Lífið

Mætt aftur til vinnu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Katrín ásamt eiginmanni sínum Vilhjálmi í einum af þeirra opinberu heimsóknum.
Katrín ásamt eiginmanni sínum Vilhjálmi í einum af þeirra opinberu heimsóknum. EPA-EFE/ANDREW MATTHEWS / POOL

Katrín Middleton prinsessan af Wales er mætt aftur til vinnu. Katrín birti nýverið tilkynningu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist hafa lokið krabbameinsmeðferð.

Í umfjöllun People kemur fram að Katrín hafi hitt stjórnarmeðlimi í góðgerðarsjóð sínum sem sérstaklega er ætlað að styðja börn. Prinsessan hefur verið í veikindaleyfi frá því í upphafi ársins en hún greindi frá því í mars að hún væri með krabbamein.

Fram að þeim tíma hafði þrálátur orðrómur farið á kreik um að ekki væri allt með felldu. Vakti það sérstaka athygli hve langur tími hafði liðið síðan prinsessan hafði sést opinberlega.

Í umfjöllun miðilsins kemur fram að prinsessan muni að mestu taka því rólega þrátt fyrir að vera snúin aftur til vinnu. Hún muni taka þátt í minningarathöfn vegna fallinna hermanna þann 10. nóvember næstkomandi. Utan þess sé hún ekki bókuð á neinn opinberan viðburð.


Tengdar fréttir

Katrín prinsessa greindist með krabbamein

Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar.

Vill komast aftur í vinnuna

Karl Bretakonungur er orðinn þreyttur á krabbameinsmeðferðinni og þrýstir nú á lækna sína og starfsfólk sitt um að fá grænt ljós til þess að mæta aftur í vinnu. Þetta segir frændi hans Peter Phillips í sjaldgæfu viðtali við ástralska miðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×