Lífið

Verslunarhjón selja glæsivillu í 108

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið vra byggt árið 1974 og einkennist af miklum munaði.
Húsið vra byggt árið 1974 og einkennist af miklum munaði.

Hjónin Ingibjörg Kristófersdóttir og Hákon Hákonarson, sem eiga tískuvöruverslanirnar Mathilda, Englabörn og Herragarðinn, hafa sett einbýlishús sitt við Byggðarenda á sölu.

Húsið var byggt árið 1974 og er 319 fermetra að stærð á tveimur hæðum.  Hjónin festu kaup á húsinu árið 2001 og hafa haldið eigninni vel og ráðist í ýmsar endurbætur síðastliðin ár.

Mikill glæsibragur er yfir eigninni sem hefur verið innréttuð á smekklegan og hlýlegan máta þar sem dökkur viður, formfögur húsgögn og listaverk eru í forgrunni.

Stofa, eldhús og borðstofa eru samliggjandi í góðu og björtu rými á efri hæð hússins. Í eldhúsinu má smá fallega súkkulaðibrúna viðarinnréttingu með góðu skápapláss og ljósum marmara á borðum. Eldhúsið var endurnýjað að fullu árið 2015 og er óhætt að segja að ekkert hafi verið til sparað.

Í húsinu eru sex svefnherbergi, tvö baðherbergi og eitt gestasalerni, sérinngangur er á neðri hæð hússins og því auðvelt að breyta húsinu í tvær stórar sérhæðir. Ásett verð er 229 milljónir. 

Nánar á fasteignavef Vísis. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×