Þessi stórskrítnu norm í óbarnvænu samfélagi Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 19. september 2024 16:33 Það er of margt uggvænlegt að gerast. Fólki líður ekki nógu vel og börnunum okkar líður ekki nógu vel. Þessa dagana er alltof mikið af hræðilegum atburðum að eiga sér stað á Íslandi. Það er slatti af „normum“ hér á landi sem eru ekki góð norm. Normið að börn fari ung frá foreldrum sínum og dagar þeirra séu langir. Normið að börn séu þreytt og tætt og með upptendruð taugakerfi. Normið að íslenskt skólakerfi sé komið að þolmörkum vegna álags. Normið að kennarar og skólastarfsmenn þurfi stöðugt að vera að slökkva elda vegna vanlíðunar barna. Normið að kennarar og skólastarfsmenn séu að kafna úr álagi vegna allra þeirra barna sem líður ekki vel. Normið að drengirnir okkar dafni illa innan skólakerfisins. Normið að það sé "alltaf" mikið að gera hjá fjölskyldum og að samfélagið krefjist of mikils af þeim. Normið að börn eyði miklum tíma fyrir framan skjá. Normið að íslensk börn skori hátt þegar kemur að lyfjanotkun tengdri andlegri líðan. Normið að foreldrar séu örþreyttir og að kafna undan álagi. Normið að unglingar okkar drekka alltof mikið af orkudrykkjum og skorti svefn. Normið að það sé dýrt og erfitt að fá nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni á Íslandi. Normið að íslenskt samfélag sé ekki fjölskyldvænt. Mér finnst í lengri tíma hafa ríkt nokkurs konar meðvirkni þegar kemur að mörgum hlutum í samfélaginu okkar. Að við eigum bara að segja að allt "gangi vel" og "sé í lagi." Það er ekki raunin og það þarf að horfast í augu við vandann. Það er fullt af fólki að gera vel og reyna sitt allra besta og það er fullt af stórkostlegu fólki inn í kerfunum okkar að reyna eins og það getur en þetta er samt svo þungt. Og staðreyndin er sú að of mörgum íslenskum börnum líður illa. Það þarf að brjóta norm og breyta þeim og byggja upp fjölskylduvænna samfélag með börn í forgrunni. Kerfið sem grípur foreldra og börn þarf að vera sterkara. Það þarf að finna leiðir svo foreldrar og börn geti ræktað tengsl sín enn betur. Mögulega má segja að nokkurs konar tengslarof ríki í samfélaginu og fátt hefur meira forvarnargildi en sterk tengsl foreldra og barna. Börn eru grunnur hvers samfélags og það ætti allt að vera hugsað út frá þeim. Í dag er stundum eins og börn séu nokkurs konar aukahlutur. Það þarf að auka fjármagn þegar kemur að málefnum barna. Það þarf að vanda grunninn vel svo húsið standi. Við viljum ekki þjóðfélag byggt á sandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Það er of margt uggvænlegt að gerast. Fólki líður ekki nógu vel og börnunum okkar líður ekki nógu vel. Þessa dagana er alltof mikið af hræðilegum atburðum að eiga sér stað á Íslandi. Það er slatti af „normum“ hér á landi sem eru ekki góð norm. Normið að börn fari ung frá foreldrum sínum og dagar þeirra séu langir. Normið að börn séu þreytt og tætt og með upptendruð taugakerfi. Normið að íslenskt skólakerfi sé komið að þolmörkum vegna álags. Normið að kennarar og skólastarfsmenn þurfi stöðugt að vera að slökkva elda vegna vanlíðunar barna. Normið að kennarar og skólastarfsmenn séu að kafna úr álagi vegna allra þeirra barna sem líður ekki vel. Normið að drengirnir okkar dafni illa innan skólakerfisins. Normið að það sé "alltaf" mikið að gera hjá fjölskyldum og að samfélagið krefjist of mikils af þeim. Normið að börn eyði miklum tíma fyrir framan skjá. Normið að íslensk börn skori hátt þegar kemur að lyfjanotkun tengdri andlegri líðan. Normið að foreldrar séu örþreyttir og að kafna undan álagi. Normið að unglingar okkar drekka alltof mikið af orkudrykkjum og skorti svefn. Normið að það sé dýrt og erfitt að fá nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni á Íslandi. Normið að íslenskt samfélag sé ekki fjölskyldvænt. Mér finnst í lengri tíma hafa ríkt nokkurs konar meðvirkni þegar kemur að mörgum hlutum í samfélaginu okkar. Að við eigum bara að segja að allt "gangi vel" og "sé í lagi." Það er ekki raunin og það þarf að horfast í augu við vandann. Það er fullt af fólki að gera vel og reyna sitt allra besta og það er fullt af stórkostlegu fólki inn í kerfunum okkar að reyna eins og það getur en þetta er samt svo þungt. Og staðreyndin er sú að of mörgum íslenskum börnum líður illa. Það þarf að brjóta norm og breyta þeim og byggja upp fjölskylduvænna samfélag með börn í forgrunni. Kerfið sem grípur foreldra og börn þarf að vera sterkara. Það þarf að finna leiðir svo foreldrar og börn geti ræktað tengsl sín enn betur. Mögulega má segja að nokkurs konar tengslarof ríki í samfélaginu og fátt hefur meira forvarnargildi en sterk tengsl foreldra og barna. Börn eru grunnur hvers samfélags og það ætti allt að vera hugsað út frá þeim. Í dag er stundum eins og börn séu nokkurs konar aukahlutur. Það þarf að auka fjármagn þegar kemur að málefnum barna. Það þarf að vanda grunninn vel svo húsið standi. Við viljum ekki þjóðfélag byggt á sandi!
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun