Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2024 14:14 Konurnar giftu sig hjá sýslumanni þann 8. desember 2022. Viku síðar var sótt um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna. Tveimur vikum síðar var hún farin úr landi. Vísir/Vilhelm Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. Konurnar eru báðar af kólumbísku bergi brotnar. Í stefnu konunnar sem er búsett hér á landi og telur á sér brotið kemur fram að hún hafi öðlast íslenskan ríkisborgararétt árið 2016. Þá eigi hún barn úr fyrra sambandi sem sé einnig íslenskur ríkisborgari. Farin úr landi tveimur vikum eftir giftingu Hún segist hafa kynnst konunni þegar hún var í heimsókn í heimalandinu og haldið sambandi í framhaldinu. Hún hafi orðið ástfangin og þær ákveðið árið 2022 að gifta sig. Þann 8. desember sama ár gengu þær á fund sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og létu pússa sig saman. Viku síðar sóttu þær um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna og var henni veitt heimild til að dvelja á Íslandi á meðan umsóknin væri í vinnslu. Skömmu síðar komst konan að því að nýja eiginkonan hefði verið henni ótrú. Hún væri að hitta annan aðila og halda framhjá henni. Í lok desember hafi nýja eiginkonan haldið af landi brott án þess að láta vita. Konan segir móður sína hafa fengið þau skilaboð frá nýju eiginkonunni að hún ætlaði til Spánar og svo aftur til Kólumbíu. Hún telur að hjónabandið hafi aðeins verið til málamynda til að geta dvalið í Evrópu. Ekkert gengið að birta konunni stefnu Nú séu liðin tæp tvö ár þar sem hún hafi ekkert heyrt frá eiginkonu sinni þrátt fyrir tilraunir til að ganga frá skilnaði. Hún hafi enga hugmynd hvar hún sé stödd eða eigi heimili. Hún neyðist því til að höfða mál til að fá skilnað í gegn. Hún bætir við að hafa gert tilraun til að fá stefnuna birta á heimilisfangi þar sem eiginkonan bjó áður í Kólumbíu þegar þær kynntust. Þá hjálpi ekki til að kólumbíska ríkið haldi ekki þjóðskrá og því ekki unnt að fá liðsinni þaðan. Hún hafi því að endingu neyðst til að birta stefnuna í Lögbirtingablaðinu. Málið verður þingfest þann 5. nóvember. Fjölskyldumál Kólumbía Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Konurnar eru báðar af kólumbísku bergi brotnar. Í stefnu konunnar sem er búsett hér á landi og telur á sér brotið kemur fram að hún hafi öðlast íslenskan ríkisborgararétt árið 2016. Þá eigi hún barn úr fyrra sambandi sem sé einnig íslenskur ríkisborgari. Farin úr landi tveimur vikum eftir giftingu Hún segist hafa kynnst konunni þegar hún var í heimsókn í heimalandinu og haldið sambandi í framhaldinu. Hún hafi orðið ástfangin og þær ákveðið árið 2022 að gifta sig. Þann 8. desember sama ár gengu þær á fund sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og létu pússa sig saman. Viku síðar sóttu þær um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna og var henni veitt heimild til að dvelja á Íslandi á meðan umsóknin væri í vinnslu. Skömmu síðar komst konan að því að nýja eiginkonan hefði verið henni ótrú. Hún væri að hitta annan aðila og halda framhjá henni. Í lok desember hafi nýja eiginkonan haldið af landi brott án þess að láta vita. Konan segir móður sína hafa fengið þau skilaboð frá nýju eiginkonunni að hún ætlaði til Spánar og svo aftur til Kólumbíu. Hún telur að hjónabandið hafi aðeins verið til málamynda til að geta dvalið í Evrópu. Ekkert gengið að birta konunni stefnu Nú séu liðin tæp tvö ár þar sem hún hafi ekkert heyrt frá eiginkonu sinni þrátt fyrir tilraunir til að ganga frá skilnaði. Hún hafi enga hugmynd hvar hún sé stödd eða eigi heimili. Hún neyðist því til að höfða mál til að fá skilnað í gegn. Hún bætir við að hafa gert tilraun til að fá stefnuna birta á heimilisfangi þar sem eiginkonan bjó áður í Kólumbíu þegar þær kynntust. Þá hjálpi ekki til að kólumbíska ríkið haldi ekki þjóðskrá og því ekki unnt að fá liðsinni þaðan. Hún hafi því að endingu neyðst til að birta stefnuna í Lögbirtingablaðinu. Málið verður þingfest þann 5. nóvember.
Fjölskyldumál Kólumbía Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira