Ómetanleg vinátta eftir lífsbjörg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2024 08:01 Ótthar S. Edvardsson, Bárður H. Tryggvason og Geir Leó Guðmundsson. Geir var nýbúinn í þjálfun í skyndihjálp hjá Icelandair þegar hann nýtti kunnáttuna og bjargaði lífi Bárðar sem fór í hjartastopp á Old boys fótboltaæfingu. Geir kom svo Ótthari til hjálpar þegar hann slasaðist illa stuttu síðar á æfingu. Félagar í Old boys hafa útnefnt Geir skyndihjálparmann ársins. Vísir/Sigurjón Maður sem er nýbúinn fá þjálfun í skyndihjálp bjargaði lífi félaga síns þegar hann fór í hjartastopp á Old boys fótboltaæfingu hjá Þrótti nú í ágúst. Stuttu síðar nýtti hann aftur þekkingu sína þegar annar leikamaður meiddist illa á æfingu. Félagar hans hafa ákveðið að tilnefna hann skyndihjálparmann ársins. Bárður H. Tryggvason var á Old boys fótboltaæfingu ásamt félögum sínum í Þrótti í Laugardal þegar hann fór skyndilega í hjartastopp og hné niður. „Aðdragandinn var í raun og veru enginn. Mig fór að svima þegar það eru tvær mínútur eftir af æfingunni og man ekki neitt fyrr en í sjúkrabílnum, segir Bárður. Geir Leó Guðmundsson flugþjónn og félagi hans í Old boys var nýbúinn í þjálfun í skyndihjálp hjá Icelandair og brást hárrétt við þegar Bárður hné niður. „Ég mæli lífsmörk og sé að hann er í hjartastoppi þannig að ég byrjaði strax að hnoða hann. Ég tek ákveðna stjórn eins og maður á í raun og veru að gera í svona aðstæðum og mér var kennt í þjálfuninni,“ segir Geir. Stuttu síðar fékk Geir til sín nýtt hjartastuðtæki sem félagar hans náðu í og er til staðar í Þróttaraheimilinu. Það er kært með félögum í Old boys Þróttar eins og sést hér þar sem Geir Leó Guðmundsson faðmar félaga sinn.Vísir/aðsend „Það kemur og ég tengi padsanna á hann og svo höldum við áfram að hnoða og blása. Þetta tæki er alveg frábært því það talar í raun við mann meðan á aðgerðum stendur þannig að maður er öruggur. Þá er þjálfunin í skyndihjálp hjá Icelandair alveg frábær og varð til þess að ég kunni handtökin,“ segir Geir. Hjartað er heilt vegna skjótra viðbragða Þeir segja að lögregla og sjúkrabílar hafi verið komnir á staðinn innan við tíu mínútum eftir að Bárður hné niður. En Geir hélt áfram að aðstoða við endurlífgun. „Svo kom Bárður til baka og þá þurfti ég að fá hann til að anda með mér, hann var ekkert alltof sáttur við það og brást reiður við sem er algengt við svona aðstæður,“ segir Geir og hlær. Bárður fór svo í velheppnaða aðgerð á Landspítalanum. Hann segir að læknar hafi sagt sér að hjartað sé ólaskað og skjót viðbrögð Geirs eigi stærstan þátt í því. Bárður H. Tryggvason segist nú eiga tvo afmælisdaga. Fæðingardaginn og 16.08 þegar honum var bjargað eftir hjartastopp.Vísir/Sigurjón Átti að vera í flugi Tilviljun réði því að Geir var á svæðinu þennan dag. „Þennan örlagaríka dag átti Geir að vera í flugi. Það er sérstakt því hann er svo maðurinn sem bjargar lífi mínu. Þarna gripu örlögin í taumana,“ segir Bárður hrærður. „Já ég var kallaður af vaktinni þennan dag og fór í staðinn á hádegisæfingu. Til allrar guðs lukku,“ segir Geir. Kom aftur til bjargar Kunnátta Geirs kom svo aftur að góðum notum fyrir nokkrum vikum þegar annar félagi í Þrótti slasaðist illa á fæti á Old Boys æfingu. „Ég meiddist illa á æfingu fyrir nokkrum vikum þegar óheppni á vellinum olli því að hnéð fór illa og leggurinn klofnaði. Mér var dröslað á hliðarlínuna og þá var Geir strax kominn með klaka til að kæla. Hann hljóp svo á harðaspretti og sótti bílinn sinn og keyrði mig í hendingskasti upp á slysadeild. Það er bara í honum að bregðast skjótt við,“ segir Ótthar S. Edvardsson. Old boys Þróttar er með um hundrað og fjörutíu iðkendur og er deildin sú stærsta sinnar tegundar hér á landi. Hróður Geirs hefur borist til þeirra flestra. „Það er nú komið þannig að menn krefjast þess að Geir sé á öllum æfingum. Hann er reyndar kallaður Björgunarsveitar Geir á æfingum og núna er gengið úr skugga um hvort hann sé ekki örugglega með. Þá höfum við tilnefnt Geir sem skyndihjálparmann ársins,“ segir Ótthar. Heimsækja vini sem detta út Þeir ákváðu eftir þessi atvik að stofna sérstaka sendinefnd innan hópsins sem fer og heimsækir þá félaga sem detta út af æfingum vegna ýmissa ástæðna. Bárður ásamt félögum sínum.Vísir/aðsend „Í kjölfar svona atvika þá ákváðum við að grípa menn líka þegar þeir detta út af æfingum. Við komum á fót sendinefnd sem fer til þeirra sem detta út til að viðhalda vinskapnum og tengslunum. Þetta er svo dýrmætur félagsskapur og við viljum halda mönnum áfram inni. Það vantar oft upp á tengsl í samfélaginu í dag og alltof margir eru einmana. Við viljum leggja okkar af mörkum,“ segir Ótthar. Þeir Ótthar og Geir komu færandi hendi til Bárðar með nýja treyju sérstaklega merktri honum. „Þetta náttúrulega gerðist og hann fékk nýtt nafn. Nýi Bári, með númerið 16.08 sem er dagurinn sem þetta gerðist og vísar í að hann kom til baka,“ segir Geir. Ótthar S. Edvardsson meiddist það illa að ósennilegt er að hann geti spilað aftur fótbolta. Hann vill hins vegar halda í dýrmæt tengsl í Old boys og ætlar að þjálfa liðið.Vísir/aðsend Hvergi nærri hættir Þeir félagar segja að svona lífsreynsla bindi menn saman fyrir lífstíð. „Ég mun halda tryggð og vinskap. Við verðum eilífir vinir það er alveg á hreinu. Þá langar mig að koma á framfæri hvatningu um að fólk læri skyndihjálp, það getur bjargað lífi. Loks er afar mikilvægt að íþróttafélög og fyrirtæki séu með hjartastuðtæki á áberandi stað,“ segir Bárður. Ég vil bara þakka rosalega vel fyrir mig og þakka lífgjöfina og er þakklátur fyrir lífið. Þrátt fyrir áföllin ætla þeir ekki að hætta í Old boys. Ótthar spilar líklega ekki aftur vegna meiðslanna en ætlar að þjálfa liðið, Bárður ætlar aftur í boltann. Þeir Geir Leó og Bárður segja að svona lífsreynsla bindi menn saman fyrir lífstíð.Vísir/Sigurjón „Þetta er svo gaman. Meðan við getum þetta og höfum gaman af þessu og virðum það að vera ekki í skriðtæklingum og vitleysu þá er þetta bara gaman,“ segir Bárður. Nýtt tæki þegar bjargað tveimur mannslífum Jón Hafsteinn Jóhannsson framkvæmdastjóri Þróttar segir að ákveðið hafi verið bæta nýju hjartastuðtæki í félagsheimili Þróttar í desember. Sú ákvörðun hafi þegar komið að björgun tveggja mannslífa. Í fyrra skiptið hafi það verið notað eftir að sjálfboðaliði fékk hjartaáfall rétt fyrir leik og svo aftur í sumar þegar Bárður hné niður eftir hjartastopp. Félagið hafi staðið fyrir vitundarvakningu um hvar tækið sé staðsett og hvernig eigi að nota það. Jón segir gríðarlegt öryggisatriði að hafa slíkan búnað og að fólk sé meðvitað um hvar það sé staðsett. Hann hvetur önnur íþróttafélög til slíkrar vitundarvakningar því eins og nú hafi komið í ljós í tvígang þá bjargi búnaðurinn mannslífum. Nýja hjartastuðtækið sem hefur á örfáum mánuðum þegar bjargað tveimur mannslífum hjá Þrótti.Vísir/Sigurjón Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Bárður H. Tryggvason var á Old boys fótboltaæfingu ásamt félögum sínum í Þrótti í Laugardal þegar hann fór skyndilega í hjartastopp og hné niður. „Aðdragandinn var í raun og veru enginn. Mig fór að svima þegar það eru tvær mínútur eftir af æfingunni og man ekki neitt fyrr en í sjúkrabílnum, segir Bárður. Geir Leó Guðmundsson flugþjónn og félagi hans í Old boys var nýbúinn í þjálfun í skyndihjálp hjá Icelandair og brást hárrétt við þegar Bárður hné niður. „Ég mæli lífsmörk og sé að hann er í hjartastoppi þannig að ég byrjaði strax að hnoða hann. Ég tek ákveðna stjórn eins og maður á í raun og veru að gera í svona aðstæðum og mér var kennt í þjálfuninni,“ segir Geir. Stuttu síðar fékk Geir til sín nýtt hjartastuðtæki sem félagar hans náðu í og er til staðar í Þróttaraheimilinu. Það er kært með félögum í Old boys Þróttar eins og sést hér þar sem Geir Leó Guðmundsson faðmar félaga sinn.Vísir/aðsend „Það kemur og ég tengi padsanna á hann og svo höldum við áfram að hnoða og blása. Þetta tæki er alveg frábært því það talar í raun við mann meðan á aðgerðum stendur þannig að maður er öruggur. Þá er þjálfunin í skyndihjálp hjá Icelandair alveg frábær og varð til þess að ég kunni handtökin,“ segir Geir. Hjartað er heilt vegna skjótra viðbragða Þeir segja að lögregla og sjúkrabílar hafi verið komnir á staðinn innan við tíu mínútum eftir að Bárður hné niður. En Geir hélt áfram að aðstoða við endurlífgun. „Svo kom Bárður til baka og þá þurfti ég að fá hann til að anda með mér, hann var ekkert alltof sáttur við það og brást reiður við sem er algengt við svona aðstæður,“ segir Geir og hlær. Bárður fór svo í velheppnaða aðgerð á Landspítalanum. Hann segir að læknar hafi sagt sér að hjartað sé ólaskað og skjót viðbrögð Geirs eigi stærstan þátt í því. Bárður H. Tryggvason segist nú eiga tvo afmælisdaga. Fæðingardaginn og 16.08 þegar honum var bjargað eftir hjartastopp.Vísir/Sigurjón Átti að vera í flugi Tilviljun réði því að Geir var á svæðinu þennan dag. „Þennan örlagaríka dag átti Geir að vera í flugi. Það er sérstakt því hann er svo maðurinn sem bjargar lífi mínu. Þarna gripu örlögin í taumana,“ segir Bárður hrærður. „Já ég var kallaður af vaktinni þennan dag og fór í staðinn á hádegisæfingu. Til allrar guðs lukku,“ segir Geir. Kom aftur til bjargar Kunnátta Geirs kom svo aftur að góðum notum fyrir nokkrum vikum þegar annar félagi í Þrótti slasaðist illa á fæti á Old Boys æfingu. „Ég meiddist illa á æfingu fyrir nokkrum vikum þegar óheppni á vellinum olli því að hnéð fór illa og leggurinn klofnaði. Mér var dröslað á hliðarlínuna og þá var Geir strax kominn með klaka til að kæla. Hann hljóp svo á harðaspretti og sótti bílinn sinn og keyrði mig í hendingskasti upp á slysadeild. Það er bara í honum að bregðast skjótt við,“ segir Ótthar S. Edvardsson. Old boys Þróttar er með um hundrað og fjörutíu iðkendur og er deildin sú stærsta sinnar tegundar hér á landi. Hróður Geirs hefur borist til þeirra flestra. „Það er nú komið þannig að menn krefjast þess að Geir sé á öllum æfingum. Hann er reyndar kallaður Björgunarsveitar Geir á æfingum og núna er gengið úr skugga um hvort hann sé ekki örugglega með. Þá höfum við tilnefnt Geir sem skyndihjálparmann ársins,“ segir Ótthar. Heimsækja vini sem detta út Þeir ákváðu eftir þessi atvik að stofna sérstaka sendinefnd innan hópsins sem fer og heimsækir þá félaga sem detta út af æfingum vegna ýmissa ástæðna. Bárður ásamt félögum sínum.Vísir/aðsend „Í kjölfar svona atvika þá ákváðum við að grípa menn líka þegar þeir detta út af æfingum. Við komum á fót sendinefnd sem fer til þeirra sem detta út til að viðhalda vinskapnum og tengslunum. Þetta er svo dýrmætur félagsskapur og við viljum halda mönnum áfram inni. Það vantar oft upp á tengsl í samfélaginu í dag og alltof margir eru einmana. Við viljum leggja okkar af mörkum,“ segir Ótthar. Þeir Ótthar og Geir komu færandi hendi til Bárðar með nýja treyju sérstaklega merktri honum. „Þetta náttúrulega gerðist og hann fékk nýtt nafn. Nýi Bári, með númerið 16.08 sem er dagurinn sem þetta gerðist og vísar í að hann kom til baka,“ segir Geir. Ótthar S. Edvardsson meiddist það illa að ósennilegt er að hann geti spilað aftur fótbolta. Hann vill hins vegar halda í dýrmæt tengsl í Old boys og ætlar að þjálfa liðið.Vísir/aðsend Hvergi nærri hættir Þeir félagar segja að svona lífsreynsla bindi menn saman fyrir lífstíð. „Ég mun halda tryggð og vinskap. Við verðum eilífir vinir það er alveg á hreinu. Þá langar mig að koma á framfæri hvatningu um að fólk læri skyndihjálp, það getur bjargað lífi. Loks er afar mikilvægt að íþróttafélög og fyrirtæki séu með hjartastuðtæki á áberandi stað,“ segir Bárður. Ég vil bara þakka rosalega vel fyrir mig og þakka lífgjöfina og er þakklátur fyrir lífið. Þrátt fyrir áföllin ætla þeir ekki að hætta í Old boys. Ótthar spilar líklega ekki aftur vegna meiðslanna en ætlar að þjálfa liðið, Bárður ætlar aftur í boltann. Þeir Geir Leó og Bárður segja að svona lífsreynsla bindi menn saman fyrir lífstíð.Vísir/Sigurjón „Þetta er svo gaman. Meðan við getum þetta og höfum gaman af þessu og virðum það að vera ekki í skriðtæklingum og vitleysu þá er þetta bara gaman,“ segir Bárður. Nýtt tæki þegar bjargað tveimur mannslífum Jón Hafsteinn Jóhannsson framkvæmdastjóri Þróttar segir að ákveðið hafi verið bæta nýju hjartastuðtæki í félagsheimili Þróttar í desember. Sú ákvörðun hafi þegar komið að björgun tveggja mannslífa. Í fyrra skiptið hafi það verið notað eftir að sjálfboðaliði fékk hjartaáfall rétt fyrir leik og svo aftur í sumar þegar Bárður hné niður eftir hjartastopp. Félagið hafi staðið fyrir vitundarvakningu um hvar tækið sé staðsett og hvernig eigi að nota það. Jón segir gríðarlegt öryggisatriði að hafa slíkan búnað og að fólk sé meðvitað um hvar það sé staðsett. Hann hvetur önnur íþróttafélög til slíkrar vitundarvakningar því eins og nú hafi komið í ljós í tvígang þá bjargi búnaðurinn mannslífum. Nýja hjartastuðtækið sem hefur á örfáum mánuðum þegar bjargað tveimur mannslífum hjá Þrótti.Vísir/Sigurjón
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira