Blöskrar markaðssetning á réttum: „Þetta eru eins og jólin fyrir okkur“ Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 08:46 Að rétta getur verið góð skemmtun. Pálína vill þó ekki opna þær fyrir erlendum ferðamönnum. Bóndi lýsir yfir megnri óánægju sinni með markaðsetningu Icelandair á réttum gagnvart ferðamönnum. Réttir séu mikilvægur dagur fyrir alla bændur og því bagalegt ef ekki verður þverfótað fyrir ferðamönnum í almenningnum. Þá sé ekki síst mikilvægt að féð sé meðhöndlað af vönu fólki. Á dögunum setti flugfélagið Icelandair færslu á Facebook þar sem fjallað er um réttir, árlegan viðburð í sveitum landsins þar sem fé er dregið í dilka eftir smölun af fjalli. Þar segir að réttir séu skemmtilegur nasaþefur af íslensku sveitasældinni. Séu ferðamenn á landinu í september sé hægt að taka þátt í stuðinu allan hringinn um landið. Auglýsingin hefur vakið undrun þónokkurra og þeirra á meðal er Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi á Eystra Geldingaholti. Pálína starfar einnig sem aðstoðarmaður Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. „Réttirnar eru mikilvægur dagur fyrir alla bændur, bæði vegna þess að við erum að fá kindurnar okkar af fjalli og þurfum að sinna þeim og líka vegna þess að þetta er félagslega mjög stór dagur í hverri sveit. Þetta heldur tengslum við fólkið okkar, fólk sem var að koma í sveit til langömmu og langafa kemur enn þá í réttir. Hjálpar okkur og er að gera gagn,“ segir hún í samtali við Vísi. Nóg af fólki í réttum fyrir Pálína segir að nægilega margir leggi þegar leið sína í sveitir landsins til þess að leggja hönd á plóg í réttum. Engin þörf sé á að ferðamenn séu hvattir til að mæta til þess eins að þvælast fyrir. Réttir í heimsfaraldrinum hafi til að mynda verið yndislegar, þótt leiðinlegt hafi verið að geta ekki boðið öllum sem erindi áttu að taka þátt. Hér er Pálína í réttum ásamt Maríu Kristínu konu sinni og dóttur þeirra, Eddu Maríu. „Maður fékk að rétta í friði einhvern veginn. Núna kemst maður ekkert um almenninginn fyrir einhverjum bystanders, sem eru bara að skoða. Maður er að rekast í fólk endalaust þegar maður er að reyna að draga kindurnar sínar og kemst ekkert með þær.“ Sýnir frá réttum en biður fólk um að koma ekki Pálína heldur úti vinsælli Instagramsíðu þar sem hún sýnir frá lífinu á sveitabænum og segir að hún fái reglulega fyrirspurnir frá erlendum ferðamönnum um réttir og hvort ekki megi taka þátt. Hún biðji fólk ávallt um að mæta ekki óboðið í rétt. „Það er fullt af hlutum sem maður deilir á samfélagsmiðlum án þess að bjóða fólki í þá. Flestir deila lífinu sínu á Instagram en það þýðir ekki að við viljum fá túrista inn í stofu. Við megum alveg deila svona myndum án þess að hleypa öllum að. Fólk eigi ekki bókstaflega að draga kindurnar Þá segir Pálína dýravelferðarhluta málsins ekki vera síður mikilvægan. „Ég vil ekki að fólk sem kann ekki að meðhöndla kindur sé að meðhöndla mínar kindur af því að mínar kindur eru vanar því að það sé farið vel að þeim. Þær séu ekki dregnar í dilkinn heldur bara stýrt.“ Hún hafi til að mynda komið að manni reyna að draga kind í hennar eigu sem hafði lagst niður í almenningnum. „Þú átt ekki að draga hana eftir almenningnum, þú verður bara að leyfa henni að standa upp og hjálpa henni.“ Það er mikilvægt að fara varlega með kindurnar í réttum. Stærri hópar haldi sig frá Í umfjöllun um réttir á vef Icelandair segir að fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja bjóði upp á dagsferðir í réttir víða í sveitum landsins. Pálína segir það gott og vel vilji bóndi bjóða einum og einum ferðamanni upp á að upplifa réttir, að því gefnu að passað sé upp á hann og honum kennd handtökin. „En ef eitthvað risafyrirtæki er að bjóða upp á einhverjar sightseeing-ferðir þá má bara loka hliðinu og ekki hleypa þeim inn.“ Þurfi endilega að hleypa erlendum ferðamönnum að réttum þurfi að setja upp áhorfendapalla. „Þetta eru eins og jólin fyrir okkur, ég efast um að fólk myndi vilja hafa einhverjar túristaferðir inni í stofu hjá sér á aðfangadagskvöld,“ segir Pálína að lokum. Landbúnaður Icelandair Ferðamennska á Íslandi Réttir Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Sauðfé Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Á dögunum setti flugfélagið Icelandair færslu á Facebook þar sem fjallað er um réttir, árlegan viðburð í sveitum landsins þar sem fé er dregið í dilka eftir smölun af fjalli. Þar segir að réttir séu skemmtilegur nasaþefur af íslensku sveitasældinni. Séu ferðamenn á landinu í september sé hægt að taka þátt í stuðinu allan hringinn um landið. Auglýsingin hefur vakið undrun þónokkurra og þeirra á meðal er Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sauðfjárbóndi á Eystra Geldingaholti. Pálína starfar einnig sem aðstoðarmaður Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. „Réttirnar eru mikilvægur dagur fyrir alla bændur, bæði vegna þess að við erum að fá kindurnar okkar af fjalli og þurfum að sinna þeim og líka vegna þess að þetta er félagslega mjög stór dagur í hverri sveit. Þetta heldur tengslum við fólkið okkar, fólk sem var að koma í sveit til langömmu og langafa kemur enn þá í réttir. Hjálpar okkur og er að gera gagn,“ segir hún í samtali við Vísi. Nóg af fólki í réttum fyrir Pálína segir að nægilega margir leggi þegar leið sína í sveitir landsins til þess að leggja hönd á plóg í réttum. Engin þörf sé á að ferðamenn séu hvattir til að mæta til þess eins að þvælast fyrir. Réttir í heimsfaraldrinum hafi til að mynda verið yndislegar, þótt leiðinlegt hafi verið að geta ekki boðið öllum sem erindi áttu að taka þátt. Hér er Pálína í réttum ásamt Maríu Kristínu konu sinni og dóttur þeirra, Eddu Maríu. „Maður fékk að rétta í friði einhvern veginn. Núna kemst maður ekkert um almenninginn fyrir einhverjum bystanders, sem eru bara að skoða. Maður er að rekast í fólk endalaust þegar maður er að reyna að draga kindurnar sínar og kemst ekkert með þær.“ Sýnir frá réttum en biður fólk um að koma ekki Pálína heldur úti vinsælli Instagramsíðu þar sem hún sýnir frá lífinu á sveitabænum og segir að hún fái reglulega fyrirspurnir frá erlendum ferðamönnum um réttir og hvort ekki megi taka þátt. Hún biðji fólk ávallt um að mæta ekki óboðið í rétt. „Það er fullt af hlutum sem maður deilir á samfélagsmiðlum án þess að bjóða fólki í þá. Flestir deila lífinu sínu á Instagram en það þýðir ekki að við viljum fá túrista inn í stofu. Við megum alveg deila svona myndum án þess að hleypa öllum að. Fólk eigi ekki bókstaflega að draga kindurnar Þá segir Pálína dýravelferðarhluta málsins ekki vera síður mikilvægan. „Ég vil ekki að fólk sem kann ekki að meðhöndla kindur sé að meðhöndla mínar kindur af því að mínar kindur eru vanar því að það sé farið vel að þeim. Þær séu ekki dregnar í dilkinn heldur bara stýrt.“ Hún hafi til að mynda komið að manni reyna að draga kind í hennar eigu sem hafði lagst niður í almenningnum. „Þú átt ekki að draga hana eftir almenningnum, þú verður bara að leyfa henni að standa upp og hjálpa henni.“ Það er mikilvægt að fara varlega með kindurnar í réttum. Stærri hópar haldi sig frá Í umfjöllun um réttir á vef Icelandair segir að fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja bjóði upp á dagsferðir í réttir víða í sveitum landsins. Pálína segir það gott og vel vilji bóndi bjóða einum og einum ferðamanni upp á að upplifa réttir, að því gefnu að passað sé upp á hann og honum kennd handtökin. „En ef eitthvað risafyrirtæki er að bjóða upp á einhverjar sightseeing-ferðir þá má bara loka hliðinu og ekki hleypa þeim inn.“ Þurfi endilega að hleypa erlendum ferðamönnum að réttum þurfi að setja upp áhorfendapalla. „Þetta eru eins og jólin fyrir okkur, ég efast um að fólk myndi vilja hafa einhverjar túristaferðir inni í stofu hjá sér á aðfangadagskvöld,“ segir Pálína að lokum.
Landbúnaður Icelandair Ferðamennska á Íslandi Réttir Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Sauðfé Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent