Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. september 2024 20:18 Þröstur er afar svekktur yfir stöðunni sem hann er kominn í sem ellilífeyrisþegi, og hefur leitað á svarta vinnumarkaðinn til að afla sér tekna. facebook „Þetta er helvíti skítt,“ segir Þröstur Guðlaugsson 69 ára ellilífeyrisþegi um fjárhagsstöðu sína. Hann missti vinnuna í Covid, fór á ellilífeyri og þarf nú að lifa mánuðinn af á um það bil 140 þúsund krónum. Hann hefur því prófað að leita sér að svartri vinnu. Þröstur ólst upp á sveitabæ í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, lærði bakarann í Vestmannaeyjum en hefur búið í Reykjavík síðan þá, með viðkomu á nokkrum stöðum. Á starfsferlinum hefur hann komið víða við, auk þess að vinna sem bakari hefur hann haldið til sjós og ekið leigubíl. Síðustu ár starfsævinnar starfaði hann innan hótelbransans, síðastu fimmtán árin sem deildarstjóri á hóteli. „Ég missti vinnuna í Covid. Mér var nú lofað að ég fengi hana aftur en það varð ekkert úr því. Ég fór því á atvinnuleysisbætur í þrjú ár og sótti svo um ellilífeyri þegar ég var kominn á aldur á síðasta ári.“ Nýverið lauk hann námi í ljósmyndun. „Kláraði það á gamans aldri, það var nú bara fyrir sjálfan mig,“ segir Þröstur. „En okkur lífeyrisþegum er í raun alveg bannað að vinna okkur inn peninga. Það sem við vinnum okkur inn er bara tekið af manni í gegnum skatta og skerðingar.“ 42 þúsund krónur í mínus Þröstur birti færslu á Facebook-hópnum „Vinna með litlum fyrirvara“ þar sem hann lýsir aðstæðum sínum og leitar eftir atvinnutilboðum. Færsla Þrastar hefur vakið mikla athygli, þar sem hann dregur hann upp skýra en dökka mynd af fjárhagsörðugleikum sínum. Hann fái lífeyrirgreiðslur frá tveimur félögum sem nemi samtals 130 þúsund eftir skatta. „Svo borgar Tryggingastofnun mér ellilífeyri upp á 280 þúsund. Ofan á það bætast skertar húsaleigubætur upp á 42 þúsund, auk 14 þúsund króna sérstakra húsaleigubóta frá borginni.“ Samtals fái hann 479 þúsund krónur útborgað. 300 þúsund krónur fari í leigu, en ásamt því borgar Þröstur tryggingar, síma og sjónvarp. „Þá standa eftir 140 þúsund krónur, sem ég hef til að lifa af mánuðinn“ „Til samanburðar er framfærsluviðmið Hagstofunnar fyrir mann í minni stöðu 522 þúsund krónur. Ef við tökum þessar tölur saman er ég í mínus upp á 43 þúsund krónur, hver mánaðarmót.“ Þröstur leitaði því til fyrrnefnds Facebook-hóps þar sem hann býður fram krafta sína í svarta vinnu. „Þetta er nú bara svona tilraun hjá mér,“ segir Þröstur. Viðbrögðin hafi verið allskonar. „Fólk styður mig rosalega vel, en það er ekkert mikið um vinnu. Eða jújú, það er verið að bjóða mér eitthvað hér og þar. Ég veit ekki alveg hvað ég geri í þessu, þarf bara að setjast niður og skoða þetta. Hugsa málið.“ Ekki eins og hann ætlaði að hafa það í ellinni Þröstur er annars afar svekktur og fúll yfir stöðunni. „Að lífeyrisþegar þurfi að leita út í svarta atvinnustarfsemi til þess að lifa af. Annar kostur er bara að segja upp húsaleigunni og flytja út úr íbúðinni. Það er möguleiki. Setja allt bara í geymslu og fara í húsbíl, eins og margir eiga til að gera.“ „Þetta er ekki eins og maður sá fyrir að hafa þetta í ellinni,“ bætir hann við og kveðst nýlega fluttur í annað og breytt leiguhúsnæði, áður hafi hann getað leigt út herbergi og lifað þannig af. „Nú er það ekki hægt, hér er bara eitt svefnherbergi, stofa og eldhús. 300 þúsund kall. Þannig það er helvíti skítt.“ Varðandi skerðingar á vinnumarkaði sem lífeyrisþegi segir Þröstur: „Það er strax byrjað að skerða núna, þó ég sé ekki í vinnu. Ég fæ til að mynda skertar húsnæðisbætur þar sem þeir segja að ég sé með svo háar tekjur á lífeyrinum. Samt er þetta undir fátækrarmörkum sem ég er að fá. Það er alltaf skert eitthvað á móti þegar annað er hækkað, eins og húsaleigubæturnar í vor,“ segir Þröstur sem hefur greinilega löngun til þess að vinna. „Maður einangrast svo rosalega á meðan maður er ekki að vinna. Ég er nú með ADHD, það er meðhöndlað og í góðu lagi. Síðan er ég með pínu krabbamein sem er nú í góðu, þó það sé helvítis kostnaður líka. En það er mikilvægt að vekja athygli á þessari stöðu sem margir virðast vera í. Fólk er bara að láta þetta yfir sig ganga.“ Vinnumarkaður Eldri borgarar Kjaramál Reykjavík Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Þröstur ólst upp á sveitabæ í Hrútafirði í Vestur-Húnavatnssýslu, lærði bakarann í Vestmannaeyjum en hefur búið í Reykjavík síðan þá, með viðkomu á nokkrum stöðum. Á starfsferlinum hefur hann komið víða við, auk þess að vinna sem bakari hefur hann haldið til sjós og ekið leigubíl. Síðustu ár starfsævinnar starfaði hann innan hótelbransans, síðastu fimmtán árin sem deildarstjóri á hóteli. „Ég missti vinnuna í Covid. Mér var nú lofað að ég fengi hana aftur en það varð ekkert úr því. Ég fór því á atvinnuleysisbætur í þrjú ár og sótti svo um ellilífeyri þegar ég var kominn á aldur á síðasta ári.“ Nýverið lauk hann námi í ljósmyndun. „Kláraði það á gamans aldri, það var nú bara fyrir sjálfan mig,“ segir Þröstur. „En okkur lífeyrisþegum er í raun alveg bannað að vinna okkur inn peninga. Það sem við vinnum okkur inn er bara tekið af manni í gegnum skatta og skerðingar.“ 42 þúsund krónur í mínus Þröstur birti færslu á Facebook-hópnum „Vinna með litlum fyrirvara“ þar sem hann lýsir aðstæðum sínum og leitar eftir atvinnutilboðum. Færsla Þrastar hefur vakið mikla athygli, þar sem hann dregur hann upp skýra en dökka mynd af fjárhagsörðugleikum sínum. Hann fái lífeyrirgreiðslur frá tveimur félögum sem nemi samtals 130 þúsund eftir skatta. „Svo borgar Tryggingastofnun mér ellilífeyri upp á 280 þúsund. Ofan á það bætast skertar húsaleigubætur upp á 42 þúsund, auk 14 þúsund króna sérstakra húsaleigubóta frá borginni.“ Samtals fái hann 479 þúsund krónur útborgað. 300 þúsund krónur fari í leigu, en ásamt því borgar Þröstur tryggingar, síma og sjónvarp. „Þá standa eftir 140 þúsund krónur, sem ég hef til að lifa af mánuðinn“ „Til samanburðar er framfærsluviðmið Hagstofunnar fyrir mann í minni stöðu 522 þúsund krónur. Ef við tökum þessar tölur saman er ég í mínus upp á 43 þúsund krónur, hver mánaðarmót.“ Þröstur leitaði því til fyrrnefnds Facebook-hóps þar sem hann býður fram krafta sína í svarta vinnu. „Þetta er nú bara svona tilraun hjá mér,“ segir Þröstur. Viðbrögðin hafi verið allskonar. „Fólk styður mig rosalega vel, en það er ekkert mikið um vinnu. Eða jújú, það er verið að bjóða mér eitthvað hér og þar. Ég veit ekki alveg hvað ég geri í þessu, þarf bara að setjast niður og skoða þetta. Hugsa málið.“ Ekki eins og hann ætlaði að hafa það í ellinni Þröstur er annars afar svekktur og fúll yfir stöðunni. „Að lífeyrisþegar þurfi að leita út í svarta atvinnustarfsemi til þess að lifa af. Annar kostur er bara að segja upp húsaleigunni og flytja út úr íbúðinni. Það er möguleiki. Setja allt bara í geymslu og fara í húsbíl, eins og margir eiga til að gera.“ „Þetta er ekki eins og maður sá fyrir að hafa þetta í ellinni,“ bætir hann við og kveðst nýlega fluttur í annað og breytt leiguhúsnæði, áður hafi hann getað leigt út herbergi og lifað þannig af. „Nú er það ekki hægt, hér er bara eitt svefnherbergi, stofa og eldhús. 300 þúsund kall. Þannig það er helvíti skítt.“ Varðandi skerðingar á vinnumarkaði sem lífeyrisþegi segir Þröstur: „Það er strax byrjað að skerða núna, þó ég sé ekki í vinnu. Ég fæ til að mynda skertar húsnæðisbætur þar sem þeir segja að ég sé með svo háar tekjur á lífeyrinum. Samt er þetta undir fátækrarmörkum sem ég er að fá. Það er alltaf skert eitthvað á móti þegar annað er hækkað, eins og húsaleigubæturnar í vor,“ segir Þröstur sem hefur greinilega löngun til þess að vinna. „Maður einangrast svo rosalega á meðan maður er ekki að vinna. Ég er nú með ADHD, það er meðhöndlað og í góðu lagi. Síðan er ég með pínu krabbamein sem er nú í góðu, þó það sé helvítis kostnaður líka. En það er mikilvægt að vekja athygli á þessari stöðu sem margir virðast vera í. Fólk er bara að láta þetta yfir sig ganga.“
Vinnumarkaður Eldri borgarar Kjaramál Reykjavík Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira