Iðrast gjörða sinna: „Var klárlega rangt af mér“ Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2024 23:30 Gary Martin, sem kom hingað til lands árið 2010 og hefur nánast verið hér síðan þá, er nú á heimleið til Englands. Vísir Gary Martin segist aldrei munu firra sig ábyrgð frá því sem átti sér stað árið 2021, þegar að hann sem leikmaður ÍBV sýndi af sér athæfi sem varð til þess að hann var rekinn frá félaginu. Gary hafði á þeim tíma verið á mála hjá ÍBV síðan árið 2019 þegar að hann gekk til liðs við félagið frá Val. Gary var á þriggja ára samningi hjá ÍBV en árið 2021 var hann kærður af liðsfélaga sínum fyrir að hafa tekið nektarmynd af honum og deilt í lokaða spjallrás leikmanna liðsins á samfélagsmiðlum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en í kjölfar atviksins rifti ÍBV samningi sínum við Englendinginn sem gaf á sínum tíma út þá skýringu á athæfi sínu að hann hafi verið að reyna vera fyndinn. Þrjú ár hafa nú liðið síðan þá og iðrast Gary sem er að kveðja íslenska boltann, að minnsta kosti í bili, gjörða sinna. Hann segist aldrei hafa átt að gera það sem að hann gerði. „Það var algjörlega mér að kenna. Svona er ég bara,“ segir Gary í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Ég hafði sjálfur lent í svipuðu áður en við bregðumst öll mismunandi við svona. Mín upplifun af því að lenda sjálfur í þessu á sínum tíma þýðir ekki að það sé allt í lagi að sýna af sér svona athæfi gagnvart öðrum. Þetta var klárlega rangt af mér. Hefði aldrei átt að gera þetta. En þetta er búið og gert. Ég tók út mína refsingu og svo heldur lífið áfram. Ég mun hins vegar aldrei forðast ábyrgð í þessu máli. Ég hefði aldrei átt að gera þetta.“ Klippa: Gary Martin iðrast gjörða sinna Íslenski boltinn ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir „Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. 19. september 2024 08:02 Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. 19. september 2024 11:01 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Gary hafði á þeim tíma verið á mála hjá ÍBV síðan árið 2019 þegar að hann gekk til liðs við félagið frá Val. Gary var á þriggja ára samningi hjá ÍBV en árið 2021 var hann kærður af liðsfélaga sínum fyrir að hafa tekið nektarmynd af honum og deilt í lokaða spjallrás leikmanna liðsins á samfélagsmiðlum. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en í kjölfar atviksins rifti ÍBV samningi sínum við Englendinginn sem gaf á sínum tíma út þá skýringu á athæfi sínu að hann hafi verið að reyna vera fyndinn. Þrjú ár hafa nú liðið síðan þá og iðrast Gary sem er að kveðja íslenska boltann, að minnsta kosti í bili, gjörða sinna. Hann segist aldrei hafa átt að gera það sem að hann gerði. „Það var algjörlega mér að kenna. Svona er ég bara,“ segir Gary í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Ég hafði sjálfur lent í svipuðu áður en við bregðumst öll mismunandi við svona. Mín upplifun af því að lenda sjálfur í þessu á sínum tíma þýðir ekki að það sé allt í lagi að sýna af sér svona athæfi gagnvart öðrum. Þetta var klárlega rangt af mér. Hefði aldrei átt að gera þetta. En þetta er búið og gert. Ég tók út mína refsingu og svo heldur lífið áfram. Ég mun hins vegar aldrei forðast ábyrgð í þessu máli. Ég hefði aldrei átt að gera þetta.“ Klippa: Gary Martin iðrast gjörða sinna
Íslenski boltinn ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir „Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. 19. september 2024 08:02 Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. 19. september 2024 11:01 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. 19. september 2024 08:02
Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. 19. september 2024 11:01