Sjálfstæðismenn í borginni vilja samræmd próf aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2024 18:45 Frá fundi borgarstjórnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær að vísa til skóla- og frístundaráðs tillögu Sjálfstæðisflokks þess efnis borgin færi þess á leit við menntamálaráðherra að samræmd próf yrðu tekin upp að nýju í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla. Skólayfirvöld í borginni vinna með menntamálaráðuneytinu að námsmati sem ætlað er að leysa samræmd próf af hólmi. Samþykkt var með tuttugu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs, eftir því sem fram kemur í fundargerð borgarstjórnar. Dýrt kerfi en lítill árangur Í greinargerð með tillögunni segir að frá árinu 2009 hafi íslenskur grunnskóli dalað um það sem nemur 64 Pisa-stigum í lesskilningi. Það jafngildi rúmega þremur heilum grunnskólaárum. „Ísland er neðst Norðurlandanna í síðustu Pisa-könnun, næstneðst allra Evrópuríkja og í 6. neðsta sæti allra þátttökuríkjanna. Hér er því um óvenjulega mikla afturför að ræða á skömmum tíma. Engu að síður er hér rekið eitt dýrasta grunnskólakerfi innan OECD ríkjanna,“ segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að kostnaður við hvern nemanda sé um 2,7 milljónir á ári, eða 27 milljónir á hvern nemanda út grunnskólagönguna. Nýtt kerfi leysi prófin af hólmi Í bókun borgarfulltrúa meirihlutans, þ.e. Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, í umræðum um menntamál var umræðu og áhuga á skólamálum fagnað. „Enda haldast gæði menntunar í hendur við hagsæld og velgengni okkar sem samfélags. Endurteknar niðurstöður úr Pisa-könnunum eru tilefni til þess að endurskoða og setja í forgang viðbrögð til þess að gera betur og auka árangur menntakerfisins,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að þegar hafi verið sett af stað fagleg vinna til að greina stöðuna og finna lausnir til þess að bregðast við. „Nú stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Reykjavíkur. Að auki hafa skólayfirföld í borginni unnið þétt með mennta- og barnamálaráðuneytinu að nýju og bættu samræmdu námsmati, matsferli, sem mun leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi.“ Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að tillagan hefði verið samþykkt. Það er ekki rétt. Hið rétta er að samþykkt var að vísa henni til meðferðar skóla- og frístundaráðs, þar sem tekin verður afstaða til hennar. Velvirðingar er beðist á þessu. Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Samþykkt var með tuttugu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs, eftir því sem fram kemur í fundargerð borgarstjórnar. Dýrt kerfi en lítill árangur Í greinargerð með tillögunni segir að frá árinu 2009 hafi íslenskur grunnskóli dalað um það sem nemur 64 Pisa-stigum í lesskilningi. Það jafngildi rúmega þremur heilum grunnskólaárum. „Ísland er neðst Norðurlandanna í síðustu Pisa-könnun, næstneðst allra Evrópuríkja og í 6. neðsta sæti allra þátttökuríkjanna. Hér er því um óvenjulega mikla afturför að ræða á skömmum tíma. Engu að síður er hér rekið eitt dýrasta grunnskólakerfi innan OECD ríkjanna,“ segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að kostnaður við hvern nemanda sé um 2,7 milljónir á ári, eða 27 milljónir á hvern nemanda út grunnskólagönguna. Nýtt kerfi leysi prófin af hólmi Í bókun borgarfulltrúa meirihlutans, þ.e. Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, í umræðum um menntamál var umræðu og áhuga á skólamálum fagnað. „Enda haldast gæði menntunar í hendur við hagsæld og velgengni okkar sem samfélags. Endurteknar niðurstöður úr Pisa-könnunum eru tilefni til þess að endurskoða og setja í forgang viðbrögð til þess að gera betur og auka árangur menntakerfisins,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að þegar hafi verið sett af stað fagleg vinna til að greina stöðuna og finna lausnir til þess að bregðast við. „Nú stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Reykjavíkur. Að auki hafa skólayfirföld í borginni unnið þétt með mennta- og barnamálaráðuneytinu að nýju og bættu samræmdu námsmati, matsferli, sem mun leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi.“ Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að tillagan hefði verið samþykkt. Það er ekki rétt. Hið rétta er að samþykkt var að vísa henni til meðferðar skóla- og frístundaráðs, þar sem tekin verður afstaða til hennar. Velvirðingar er beðist á þessu.
Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent