Markafjöldi Haalands kemur Guardiola á óvart Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2024 13:32 Guardiola og Haaland fara yfir málin. James Gill - Danehouse/Getty Images Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir fjölda marka Norðmannsins Erling Haaland koma sér á óvart. Haaland hefur raðað inn mörkum á ferli sínum en náð nýjum hæðum í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Guardiola sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðsins við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þar var hann spurður hvort markafjöldi Norðmannsins kæmi sér á óvart. Haaland hefur skorað níu mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins fyrir Manchester City, en alls hefur hann skorað 99 mörk í 103 leikjum fyrir félagið frá árinu 2022. „Já, þetta hefur aðeins komið á óvart. Veistu af hverju?“ spyr Guardiola blaðamanninn sem bar spurninguna upp. "I scored 11 goals in 11 years, he scored nine goals in four games" 😆Even Pep Guardiola is surprised by how many goals Erling Haaland has scored for Man City this season 😮 pic.twitter.com/3onbLfYuF2— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 17, 2024 „Ég spilaði í ellefu ár sem atvinnumaður. Ég var atvinnumaður í gamla daga, vissiru það?“ segir hann léttur. „Ég skoraði ellefu mörk [á öllum ellefu árunum]. En þessi gæji, í fjórum leikjum skorar hann níu. Einn leikur til og hann jafnar fjölda minna marka. Eins og þú getur ímyndað þér, þá koma þessar tölur á óvart,“ bætir Guardiola við. Manchester City og Inter Milan mætast í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á Stöð 2 Sport 2 verður Meistaradeildarmessan á sínum stað klukkan 19:00 þar sem Gummi Ben fer yfir alla leiki og öll mörk úr leikjunum eftir því sem þau eru skoruð. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira
Guardiola sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðsins við Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þar var hann spurður hvort markafjöldi Norðmannsins kæmi sér á óvart. Haaland hefur skorað níu mörk í fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins fyrir Manchester City, en alls hefur hann skorað 99 mörk í 103 leikjum fyrir félagið frá árinu 2022. „Já, þetta hefur aðeins komið á óvart. Veistu af hverju?“ spyr Guardiola blaðamanninn sem bar spurninguna upp. "I scored 11 goals in 11 years, he scored nine goals in four games" 😆Even Pep Guardiola is surprised by how many goals Erling Haaland has scored for Man City this season 😮 pic.twitter.com/3onbLfYuF2— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 17, 2024 „Ég spilaði í ellefu ár sem atvinnumaður. Ég var atvinnumaður í gamla daga, vissiru það?“ segir hann léttur. „Ég skoraði ellefu mörk [á öllum ellefu árunum]. En þessi gæji, í fjórum leikjum skorar hann níu. Einn leikur til og hann jafnar fjölda minna marka. Eins og þú getur ímyndað þér, þá koma þessar tölur á óvart,“ bætir Guardiola við. Manchester City og Inter Milan mætast í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Á Stöð 2 Sport 2 verður Meistaradeildarmessan á sínum stað klukkan 19:00 þar sem Gummi Ben fer yfir alla leiki og öll mörk úr leikjunum eftir því sem þau eru skoruð.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira