Sport

Dag­skráin í dag: Deildar­keppni Meistara­deildar Evrópu fer af stað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Evrópumeistarar Real Madríd mæta til leiks.
Evrópumeistarar Real Madríd mæta til leiks. Getty Images/Vísir

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Hið nýja deildarfyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu fer af stað og Meistaradeildarmörkin eru á sínum stað. Þá eru Lokasóknin og leikur í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

  • Áður en Meistaradeild Evrópu karla hefst er UEFA Youth League á dagskrá. Um er að ræða keppni U-19 ára liða þeirra félaga sem taka þátt í Meistaradeildinni.
  • Klukkan 11.55 er leikur Juventus og PSV á dagskrá í Youth League. Klukkan 13.55 er leikur Bayern München og Dinamo Zagreb í Youth League á dagskrá.
  • Klukkan 18.30 hefst Meistaradeildarmessan. Klukkan 21.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá en þar verður farið yfir alla leiki kvöldsins.
  • Klukkan 21.50 er Lokasóknin á dagskrá. Þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð NFL-deildarinnar.

Stöð 2 Sport 3

  • Klukkan 16.35 er viðureign aðalliða Juventus og PSV á dagskrá. Klukkan 18.50 er komið að leik Evrópumeistara Real Madríd og Stuttgart.

Stöð 2 Sport 4

  • Klukkan 18.50 er viðureign aðalliða Bayern München og Dinamo Zagreb á dagskrá.

Vodafone Sport

  • Klukkan 16.35 er viðureign Young Boys og Aston Villa á dagskrá. Klukkan 18.50 er komið að stórleik AC Milan og Liverpool.
  • Klukkan 22.30 er leikur Cleveland Guardians og Minnesota Twins í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×