Fótbolti

Roma rekur De Rossi eftir að­eins fjóra leiki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Forráðamenn Roma sýndu Daniele De Rossi ekki mikla þolinmæði.
Forráðamenn Roma sýndu Daniele De Rossi ekki mikla þolinmæði. getty/Andrea Amato

Daniele De Rossi hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri Roma þrátt fyrir að liðið hafi aðeins leikið fjóra deildarleiki á tímabilinu.

Roma er enn án sigurs í ítölsku úrvalsdeildinni og er með þrjú stig í 16. sæti hennar.

Þrátt fyrir að tímabilið sé ungt ákváðu forráðamenn Roma að taka í gikkinn og segja De Rossi upp störfum.

De Rossi tók við Roma af José Mourinho um miðjan janúar og undir hans stjórn endaði liðið í 6. sæti ítölsku deildarinnar. De Rossi fékk svo nýjan samning í sumar en skjótt skipast veður í lofti og hann er nú atvinnulaus.

De Rossi lék með Roma nær allan sinn feril, alls 616 leiki. Hann varð tvisvar sinnum bikarmeistari með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×