Eiginmaður íslenskrar konu lét sig hverfa rétt eftir brúðkaupið Árni Sæberg skrifar 20. september 2024 10:53 Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Kampala hafa meðal annarra reynt að hafa uppi á manninum. Stjórnarráðið Íslensk kona á sextugsaldri hefur stefnt úgönskum eiginmanni sínum til lögskilnaðar en hún hefur hvorki heyrt frá honum né séð frá árinu 2007, skömmu eftir að þau gengu í hjónaband. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar segir að lögmaður hafi tilkynnt Héraðsdómi Reykjavíkur að hún þyrfti að höfða mál fyrir dómstólnum á hendur manninum vegna kröfu hennar um lögskilnað. Maðurinn sé fæddur árið 1979 og aðsetur hans sé óþekkt sem og lögheimili. Þá sé málskostnaðar krafist að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti, sem lagður verði fram við aðalmeðferð málsins, komi til hennar, en þess sé krafist að málskostnaður verði tildæmdur konunni eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Með lögheimili í Úganda árið 2008 Málsatvikum er svo lýst að hjónin hafi gengið í hjúskap árið 2007 en þau hefðu kynnst nokkrum mánuðum fyrr. Stuttu eftir að þau voru gefin saman hafi maðurinn horfið og konan hafi eftir það hvorki heyrt frá honum né séð. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá hafi maðurinn verið skráður með lögheimili í Úganda 8. ágúst 2008 en vinnsludagur skráningar hafi verið 7. október 2008. Hjónin eigi engin börn saman og fjárhagur þeirra hafi aldrei verið sameiginlegur þrátt fyrir hjónabandið. Konan geri því engar fjárkröfur á hendur manninum. Hefur reynt að hafa uppi á manninum með aðstoð sendiráðsins í Kampala Fyrir liggi að árangurlaust hefur verið fyrir konuna að leita skilnaðar hjá sýslumanni en maðurinn hafi ekki haft lögheimili hér á landi síðan 2008. Gerðar hafi verið tilraunir til þess að hafa upp á stefnda, þar með talið með aðstoð Þjóðskrár, sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda, sem og utanríkisráðuneytisins, en allt hafi komið fyrir ekki. Ráðuneytið muni hafa milligöngu um birtingu réttarstefnunnar, þar sem Úganda sé ekki aðili að Haag-samningnum. Í ljósi alls framangreinds sé konunni nauðugur einn sá kostur að höfða dómsmál, hvar farið er fram á lögskilnað, en öðru hjóna sé heimilt að höfða dómsmál og krefjast skilnaðar samkvæmt hjúskaparlögum. Úganda Ástin og lífið Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. 16. september 2024 14:14 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Þar segir að lögmaður hafi tilkynnt Héraðsdómi Reykjavíkur að hún þyrfti að höfða mál fyrir dómstólnum á hendur manninum vegna kröfu hennar um lögskilnað. Maðurinn sé fæddur árið 1979 og aðsetur hans sé óþekkt sem og lögheimili. Þá sé málskostnaðar krafist að mati dómsins eða samkvæmt málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti, sem lagður verði fram við aðalmeðferð málsins, komi til hennar, en þess sé krafist að málskostnaður verði tildæmdur konunni eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Með lögheimili í Úganda árið 2008 Málsatvikum er svo lýst að hjónin hafi gengið í hjúskap árið 2007 en þau hefðu kynnst nokkrum mánuðum fyrr. Stuttu eftir að þau voru gefin saman hafi maðurinn horfið og konan hafi eftir það hvorki heyrt frá honum né séð. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá hafi maðurinn verið skráður með lögheimili í Úganda 8. ágúst 2008 en vinnsludagur skráningar hafi verið 7. október 2008. Hjónin eigi engin börn saman og fjárhagur þeirra hafi aldrei verið sameiginlegur þrátt fyrir hjónabandið. Konan geri því engar fjárkröfur á hendur manninum. Hefur reynt að hafa uppi á manninum með aðstoð sendiráðsins í Kampala Fyrir liggi að árangurlaust hefur verið fyrir konuna að leita skilnaðar hjá sýslumanni en maðurinn hafi ekki haft lögheimili hér á landi síðan 2008. Gerðar hafi verið tilraunir til þess að hafa upp á stefnda, þar með talið með aðstoð Þjóðskrár, sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda, sem og utanríkisráðuneytisins, en allt hafi komið fyrir ekki. Ráðuneytið muni hafa milligöngu um birtingu réttarstefnunnar, þar sem Úganda sé ekki aðili að Haag-samningnum. Í ljósi alls framangreinds sé konunni nauðugur einn sá kostur að höfða dómsmál, hvar farið er fram á lögskilnað, en öðru hjóna sé heimilt að höfða dómsmál og krefjast skilnaðar samkvæmt hjúskaparlögum.
Úganda Ástin og lífið Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. 16. september 2024 14:14 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. 16. september 2024 14:14