Lífið

Fagurt ein­býli í hjarta Vestur­bæjar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1941 eftir hönnun Þóris G. Baldvinssonar en var stækkað árið 1961 eftir teikningu Kjartans Sveinssonar.
Húsið var byggt árið 1941 eftir hönnun Þóris G. Baldvinssonar en var stækkað árið 1961 eftir teikningu Kjartans Sveinssonar.

Við Ásvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur er að finna glæsilegt 320 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 1941 eftir hönnun Þóris G. Baldvinssonar en var stækkað árið 1961 eftir teikningu Kjartans Sveinssonar.

Húsið hefur verið töluvert endurnýjað með tilliti til upprunalegs stíls þess, en jafnframt bætt við nútímalegum þægindum. 

Dökkur viður, ljósir tónar og björt rými eru í aðalhlutverki á þessu fallega heimili sem er staðsett á vinsælum stað í Vesturbænum.

Stofa, borðstofa og eldhús er samliggjandi í rúmgóðu rými með góðum gluggum. Þaðan er útgengt á svalir og skjólsælan garð í suður.

Eldhúsið er búið hvítri sérsmíðaðri innréttingu með góðu skápa- og vinnuplássi og viðarplötu á borðum.

Í húsinu eru sjö svefnherbergi og þrjú baðherbergi, þar af aukaíbúð á neðstu hæðinni.

Ásett verð eignarinnar er 255 milljónir. Nánar á fasteignavef Vísis






Fleiri fréttir

Sjá meira


×