umhverfismats frá 2016. Þeim sem lesa yfir matsskýrsluna sem gefin var út árið 2016 og bera saman við fyrrnefnda skýrslu Landsvirkjunar frá 2020 sjá það fljótt m.a.a. mörk tillagna um vinnslusvæði og áfangaskiptingu uppbyggingar í matsskýrslu eru ekki þau sömu. Og það er rétt sem að kemur fram í upphafi hennar að um nýja tillögu er að ræða. Mynd 1- Mynd tekin úr skýrslu Landsvirkjunar "endurhönnun á tilhögun virkjanakosts R4301B“ Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur bent á það, að Búrfellslundur sem nú á að heita Vaðölduver sé ekki í nýtingarflokki Rammaáætlunar sökum þess hversu mikið hann hefur breyst frá því að matsskýrslan fyrir Búrfellslund var unnin árið 2016. Óheimilt sé því að leyfa byggingu á honum þar sem hann er ekki í nýtingarflokki rammaáætlunar, svo breyttur. Einnig hefur Skeiða- og Gnúpverjahreppur bent á það, að í meðferð Alþingis var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Það var líka ekki gert samkvæmt lögum eins og fram kemur í kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg og ber þjóðin því skaðann af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Á meðan bendir ráðherra málaflokksins fingri í allar áttir til sakbendingar og hnefanum að Skeiða- og Gnúpverjahrepp, 600 íbúa sveitarfélaginu. Segir samtalið við þjóðina um vindmyllurnar hafa farið fram, (þó enginn kannist við það), og nóg sé komið af þeim samtölum og tími sé til kominn að fara að virkja vindorkuna. Segir ráðherrann þvert á skipunarbréf og tillögur starfshópsins sem hann setti á laggirnar og skilaði af sér niðurstöðu í apríl 2023. Þar sem í skipunarbréfi er sérstaklega tilgreint að starfshópurinn skuli huga að því hvernig ná megi fram sem breiðastri sátt um hagnýtingu vindorku meðal landsmanna. Og í skýrslunni segi að: „Sú staðreynd að vindinn er hægt að virkja mun víðar en vatnsafl og jarðvarma hefur einnig haft áhrif að þessu leyti enda hefur opinber umræða um vindorku að miklu leyti snúist um undirbúning tiltekinna virkjunarkosta í vindi víða um landið og oft á svæðum sem eru mun nær daglegu lífi fólks en hinir hefðbundnu virkjunarkostir. Það er eðlilegt að áform um slíkar framkvæmdir veki upp hörð viðbrögð og dregur enn frekar fram mikilvægi þess að unnið sé að slíkum áformum í sem mestri almennri sátt um málefnið,auk þess sem að sama skapi ríki sem víðtækust sátt um slík áform innan nærsamfélagsins.“ Ítrekað er síðan reynt að etja saman þeim sveitarfélögum sem hagsmuna eiga að gæta með samfélagsmiðlafærslum, greinaskrifum og jafnvel drottningarviðtölum í blöðum, sjónvarpi og útvarpi. Áróðursmaskínan keyrð á fullu vindafli, með óþef. Sjóaðir sveitarstjórnarmenn sjá í gegnum slíkar viðreynslur og láta ekki draga sig í það drullusvað. Ég get ekki annað séð eftir að hafa kynnt mér töluvert af gögnum málsins og annað sem við kemur Búrfellslundi að handvömm hafi orðið í ferlinu af hendi Alþingis og ráðherra málaflokksins. En kannski er þetta bara eðlilegt ferli hjá ráðherra sem telur betra að gera mistök en að gera ekki neitt í loftslagsmálum og gera bara það sem „honum finnst“ þó lög og reglugerðir sem hann hefur komið að því að setja sjálfur á löngum þingmannsferli og almenn skynsemi segi annað. Ráðherrann ber ábyrgðina. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Nokkrir hlekkir þar sem kynna má sér málefni Búrfellslundar og tengd málefni: https://www.skeidgnup.is/is/frettir/skeida-og-gnupverjahreppur-kaerir-virkjanaleyfi-burfellslundar https://vefskrar.orkustofnun.is/utgefin-leyfi/2024/Leyfi-OS-2024-L005-01.pdf? https://www.visir.is/g/20232404389d/mikilvaegt-ad-almenningur-komi-ad-stefnumotun-vardandi-nytingu-vindorku https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/URN/Vindorka_skyrsla_april-2023.pdf https://www.landsvirkjun.is/frettir/leyfi-veitt-fyrir-framkvaemdum http://gogn.lv.is/files/2020/2020-023.pdf https://www.sunnlenska.is/adsent/sattmali-um-vindorkuver/ https://www.sunnlenska.is/frettir/vilja-kenna-vindorkulundinn-vid-vadoldu/ https://www.landsvirkjun.is/frettir/vandadur-addragandi-vindorkuvers
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun