Brynjar vill herða upp á mannréttindahugtakinu Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2024 17:02 Brynjar segir tilboð þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um setu í stjórn Mannréttindastofnunar ekki tengjast því að hann segir nú af sér varaþingmennsku. Hann þurfi einfaldlega að finna sér eitthvað að gera. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson hefur sagt af sér varaþingmennsku og mun að öllum líkindum taka sæti í stjórn Mannréttindastofnunar, gangi allt eftir. Þetta tvennt tengist þó ekki. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur greint frá því að hún hafi lagt til að Brynjar taki sæti í stjórn Mannréttindastofnunar en þau tíðindi bárust um leið og spurðist að Brynjar hefði sagt af sér sem varaþingmaður. Varaþingmennskan þvælist fyrir Menn voru fljótir að tengja þetta tvennt saman en Brynjar segir, í stuttu samtali við Vísi, að þessir tveir punktar tengist ekki. „Ég var fyrir einhverjum hálfum mánuði búinn að greina forseta þingsins og þingflokksformanni það að ég ætlaði að hætta í pólitík. Bréfið var bara ekki komið,“ segir Brynjar. Brynjar segir að langt sé síðan hann lýsti því yfir að hann ætlaði að hætta í pólitík en það hafi orðið töf á því þegar hann varð aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í dómsmálaráðuneytinu og tók þá að sér sérverkefni fyrir fjármálaráðuneytið. „Eitthvað verða menn að gera. Ég er að leita mér að verkefnum,“ segir Brynjar. Hann telur að titillinn aðstoðarþingmaður gæti skert atvinnumöguleika sína. Þá segist Brynjar ekki líta svo á að um sé að ræða fullt starf, stjórnarseta í Mannréttindastofnun. Er ekki á leiðinni í Miðflokkinn Brynjar telur, sökum menntunar sinnar og reynslu, sé hann ákjósanlegur í stjórn Mannréttindastofnunar. En þarf ekki að herða upp á þessu hugtaki, þegar það nær yfir allt hlýtur það að glata merkingu sinni? „Jú, þetta er bara orðin einhver þvæla. En það verður þá einhver umræða um það,“ segir Brynjar. Hann hefur orðið var við það á Facebook að ýmsir vinstri menn hugsi með hrolli til hans að vasast í mannréttindamálum. Brynjar tekur því hins vegar sem skýru merki um að þar sé þá verk að vinna. Og nákvæmlega hann rétti maðurinn til þess. Þá útilokar þessi fyrrverandi varaþingmaður ekki það að hann eigi hugsanlega eftir koma aftur að pólitíkinni aftur, en það verði þó að ráðast. Og fátt fær hróflað við hollustu hans við Sjálfstæðisflokkinn „Ég útiloka ekki að ég geti komið í pólitík síðar enda á maður ekki að útiloka neitt. Ég er ekki að fara í Miðflokkinn, ég er ekki að fara í Flokk fólksins… ég er ekki að fara í neinn annan stjórnmálaflokk. Ég er ekki að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum. Það eru hreinar línur.“ Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mannréttindi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur greint frá því að hún hafi lagt til að Brynjar taki sæti í stjórn Mannréttindastofnunar en þau tíðindi bárust um leið og spurðist að Brynjar hefði sagt af sér sem varaþingmaður. Varaþingmennskan þvælist fyrir Menn voru fljótir að tengja þetta tvennt saman en Brynjar segir, í stuttu samtali við Vísi, að þessir tveir punktar tengist ekki. „Ég var fyrir einhverjum hálfum mánuði búinn að greina forseta þingsins og þingflokksformanni það að ég ætlaði að hætta í pólitík. Bréfið var bara ekki komið,“ segir Brynjar. Brynjar segir að langt sé síðan hann lýsti því yfir að hann ætlaði að hætta í pólitík en það hafi orðið töf á því þegar hann varð aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í dómsmálaráðuneytinu og tók þá að sér sérverkefni fyrir fjármálaráðuneytið. „Eitthvað verða menn að gera. Ég er að leita mér að verkefnum,“ segir Brynjar. Hann telur að titillinn aðstoðarþingmaður gæti skert atvinnumöguleika sína. Þá segist Brynjar ekki líta svo á að um sé að ræða fullt starf, stjórnarseta í Mannréttindastofnun. Er ekki á leiðinni í Miðflokkinn Brynjar telur, sökum menntunar sinnar og reynslu, sé hann ákjósanlegur í stjórn Mannréttindastofnunar. En þarf ekki að herða upp á þessu hugtaki, þegar það nær yfir allt hlýtur það að glata merkingu sinni? „Jú, þetta er bara orðin einhver þvæla. En það verður þá einhver umræða um það,“ segir Brynjar. Hann hefur orðið var við það á Facebook að ýmsir vinstri menn hugsi með hrolli til hans að vasast í mannréttindamálum. Brynjar tekur því hins vegar sem skýru merki um að þar sé þá verk að vinna. Og nákvæmlega hann rétti maðurinn til þess. Þá útilokar þessi fyrrverandi varaþingmaður ekki það að hann eigi hugsanlega eftir koma aftur að pólitíkinni aftur, en það verði þó að ráðast. Og fátt fær hróflað við hollustu hans við Sjálfstæðisflokkinn „Ég útiloka ekki að ég geti komið í pólitík síðar enda á maður ekki að útiloka neitt. Ég er ekki að fara í Miðflokkinn, ég er ekki að fara í Flokk fólksins… ég er ekki að fara í neinn annan stjórnmálaflokk. Ég er ekki að segja mig úr Sjálfstæðisflokknum. Það eru hreinar línur.“
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mannréttindi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira