Rúnar Páll: Fáránlega mikið af mörkum á okkur sem boðar ekki gott Árni Jóhannsson skrifar 16. september 2024 23:01 Mikið hefur gengið á hjá Fylki og mætt á Rúnari Páli í sumar. Vísir/Pawel Fylkir reyndist vera lítil fyrirstaða fyrir Víking í Árbænum í kvöld. Leikið var í 22. umferð Bestu deildar karla og enduðu leikar 0-6 fyrir Fossvogspilta. Þjálfari Fylkis, Rúnar Páll Sigmundsson sá það að liðið hans mætti ofjarli sínum í kvöld. „Það er bara hárrétt hjá þér. Við áttum ekki breik í þá og við vorum ekki góðir. Þeir hinsvegar voru hrikalega öflugir og létu okkur líta illa út. Þannig að við áttum mjög erfitt kvöld og það er erfitt að ljúka þessu móti svona. Við verðum að koma grimmari inn í þessa úrslitakeppni ef við ætlum að bjarga okkur frá falli.“ Rúnar Páll var þá spurður að því hvort hann hafi getað beðið sína menn um meira en þeir sýndu í kvöld. „Víkingur er bara þannig. Þrjú núll og tvö skot utan af velli og frábær mörk. Við ráðum ekki við það en við vorum með 10 menn fyrir aftan boltann. Matthias Præst missir boltann klaufalega þarna og okkur er refsað bara. Ég held að Víkingur hafi svo bara ekki fengið fleiri færi en þessi sex sem þeir nýttu. Við lágum hrikalega aftarlega í fyrri hálfleik og staðan var 3-0 í hálfleik. Við reyndum að fara ofar í seinni og pressa ofar og þeir skoruðu líka þrjú mörk á okkur þá. Það skipti ekki máli að vera í lágpressu eða hápressu. Við bara mættum ofjarli okkar. Víkingur er öflugt lið og við bara réðum ekki við þá.“ Rúnar Páll var svo beðinn um að gera upp þessa 22 leiki sem búnir eru og fór hann um víðan völl. „Það er erfitt að segja núna. Við erum bara búnir að eiga mjög erfitt sumar og það er bara staðreynd. Margt gengið á og við fengum ekki þær styrkingar sem við vildum fá. Hvorki fyrir mót né í glugganum um mitt sumar. Þannig séð er þetta ekki nógu gott. Við erum búnir að fá á okkur fáránlega mikið af mörkum sem boðar ekki gott. Þannig að 17 stig eftir 22 leiki er ekki góður árangur og það er staðreynd.“ „Við eigum samt möguleika á að bjarga okkur. Við erum nálægt hinum liðunum fyrir ofan okkur og við þurfum bara að gleyma þessu. Við stóðum okkur ekki vel í þessu móti en við getum staðið okkur vel í þessum fimm leikjum sem eftir eru og við ætlum okkur það. Fylkir ætlar sér það. Við erum staðráðnir í að halda okkur í þessari deild. Besta deild karla Fylkir Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Fleiri fréttir Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
„Það er bara hárrétt hjá þér. Við áttum ekki breik í þá og við vorum ekki góðir. Þeir hinsvegar voru hrikalega öflugir og létu okkur líta illa út. Þannig að við áttum mjög erfitt kvöld og það er erfitt að ljúka þessu móti svona. Við verðum að koma grimmari inn í þessa úrslitakeppni ef við ætlum að bjarga okkur frá falli.“ Rúnar Páll var þá spurður að því hvort hann hafi getað beðið sína menn um meira en þeir sýndu í kvöld. „Víkingur er bara þannig. Þrjú núll og tvö skot utan af velli og frábær mörk. Við ráðum ekki við það en við vorum með 10 menn fyrir aftan boltann. Matthias Præst missir boltann klaufalega þarna og okkur er refsað bara. Ég held að Víkingur hafi svo bara ekki fengið fleiri færi en þessi sex sem þeir nýttu. Við lágum hrikalega aftarlega í fyrri hálfleik og staðan var 3-0 í hálfleik. Við reyndum að fara ofar í seinni og pressa ofar og þeir skoruðu líka þrjú mörk á okkur þá. Það skipti ekki máli að vera í lágpressu eða hápressu. Við bara mættum ofjarli okkar. Víkingur er öflugt lið og við bara réðum ekki við þá.“ Rúnar Páll var svo beðinn um að gera upp þessa 22 leiki sem búnir eru og fór hann um víðan völl. „Það er erfitt að segja núna. Við erum bara búnir að eiga mjög erfitt sumar og það er bara staðreynd. Margt gengið á og við fengum ekki þær styrkingar sem við vildum fá. Hvorki fyrir mót né í glugganum um mitt sumar. Þannig séð er þetta ekki nógu gott. Við erum búnir að fá á okkur fáránlega mikið af mörkum sem boðar ekki gott. Þannig að 17 stig eftir 22 leiki er ekki góður árangur og það er staðreynd.“ „Við eigum samt möguleika á að bjarga okkur. Við erum nálægt hinum liðunum fyrir ofan okkur og við þurfum bara að gleyma þessu. Við stóðum okkur ekki vel í þessu móti en við getum staðið okkur vel í þessum fimm leikjum sem eftir eru og við ætlum okkur það. Fylkir ætlar sér það. Við erum staðráðnir í að halda okkur í þessari deild.
Besta deild karla Fylkir Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Fleiri fréttir Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira