Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 13:37 Kórinn söng fyrir nokkra starfsmenn ráðuneytisins. Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. Í fréttatilkynningu frá kórnum segir að í yfirlýsingu kórsins hafi meðal annars komið fram að í dag séu 19 af 36 sjúkrahúsum á Gaza óstarfhæf með öllu og aðeins fjögur haldi úti fullri starfsemi. Fólk með krabbamein og sykursýki fái ekki viðeigandi meðferð og nýrnaveikir komist ekki í blóðskilun. Barnshafandi konur þurfi að fæða við óviðunandi aðstæður og ísraelsk yfirvöld hefti innflutning á nauðsynlegum heilbrigðisvörum, til dæmis verkja- og sýklalyfjum. Páll Óskar er einn meðlima kórsins. Fórnarlömb sprengjuárása fái því ekki viðeigandi meðferð, aflimanir án deyfinga hafi stóraukist og daglega missi fleiri en tíu börn útlim vegna þess að ekki er hægt að gera að sárum þeirra á viðeigandi hátt. Létu vita en enginn ráðherra sjáanlegur Þá segir að kórinn hafi tilkynningu til heilbrigðisráðherra, aðstoðarmanna hans og á ráðuneytið í gær og boðið ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins á að hlusta á söng og yfirlýsingu. Biðlað var hafi verið til heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að ríkisstjórn Íslands myndi nota öll tiltæk ráð til að stöðva þjóðarmorð Ísraels á Palestínu. Willum Þór Willumsson heilbrigðisráðherra hafi ekki komið út að hlusta á sönginn, en kórmeðlimir hafi tekið eftir því að öryggisverðir birtust í móttöku ráðuneytisins stuttu eftir að söngurinn hófst. Bjarkey tók vel á móti kórnum Vikuna á undan hefði samráðherra Willums, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, tekið höfðinglega á móti kórnum, ásamt starfsfólki matvælaráðuneytisins. Þónokkrir ráðuneytisstarfsmenn hefðu þó hlustað á sönginn í gegnum opna glugga og þakkað fyrir sig með lófataki. Að lokum hafi nokkrir ráðuneytisstarfsmenn komið út og yfirlýsingin og söngurinn hafi verið endurtekin fyrir þá. Yfirlýsingin var endurtekin eftir að nokkrir starfsmenn ráðuneytisins komu út. Starfsmenn hafi tekið á móti yfirlýsingunni og lofað að koma henni til skila. Frá því að þjóðarmorð Ísraela á Palestínu hófst fyrir 11 mánuðum hefur Ísrael gert árásir á öll sjúkrahús á Gaza. Herinn hefur gjöreyðilagt heilbrigðiskerfi Gaza með nákvæmum og linnulausum árásum í kjölfar skipulagðra árása á nærliggjandi svæði með sprengjum, skotárásum, herkví og hernámi. Í dag eru 19 af 36 sjúkrahúsum á Gaza óstarfhæf með öllu og aðeins fjögur halda fullri starfsemi. Fólk með krabbamein og sykursýki fær ekki viðeigandi meðferð og nýrnaveikir komast ekki í blóðskilun. Barnshafandi konur þurfa að fæða við óviðunandi aðstæður og ísraelsk yfirvöld hefta innflutning á nauðsynlegum heilbrigðisvörum, til dæmis verkja- og sýklalyfjum. Fórnarlömb sprengjuárása fá því ekki viðeigandi meðferð, aflimanir án deyfinga hafa stóraukist og daglega missa fleiri en tíu börn útlim vegna þess að ekki er hægt að gera að sárum þeirra á viðeigandi hátt. Vegna skorts á heilbrigðisþjónustu og hreinu vatni blossa nú upp auðlæknanlegir sjúkdómar á borð við gulu, lifrarbólgu, magapestir og húðsjúkdóma, og áður útrýmdir sjúkdómar hafa snúið aftur, til dæmis lömunarveiki. Giora Eiland, ísraelskur hershöfðingi, opinberaði stefnu Ísraels með eftirfarandi orðum: “Alvarlegar farsóttir á Gazaströndinni munu færa okkur nær sigri.”. Árásir Ísraels á heilbrigðiskerfið í Palestínu eru gerðar undir því yfirskini að palestínskar skæruliðasveitir noti þessa innviði sem bækistöðvar. Þessar ásakanir hafa hvergi verið sannaðar en hins vegar hefur Ísraelsher ítrekað umbreytt palestínskum sjúkrahúsum í hernaðarvirki, sem er gróft brot á alþjóðalögum. Ísraelsher hefur myrt að minnsta kosti 885 heilbrigðisstarfsmenn á Gaza. Fjölmörg dæmi eru um að sjúkrabílar sem mæta til að hlúa að særðu fólki séu sprengdir í loftárásum hersins þegar þeir koma á áfangastað en einnig hefur herinn ítrekað rænt læknum og pyntað þá og myrt í fangabúðum sínum. Starfsmenn heilbrigðisráðuneytis Gaza, sem sjá um að skrásetja fjölda myrtra, hafa einnig verið skotmörk hersins en markmið þeirra árása er að gera Palestínumönnum ómögulegt að ákvarða fjölda þeirra sem myrtur er af Ísraelsher. Því þarf að gera ráð fyrir að opinberar tölur um mannfall séu verulega vanmetnar. Í mars á þessu ári var stærsta sjúkrahúsið á Gaza, Al Shifa, lagt í rúst eftir umsátur Ísraelshers sem stóð í tvær vikur. Eftir að herinn yfirgaf spítalann fundust hundruð líka í fjöldagröfum umhverfis spítalann, þar á meðal börn sem höfðu verið tekin af lífi með bundnar hendur. Fleiri fjöldagrafir fundust í kringum Nasser-sjúkrahúsið, þar sem 400 lík voru grafin í pyttum og báru merki um aftökur og pyntingar. Kerfisbundnar og meðvitaðar árásir á sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir eru gróft brot á Genfarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum lögum og ber hverju einasta ríki skylda til þess að stöðva þær með öllum tiltækum ráðum. Með árásum sínum á heilbrigðiskerfið á Gaza hefur Ísrael gert venjulegt líf á Gaza ómögulegt og opinberað markmið sitt að þurrka út byggð Palestínumanna á svæðinu. Þrautseigja Palestínumanna er hins vegar óþrjótandi og hafa Palestínumenn nú þegar hafið endurbyggingu á sjúkrahúsum sem Ísraelsher hefur lagt í rúst. Á meðan að Palestínumenn gefast ekki upp, þá gerum við það ekki heldur. Í dag tileinkum við söng okkar Yazan Tamimi, 11 ára langveika stráknum sem enn stendur til að vísa úr landi þrátt fyrir að brottvísunin brjóti Barnasáttmálann sem er löggiltur á Íslandi. Þrátt fyrir að Duchenne samtökin, Réttur barna á flótta, Tabú, Barnaheill, Einstök börn, og landssamtökin Þroskahjálp hafi fordæmt brottvísunina. Þrátt fyrir að búið sé að leggja heilbrigðiskerfi Palestínu í rúst. Ísland hefur viðurkennt rétt palestínsku þjóðarinnar til að stofna eigið ríki og rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til heimkynna sinna. Ísland hefur líka undirritað Sáttmálann gegn þjóðarmorði. Samkvæmt alþjóðalögum er það skylda ríkisstjórnarinnar að beita sér gegn stríðsglæpum Ísraels. Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar bera skyldur til Palestínsku þjóðarinnar og því skorum við á Willum Þór Þórsson, sem heilbrigðisráðherra að ríkisstjórn Íslands framfylgi eftirfarandi kröfum: 1. Að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði 2. Að slíta stjórnmálasamstarfi Íslands við Ísrael 3. Að hefja samnorrænt ákall um viðskiptaþvinganir Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu. Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá kórnum segir að í yfirlýsingu kórsins hafi meðal annars komið fram að í dag séu 19 af 36 sjúkrahúsum á Gaza óstarfhæf með öllu og aðeins fjögur haldi úti fullri starfsemi. Fólk með krabbamein og sykursýki fái ekki viðeigandi meðferð og nýrnaveikir komist ekki í blóðskilun. Barnshafandi konur þurfi að fæða við óviðunandi aðstæður og ísraelsk yfirvöld hefti innflutning á nauðsynlegum heilbrigðisvörum, til dæmis verkja- og sýklalyfjum. Páll Óskar er einn meðlima kórsins. Fórnarlömb sprengjuárása fái því ekki viðeigandi meðferð, aflimanir án deyfinga hafi stóraukist og daglega missi fleiri en tíu börn útlim vegna þess að ekki er hægt að gera að sárum þeirra á viðeigandi hátt. Létu vita en enginn ráðherra sjáanlegur Þá segir að kórinn hafi tilkynningu til heilbrigðisráðherra, aðstoðarmanna hans og á ráðuneytið í gær og boðið ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins á að hlusta á söng og yfirlýsingu. Biðlað var hafi verið til heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að ríkisstjórn Íslands myndi nota öll tiltæk ráð til að stöðva þjóðarmorð Ísraels á Palestínu. Willum Þór Willumsson heilbrigðisráðherra hafi ekki komið út að hlusta á sönginn, en kórmeðlimir hafi tekið eftir því að öryggisverðir birtust í móttöku ráðuneytisins stuttu eftir að söngurinn hófst. Bjarkey tók vel á móti kórnum Vikuna á undan hefði samráðherra Willums, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, tekið höfðinglega á móti kórnum, ásamt starfsfólki matvælaráðuneytisins. Þónokkrir ráðuneytisstarfsmenn hefðu þó hlustað á sönginn í gegnum opna glugga og þakkað fyrir sig með lófataki. Að lokum hafi nokkrir ráðuneytisstarfsmenn komið út og yfirlýsingin og söngurinn hafi verið endurtekin fyrir þá. Yfirlýsingin var endurtekin eftir að nokkrir starfsmenn ráðuneytisins komu út. Starfsmenn hafi tekið á móti yfirlýsingunni og lofað að koma henni til skila. Frá því að þjóðarmorð Ísraela á Palestínu hófst fyrir 11 mánuðum hefur Ísrael gert árásir á öll sjúkrahús á Gaza. Herinn hefur gjöreyðilagt heilbrigðiskerfi Gaza með nákvæmum og linnulausum árásum í kjölfar skipulagðra árása á nærliggjandi svæði með sprengjum, skotárásum, herkví og hernámi. Í dag eru 19 af 36 sjúkrahúsum á Gaza óstarfhæf með öllu og aðeins fjögur halda fullri starfsemi. Fólk með krabbamein og sykursýki fær ekki viðeigandi meðferð og nýrnaveikir komast ekki í blóðskilun. Barnshafandi konur þurfa að fæða við óviðunandi aðstæður og ísraelsk yfirvöld hefta innflutning á nauðsynlegum heilbrigðisvörum, til dæmis verkja- og sýklalyfjum. Fórnarlömb sprengjuárása fá því ekki viðeigandi meðferð, aflimanir án deyfinga hafa stóraukist og daglega missa fleiri en tíu börn útlim vegna þess að ekki er hægt að gera að sárum þeirra á viðeigandi hátt. Vegna skorts á heilbrigðisþjónustu og hreinu vatni blossa nú upp auðlæknanlegir sjúkdómar á borð við gulu, lifrarbólgu, magapestir og húðsjúkdóma, og áður útrýmdir sjúkdómar hafa snúið aftur, til dæmis lömunarveiki. Giora Eiland, ísraelskur hershöfðingi, opinberaði stefnu Ísraels með eftirfarandi orðum: “Alvarlegar farsóttir á Gazaströndinni munu færa okkur nær sigri.”. Árásir Ísraels á heilbrigðiskerfið í Palestínu eru gerðar undir því yfirskini að palestínskar skæruliðasveitir noti þessa innviði sem bækistöðvar. Þessar ásakanir hafa hvergi verið sannaðar en hins vegar hefur Ísraelsher ítrekað umbreytt palestínskum sjúkrahúsum í hernaðarvirki, sem er gróft brot á alþjóðalögum. Ísraelsher hefur myrt að minnsta kosti 885 heilbrigðisstarfsmenn á Gaza. Fjölmörg dæmi eru um að sjúkrabílar sem mæta til að hlúa að særðu fólki séu sprengdir í loftárásum hersins þegar þeir koma á áfangastað en einnig hefur herinn ítrekað rænt læknum og pyntað þá og myrt í fangabúðum sínum. Starfsmenn heilbrigðisráðuneytis Gaza, sem sjá um að skrásetja fjölda myrtra, hafa einnig verið skotmörk hersins en markmið þeirra árása er að gera Palestínumönnum ómögulegt að ákvarða fjölda þeirra sem myrtur er af Ísraelsher. Því þarf að gera ráð fyrir að opinberar tölur um mannfall séu verulega vanmetnar. Í mars á þessu ári var stærsta sjúkrahúsið á Gaza, Al Shifa, lagt í rúst eftir umsátur Ísraelshers sem stóð í tvær vikur. Eftir að herinn yfirgaf spítalann fundust hundruð líka í fjöldagröfum umhverfis spítalann, þar á meðal börn sem höfðu verið tekin af lífi með bundnar hendur. Fleiri fjöldagrafir fundust í kringum Nasser-sjúkrahúsið, þar sem 400 lík voru grafin í pyttum og báru merki um aftökur og pyntingar. Kerfisbundnar og meðvitaðar árásir á sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir eru gróft brot á Genfarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum lögum og ber hverju einasta ríki skylda til þess að stöðva þær með öllum tiltækum ráðum. Með árásum sínum á heilbrigðiskerfið á Gaza hefur Ísrael gert venjulegt líf á Gaza ómögulegt og opinberað markmið sitt að þurrka út byggð Palestínumanna á svæðinu. Þrautseigja Palestínumanna er hins vegar óþrjótandi og hafa Palestínumenn nú þegar hafið endurbyggingu á sjúkrahúsum sem Ísraelsher hefur lagt í rúst. Á meðan að Palestínumenn gefast ekki upp, þá gerum við það ekki heldur. Í dag tileinkum við söng okkar Yazan Tamimi, 11 ára langveika stráknum sem enn stendur til að vísa úr landi þrátt fyrir að brottvísunin brjóti Barnasáttmálann sem er löggiltur á Íslandi. Þrátt fyrir að Duchenne samtökin, Réttur barna á flótta, Tabú, Barnaheill, Einstök börn, og landssamtökin Þroskahjálp hafi fordæmt brottvísunina. Þrátt fyrir að búið sé að leggja heilbrigðiskerfi Palestínu í rúst. Ísland hefur viðurkennt rétt palestínsku þjóðarinnar til að stofna eigið ríki og rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til heimkynna sinna. Ísland hefur líka undirritað Sáttmálann gegn þjóðarmorði. Samkvæmt alþjóðalögum er það skylda ríkisstjórnarinnar að beita sér gegn stríðsglæpum Ísraels. Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar bera skyldur til Palestínsku þjóðarinnar og því skorum við á Willum Þór Þórsson, sem heilbrigðisráðherra að ríkisstjórn Íslands framfylgi eftirfarandi kröfum: 1. Að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði 2. Að slíta stjórnmálasamstarfi Íslands við Ísrael 3. Að hefja samnorrænt ákall um viðskiptaþvinganir Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu.
Frá því að þjóðarmorð Ísraela á Palestínu hófst fyrir 11 mánuðum hefur Ísrael gert árásir á öll sjúkrahús á Gaza. Herinn hefur gjöreyðilagt heilbrigðiskerfi Gaza með nákvæmum og linnulausum árásum í kjölfar skipulagðra árása á nærliggjandi svæði með sprengjum, skotárásum, herkví og hernámi. Í dag eru 19 af 36 sjúkrahúsum á Gaza óstarfhæf með öllu og aðeins fjögur halda fullri starfsemi. Fólk með krabbamein og sykursýki fær ekki viðeigandi meðferð og nýrnaveikir komast ekki í blóðskilun. Barnshafandi konur þurfa að fæða við óviðunandi aðstæður og ísraelsk yfirvöld hefta innflutning á nauðsynlegum heilbrigðisvörum, til dæmis verkja- og sýklalyfjum. Fórnarlömb sprengjuárása fá því ekki viðeigandi meðferð, aflimanir án deyfinga hafa stóraukist og daglega missa fleiri en tíu börn útlim vegna þess að ekki er hægt að gera að sárum þeirra á viðeigandi hátt. Vegna skorts á heilbrigðisþjónustu og hreinu vatni blossa nú upp auðlæknanlegir sjúkdómar á borð við gulu, lifrarbólgu, magapestir og húðsjúkdóma, og áður útrýmdir sjúkdómar hafa snúið aftur, til dæmis lömunarveiki. Giora Eiland, ísraelskur hershöfðingi, opinberaði stefnu Ísraels með eftirfarandi orðum: “Alvarlegar farsóttir á Gazaströndinni munu færa okkur nær sigri.”. Árásir Ísraels á heilbrigðiskerfið í Palestínu eru gerðar undir því yfirskini að palestínskar skæruliðasveitir noti þessa innviði sem bækistöðvar. Þessar ásakanir hafa hvergi verið sannaðar en hins vegar hefur Ísraelsher ítrekað umbreytt palestínskum sjúkrahúsum í hernaðarvirki, sem er gróft brot á alþjóðalögum. Ísraelsher hefur myrt að minnsta kosti 885 heilbrigðisstarfsmenn á Gaza. Fjölmörg dæmi eru um að sjúkrabílar sem mæta til að hlúa að særðu fólki séu sprengdir í loftárásum hersins þegar þeir koma á áfangastað en einnig hefur herinn ítrekað rænt læknum og pyntað þá og myrt í fangabúðum sínum. Starfsmenn heilbrigðisráðuneytis Gaza, sem sjá um að skrásetja fjölda myrtra, hafa einnig verið skotmörk hersins en markmið þeirra árása er að gera Palestínumönnum ómögulegt að ákvarða fjölda þeirra sem myrtur er af Ísraelsher. Því þarf að gera ráð fyrir að opinberar tölur um mannfall séu verulega vanmetnar. Í mars á þessu ári var stærsta sjúkrahúsið á Gaza, Al Shifa, lagt í rúst eftir umsátur Ísraelshers sem stóð í tvær vikur. Eftir að herinn yfirgaf spítalann fundust hundruð líka í fjöldagröfum umhverfis spítalann, þar á meðal börn sem höfðu verið tekin af lífi með bundnar hendur. Fleiri fjöldagrafir fundust í kringum Nasser-sjúkrahúsið, þar sem 400 lík voru grafin í pyttum og báru merki um aftökur og pyntingar. Kerfisbundnar og meðvitaðar árásir á sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólk og heilbrigðisstofnanir eru gróft brot á Genfarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum lögum og ber hverju einasta ríki skylda til þess að stöðva þær með öllum tiltækum ráðum. Með árásum sínum á heilbrigðiskerfið á Gaza hefur Ísrael gert venjulegt líf á Gaza ómögulegt og opinberað markmið sitt að þurrka út byggð Palestínumanna á svæðinu. Þrautseigja Palestínumanna er hins vegar óþrjótandi og hafa Palestínumenn nú þegar hafið endurbyggingu á sjúkrahúsum sem Ísraelsher hefur lagt í rúst. Á meðan að Palestínumenn gefast ekki upp, þá gerum við það ekki heldur. Í dag tileinkum við söng okkar Yazan Tamimi, 11 ára langveika stráknum sem enn stendur til að vísa úr landi þrátt fyrir að brottvísunin brjóti Barnasáttmálann sem er löggiltur á Íslandi. Þrátt fyrir að Duchenne samtökin, Réttur barna á flótta, Tabú, Barnaheill, Einstök börn, og landssamtökin Þroskahjálp hafi fordæmt brottvísunina. Þrátt fyrir að búið sé að leggja heilbrigðiskerfi Palestínu í rúst. Ísland hefur viðurkennt rétt palestínsku þjóðarinnar til að stofna eigið ríki og rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til heimkynna sinna. Ísland hefur líka undirritað Sáttmálann gegn þjóðarmorði. Samkvæmt alþjóðalögum er það skylda ríkisstjórnarinnar að beita sér gegn stríðsglæpum Ísraels. Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar bera skyldur til Palestínsku þjóðarinnar og því skorum við á Willum Þór Þórsson, sem heilbrigðisráðherra að ríkisstjórn Íslands framfylgi eftirfarandi kröfum: 1. Að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði 2. Að slíta stjórnmálasamstarfi Íslands við Ísrael 3. Að hefja samnorrænt ákall um viðskiptaþvinganir Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira