Kvaddi dramað og flutti fyrir ástina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. september 2024 07:02 Ugla Stefanía fer yfir víðan völl í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fékk nóg af því að vera í hringiðu drama í Samtökunum '78 fyrir átta árum síðan og ákvað að flytjast búferlum til Bretlands þegar hún kynntist ástinni sinni óvænt á ráðstefnu erlendis. Ugla segir skrítið að flytja aftur til Íslands eftir átta ár úti, margt hafi breyst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Ugla Stefanía er gestur. Ugla Stefanía er kynjafræðingur að mennt og hefur um árabil staðið í stafni í mannréttindabaráttu hinsegin samfélagsins á Íslandi og í Bretlandi. Þar hefur hún farið í fjölda viðtala, meðal annars til Piers Morgan og árið 2019 var hún á lista yfir hundrað áhrifamestu konur Bretlandseyja. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Besta ákvörðun sem hún hefur tekið Ugla fer í þættinum yfir víðan völl, ræðir meðal annars æskuna norður í sveit og menntaskólaárin á Akureyri. Hún ræðir líka ákvörðun sína um að fara í kynjafræði og tímabilið árið 2016 þegar hún ákvað að flytja til Bretlands. Hún hitti kærastið sitt Fox Fisher í fyrsta sinn á ráðstefnu Transgender Europe á Ítalíu. „Fox var semsagt að taka viðtöl við fólk á ráðstefnunni og ég var eitt af þessum nöfnum sem Fox átti að taka viðtal við. Við kynnumst í gegnum það og náðum mjög vel saman,“ segir Ugla. Þarna hafi hún verið nýkomin úr langtímasambandi og alls ekki á þeim buxunum að huga aftur að tilhugalífinu. „Ég ætlaði bara á ráðstefnu að hitta vini mína, hafa gaman og ætlaði alls ekkert að spá í svona dating rugli,“ segir Ugla hlæjandi. Svo hafi orðið að hún hafi misst af fluginu sínu heim þar sem hún ruglaðist á dögum. „Og þá enda ég á að fljúga bara til Bretlands með Fox eftir þessa ráðstefnu,“ segir Ugla. Á þessum tíma var Ugla í hringiðu rifrilda innan Samtakanna '78 um umsókn BDSM á Íslandi að samtökunum sem var umdeild á þeim tíma. „Ég var bara eitthvað: Af hverju flyt ég ekki bara til Bretlands? Hætti bara þessu drama og elti bara ástina og hef það ógeðslega næs?! Og ég tók bara þá ákvörðun að gera það og það er besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Hinsegin Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27 „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57 Gefi raunsanna mynd af stefnumótahremmingum trans kvenna „Karlmenn vilja oft stundum bara deita trans konur en ekki sjást með þeim á almannafæri,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, talsmanneskja fyrir réttindum trans fólks, í umræðum um Netflix-þættina umtöluðu Baby Reindeer. Hún hefur sjálf átt sína reynslu af eltihrelli. 3. maí 2024 07:00 Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu á Vísi þar sem Ugla Stefanía er gestur. Ugla Stefanía er kynjafræðingur að mennt og hefur um árabil staðið í stafni í mannréttindabaráttu hinsegin samfélagsins á Íslandi og í Bretlandi. Þar hefur hún farið í fjölda viðtala, meðal annars til Piers Morgan og árið 2019 var hún á lista yfir hundrað áhrifamestu konur Bretlandseyja. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Klippa: Einkalífið - Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Besta ákvörðun sem hún hefur tekið Ugla fer í þættinum yfir víðan völl, ræðir meðal annars æskuna norður í sveit og menntaskólaárin á Akureyri. Hún ræðir líka ákvörðun sína um að fara í kynjafræði og tímabilið árið 2016 þegar hún ákvað að flytja til Bretlands. Hún hitti kærastið sitt Fox Fisher í fyrsta sinn á ráðstefnu Transgender Europe á Ítalíu. „Fox var semsagt að taka viðtöl við fólk á ráðstefnunni og ég var eitt af þessum nöfnum sem Fox átti að taka viðtal við. Við kynnumst í gegnum það og náðum mjög vel saman,“ segir Ugla. Þarna hafi hún verið nýkomin úr langtímasambandi og alls ekki á þeim buxunum að huga aftur að tilhugalífinu. „Ég ætlaði bara á ráðstefnu að hitta vini mína, hafa gaman og ætlaði alls ekkert að spá í svona dating rugli,“ segir Ugla hlæjandi. Svo hafi orðið að hún hafi misst af fluginu sínu heim þar sem hún ruglaðist á dögum. „Og þá enda ég á að fljúga bara til Bretlands með Fox eftir þessa ráðstefnu,“ segir Ugla. Á þessum tíma var Ugla í hringiðu rifrilda innan Samtakanna '78 um umsókn BDSM á Íslandi að samtökunum sem var umdeild á þeim tíma. „Ég var bara eitthvað: Af hverju flyt ég ekki bara til Bretlands? Hætti bara þessu drama og elti bara ástina og hef það ógeðslega næs?! Og ég tók bara þá ákvörðun að gera það og það er besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Hinsegin Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27 „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57 Gefi raunsanna mynd af stefnumótahremmingum trans kvenna „Karlmenn vilja oft stundum bara deita trans konur en ekki sjást með þeim á almannafæri,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, talsmanneskja fyrir réttindum trans fólks, í umræðum um Netflix-þættina umtöluðu Baby Reindeer. Hún hefur sjálf átt sína reynslu af eltihrelli. 3. maí 2024 07:00 Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27
„Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57
Gefi raunsanna mynd af stefnumótahremmingum trans kvenna „Karlmenn vilja oft stundum bara deita trans konur en ekki sjást með þeim á almannafæri,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, talsmanneskja fyrir réttindum trans fólks, í umræðum um Netflix-þættina umtöluðu Baby Reindeer. Hún hefur sjálf átt sína reynslu af eltihrelli. 3. maí 2024 07:00