Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 09:51 Víkingar máttu spila á heimavelli sínum í Víkinni í undankeppni Sambandsdeildarinnar en kröfurnar eru meiri þegar stærri liðin koma í heimsókn, auk þess sem sólin er núna mun skemur á lofti. vísir/Diego Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. Víkingar höfðu meðal annars kannað möguleikann á því - og fengið vilyrði Færeyinga - að fara með heimaleiki sína til Færeyja þar sem vallaraðstæður eru betri en á Íslandi. Eftir viðræður við UEFA, með aðkomu meðal annars íslenskra stjórnvalda og KSÍ, sem dregist hafa á langinn, er niðurstaðan sú að leikirnir fara fram á Íslandi en þó á allt öðrum tíma dags en aðrir leikir í Sambandsdeildinni. Kæru Víkingar. Við getum loks staðfest að heimaleikir okkar í Sambandsdeildinni verða spilaðir á Kópavogsvelli. Víkingur vill þakka KSÍ og Breiðablik fyrir veitta aðstoð í þessu verkefni.Til hamingju Víkingar og til hamingju Ísland ❤️🖤 pic.twitter.com/JpfHzwvVuu— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2024 Víkingar eiga fyrir höndum afar spennandi mánuði. Þeir byrja á bikarúrslitaleik við KA á morgun en svo tekur við lokaspretturinn í baráttunni um sigur í Bestu deildinni og sex leikir í Sambandsdeild Evrópu. Víkingar eru í fyrsta sinn með í Evrópukeppni og byrja á að mæta Omonia Nicosia á útivelli 3. október. Fyrsti heimaleikurinn er svo við belgíska liðið Cercle Brugge fimmtudaginn 24. október. Nú er orðið ljóst að sá leikur verður á Kópavogsvelli. Víkingar hafa í nógu að snúast þessa dagana en nú er orðið ljóst að þeir þurfa þó ekki að ferðast til annars lands til að spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni.vísir/Diego Heimavöllur Víkinga uppfyllir enn færri kröfur UEFA en Kópavogsvöllur, og ekki var heldur hægt að spila á Laugardalsvelli. Til stóð að Breiðablik léki alla sína heimaleiki í keppninni á Laugardalsvelli í fyrra en færa þurfti síðasta leikinn á Kópavogsvöll, vegna aðstæðna á grasinu í Laugardal í lok nóvember. UEFA vill ekki hætta á að sama staða komi upp núna, og þar að auki stendur til að fara í framkvæmdir á Laugardalsvelli til að skipta út grasvellinum fyrir blandað gras. Síðasti heimaleikur um miðjan desember Þess vegna verða allir þrír heimaleikir Víkinga á Kópavogsvelli en þetta eru heimaleikirnir: 24. okt: Víkingur – Cercle Brugge (Bel) 7. nóv: Víkingur – Borac Banja Luka (Bos) 12. des: Víkingur – Djurgården (Sví) Útileikir Víkinga eru svo eins og fyrr segir við Omonia Nicosia á Kýpur 3. október, gegn Guðmundi Þórarinssyni og félögum í Noah í Armeníu 28. nóvember, og loks gegn LASK í Austurríki 19. desember. Sambandsdeildin er nú með breyttu sniði og leika 36 lið saman í einni deild, í stað þess að spiluð sé riðlakeppni. Hvert lið spilar sex leiki og eftir það falla liðin í 25.-36. sæti úr keppni. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira
Víkingar höfðu meðal annars kannað möguleikann á því - og fengið vilyrði Færeyinga - að fara með heimaleiki sína til Færeyja þar sem vallaraðstæður eru betri en á Íslandi. Eftir viðræður við UEFA, með aðkomu meðal annars íslenskra stjórnvalda og KSÍ, sem dregist hafa á langinn, er niðurstaðan sú að leikirnir fara fram á Íslandi en þó á allt öðrum tíma dags en aðrir leikir í Sambandsdeildinni. Kæru Víkingar. Við getum loks staðfest að heimaleikir okkar í Sambandsdeildinni verða spilaðir á Kópavogsvelli. Víkingur vill þakka KSÍ og Breiðablik fyrir veitta aðstoð í þessu verkefni.Til hamingju Víkingar og til hamingju Ísland ❤️🖤 pic.twitter.com/JpfHzwvVuu— Víkingur (@vikingurfc) September 20, 2024 Víkingar eiga fyrir höndum afar spennandi mánuði. Þeir byrja á bikarúrslitaleik við KA á morgun en svo tekur við lokaspretturinn í baráttunni um sigur í Bestu deildinni og sex leikir í Sambandsdeild Evrópu. Víkingar eru í fyrsta sinn með í Evrópukeppni og byrja á að mæta Omonia Nicosia á útivelli 3. október. Fyrsti heimaleikurinn er svo við belgíska liðið Cercle Brugge fimmtudaginn 24. október. Nú er orðið ljóst að sá leikur verður á Kópavogsvelli. Víkingar hafa í nógu að snúast þessa dagana en nú er orðið ljóst að þeir þurfa þó ekki að ferðast til annars lands til að spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni.vísir/Diego Heimavöllur Víkinga uppfyllir enn færri kröfur UEFA en Kópavogsvöllur, og ekki var heldur hægt að spila á Laugardalsvelli. Til stóð að Breiðablik léki alla sína heimaleiki í keppninni á Laugardalsvelli í fyrra en færa þurfti síðasta leikinn á Kópavogsvöll, vegna aðstæðna á grasinu í Laugardal í lok nóvember. UEFA vill ekki hætta á að sama staða komi upp núna, og þar að auki stendur til að fara í framkvæmdir á Laugardalsvelli til að skipta út grasvellinum fyrir blandað gras. Síðasti heimaleikur um miðjan desember Þess vegna verða allir þrír heimaleikir Víkinga á Kópavogsvelli en þetta eru heimaleikirnir: 24. okt: Víkingur – Cercle Brugge (Bel) 7. nóv: Víkingur – Borac Banja Luka (Bos) 12. des: Víkingur – Djurgården (Sví) Útileikir Víkinga eru svo eins og fyrr segir við Omonia Nicosia á Kýpur 3. október, gegn Guðmundi Þórarinssyni og félögum í Noah í Armeníu 28. nóvember, og loks gegn LASK í Austurríki 19. desember. Sambandsdeildin er nú með breyttu sniði og leika 36 lið saman í einni deild, í stað þess að spiluð sé riðlakeppni. Hvert lið spilar sex leiki og eftir það falla liðin í 25.-36. sæti úr keppni. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um að komast í 16-liða úrslitin.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Kópavogur Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Sjá meira