Uppgjörið: Valur - KR 4-1 | Valsarar sleppa ekki takinu á Vesturbæingum Andri Már Eggertsson skrifar 16. september 2024 21:06 Úr leik kvöldsins. Vísir/Diego Valur vann 4-1 sigur gegn KR á heimavelli. Valsmenn voru 2-0 yfir í hálfleik en í seinni hálfleik gerði KR tilkall til þess að koma til baka en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum og unnu sannfærandi sigur. Það var góður kraftur í Valsmönnum í upphafi leiks og á innan við fimmtán mínútum voru heimamenn komnir yfir. Fínt spil þar sem Jónatan Ingi Jónsson lagði boltann fyrir Lúkas Loga Heimisson við teiginn sem nýtti blautt gervigrasið og renndi boltanum í hornið og Guy Smit, markmaður KR, reyndi ekki einu sinni að skutla sér á eftir boltanum. Valsmenn fagna fyrsta markinuVísir/Pawel Cieslikiewicz Átta mínútum síðar var Lúkas Logi aftur á ferðinni. Jónatan Ingi átti hælsendingu á Lúkas Loga líkt og í fyrsta markinu en að þessu sinni náði Lúkas í hamarinn og þrumaði boltanum í markið fyrir utan teig. Staðan í hálfleik var 2-0 Valsmenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleikVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir tæplega klukkutíma kveikti Ástbjörn Þórðarson, í leiknum með því að þruma Gylfa Þór Sigurðsson niður beint fyrir framan varamannabekk Vals. Upp úr því skapaðist hiti og Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, gaf fjórum leikmönnum gult spjald. Jóhann Ingi Jónsson dæmdi leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Þetta virtist hafa kveikt í KR-ingum því skömmu síðar minnkaði Aron Sigurðsson muninn. Benoný Breki Andrésson lagði boltann á Aron sem var í þröngri stöðu vinstra megin í teignum en gerði vel í að koma boltanum framhjá Ögmundi í markinu. Patrick Pedersen kláraði leikinn endanlega á 76. mínútu. KR hafði hótað jöfnunarmarki en Birgir Steinn Styrmisson og Finnur Tómas Pálmason skullu saman sem varð til þess að Patrick nýtti sér flugbrautina á vinstri kantinum og skoraði þriðja mark Vals. Guy Smit fékk á sig fjögur mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Í uppbótartíma skoraði Tryggvi Hrafn Haraldsson fjórða mark Vals. Orri Hrafn Kjartansson renndi boltanum inn fyrir vörn KR og Tryggvi var ekki í vandræðum með að klára færið. Niðurstaða 4-1 sigur Vals og KR hefur tapað síðustu fimm leikjum á útivelli og er aðeins þremur stigum frá fallsæti. Valsmenn fögnuðu 4-1 sigriVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins KR liðið er mjög brothætt. Um leið og Lúkas Logi Heimisson skoraði fyrsta markið fór trúin hjá gestunum. Átta mínútum síðar bætti Lúkas við öðru marki og var óheppinn að gera ekki þrennu í fyrri hálfleik. Stjörnur og skúrkar Lúkas Logi Heimisson og Jónatan Ingi Jónsson tengdu jafn vel saman og Shaquille O'Neal og Kobe Bryant hér um árið. Lúkas Logi skoraði bæði mörk Vals í fyrri hálfleik þar sem Jónatan átti báðar stoðsendingarnar með hælnum. Lúkas fékk færi til þess að gera þrennu en Guy Smit tók upp á því að verja. Valur - KR Besta Deild Karla Haust 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR var sinn versti óvinur. Öll mörkin sem KR fékk á sig voru mjög klaufaleg. KR-ingar toppuðu sig síðan í þriðja marki Vals þegar Birgir Steinn Styrmisson og Finnur Tómas Pálmason skullu saman sem gerði það að verkum að það opnaðist allt fyrir Patrick Pedersen sem skoraði og kláraði leikinn. Dómarinn Jóhann Ingi Jónsson átti allt í lagi frammistöðu á flautunni. Það fór ekki mikið fyrir honum en hann veifaði full mörgum gulum spjöldum þegar það myndaðist smá hiti í kringum tæklingu Ástbjörns Þórðarsonar á Gylfa Þór Sigurðssyni. Gamli góði fjarkinn - raðspjaldað á Hlíðarenda pic.twitter.com/K0T2n3T8K6— Magnus Thorir (@MagnusThorir) September 16, 2024 Stemning og umgjörð Það er alltaf stórleikur þegar Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast. Valsarar fór í samstarf við tískufyrirtækið Reykjavík Roses og seldu varning undir merkjum Vals og Reykjavík Roses. Viðtökurnar voru afar góðar og seldist allt upp á tæpum klukkutíma. Graham Potter horfði á leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Sjálfur Graham Potter sem hefur þjálfað meðal annars Brighton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni var meðal áhorfenda í stúkunni. Potter er hér á landi vegna fyrirlesturs sem hann hélt í höfuðstöðvum KSÍ sem var hluti af UEFA pro námskeiði fyrir knattspyrnuþjálfara. Besta deild karla KR Valur
Valur vann 4-1 sigur gegn KR á heimavelli. Valsmenn voru 2-0 yfir í hálfleik en í seinni hálfleik gerði KR tilkall til þess að koma til baka en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum og unnu sannfærandi sigur. Það var góður kraftur í Valsmönnum í upphafi leiks og á innan við fimmtán mínútum voru heimamenn komnir yfir. Fínt spil þar sem Jónatan Ingi Jónsson lagði boltann fyrir Lúkas Loga Heimisson við teiginn sem nýtti blautt gervigrasið og renndi boltanum í hornið og Guy Smit, markmaður KR, reyndi ekki einu sinni að skutla sér á eftir boltanum. Valsmenn fagna fyrsta markinuVísir/Pawel Cieslikiewicz Átta mínútum síðar var Lúkas Logi aftur á ferðinni. Jónatan Ingi átti hælsendingu á Lúkas Loga líkt og í fyrsta markinu en að þessu sinni náði Lúkas í hamarinn og þrumaði boltanum í markið fyrir utan teig. Staðan í hálfleik var 2-0 Valsmenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleikVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir tæplega klukkutíma kveikti Ástbjörn Þórðarson, í leiknum með því að þruma Gylfa Þór Sigurðsson niður beint fyrir framan varamannabekk Vals. Upp úr því skapaðist hiti og Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, gaf fjórum leikmönnum gult spjald. Jóhann Ingi Jónsson dæmdi leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Þetta virtist hafa kveikt í KR-ingum því skömmu síðar minnkaði Aron Sigurðsson muninn. Benoný Breki Andrésson lagði boltann á Aron sem var í þröngri stöðu vinstra megin í teignum en gerði vel í að koma boltanum framhjá Ögmundi í markinu. Patrick Pedersen kláraði leikinn endanlega á 76. mínútu. KR hafði hótað jöfnunarmarki en Birgir Steinn Styrmisson og Finnur Tómas Pálmason skullu saman sem varð til þess að Patrick nýtti sér flugbrautina á vinstri kantinum og skoraði þriðja mark Vals. Guy Smit fékk á sig fjögur mörk í kvöldVísir/Pawel Cieslikiewicz Í uppbótartíma skoraði Tryggvi Hrafn Haraldsson fjórða mark Vals. Orri Hrafn Kjartansson renndi boltanum inn fyrir vörn KR og Tryggvi var ekki í vandræðum með að klára færið. Niðurstaða 4-1 sigur Vals og KR hefur tapað síðustu fimm leikjum á útivelli og er aðeins þremur stigum frá fallsæti. Valsmenn fögnuðu 4-1 sigriVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins KR liðið er mjög brothætt. Um leið og Lúkas Logi Heimisson skoraði fyrsta markið fór trúin hjá gestunum. Átta mínútum síðar bætti Lúkas við öðru marki og var óheppinn að gera ekki þrennu í fyrri hálfleik. Stjörnur og skúrkar Lúkas Logi Heimisson og Jónatan Ingi Jónsson tengdu jafn vel saman og Shaquille O'Neal og Kobe Bryant hér um árið. Lúkas Logi skoraði bæði mörk Vals í fyrri hálfleik þar sem Jónatan átti báðar stoðsendingarnar með hælnum. Lúkas fékk færi til þess að gera þrennu en Guy Smit tók upp á því að verja. Valur - KR Besta Deild Karla Haust 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR var sinn versti óvinur. Öll mörkin sem KR fékk á sig voru mjög klaufaleg. KR-ingar toppuðu sig síðan í þriðja marki Vals þegar Birgir Steinn Styrmisson og Finnur Tómas Pálmason skullu saman sem gerði það að verkum að það opnaðist allt fyrir Patrick Pedersen sem skoraði og kláraði leikinn. Dómarinn Jóhann Ingi Jónsson átti allt í lagi frammistöðu á flautunni. Það fór ekki mikið fyrir honum en hann veifaði full mörgum gulum spjöldum þegar það myndaðist smá hiti í kringum tæklingu Ástbjörns Þórðarsonar á Gylfa Þór Sigurðssyni. Gamli góði fjarkinn - raðspjaldað á Hlíðarenda pic.twitter.com/K0T2n3T8K6— Magnus Thorir (@MagnusThorir) September 16, 2024 Stemning og umgjörð Það er alltaf stórleikur þegar Reykjavíkurliðin Valur og KR mætast. Valsarar fór í samstarf við tískufyrirtækið Reykjavík Roses og seldu varning undir merkjum Vals og Reykjavík Roses. Viðtökurnar voru afar góðar og seldist allt upp á tæpum klukkutíma. Graham Potter horfði á leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Sjálfur Graham Potter sem hefur þjálfað meðal annars Brighton og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni var meðal áhorfenda í stúkunni. Potter er hér á landi vegna fyrirlesturs sem hann hélt í höfuðstöðvum KSÍ sem var hluti af UEFA pro námskeiði fyrir knattspyrnuþjálfara.