Þjálfarinn í byrjunarliðinu: „Mér fannst þörf á smá aga í leikinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. september 2024 20:52 Spilandi þjálfarinn Gunnar Steinn gefur liðinu mikið inni á vellinum. vísir / pawel Gunnar Steinn Jónsson stýrði og spilaði með liði Fjölnis sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olís deild karla í kvöld, 28-27 í háspennuleik þar sem flautumark á lokasekúndunni fékk ekki að gilda. „Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir undir lokin en mér fannst við spila loksins skynsamt og agað, náum góðri vörn og markvörslu. Flottur leikur heilt yfir, ég held að HK-ingar hafi verið svolítið hátt uppi eftir síðasta leik en ég er stoltur af mínu liði eftir þennan leik,“ sagði spilandi þjálfarinn áður en hann gekk inn í búningsherbergi eftir leik. Gunnar er nýorðinn 37 ára og er aðalþjálfari liðsins. Hann hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari undanfarin ár hjá Stjörnunni. Í fyrsta leik tímabilsins stóð hann á hliðarlínunni, spilaði síðan aðeins í síðasta leik en tók fullan þátt í kvöld. „Ég er nú bara í fínu líkamlegu formi, þó ég verði ekki frábær á morgun. Ég ákvað, frá því að ég tók við Fjölni, að ég ætlaði að aðstoða eitthvað inni á vellinum. Mér fannst þörf á smá aga í leikinn, ég held að það sé það sem ég kem helst með að borðinu. Við vorum að gera tuttugu tæknimistök að meðaltali í leik fyrstu tvo leikina, núna voru þeir held ég helmingi færri. Ég hjálpa til inni á vellinum en er aðallega þjálfari.“ Ótrúleg atburðarás átti sér stað undir lok leiks, Fjölnir fékk tveggja mínútna brottvísun og Gunnar meiddist á sama tíma, HK minnkaði muninn í eitt mark og virtist jafna á lokasekúndunni en skotið var of seint og markið fékk ekki að standa. „Ég er bara mjög ánægður að þeir dæmdu ekki mark. Þeir hefðu þurft að vera hundrað prósent vissir um að þetta væri mark og þetta var tvísýnt. Ég öfunda þá ekki að þurfa að taka þessa ákvörðun en þetta var mjög sætt. Þessi atburðarás er í pínu móðu, ég þurfti náttúrulega að fá hjálp sjúkraþjálfara og sitja þrjár sóknir. Það var svolítið sárt og skrítin regla, að refsa manni fyrir að meiða sig af því ég var ekki að reyna að tefja, ég missti andann bara.“ Þetta var fyrsti sigur Fjölnis, sem eru nýliðar í deildinni og með reynslulítinn leikmannahóp. „Við erum með nýtt lið, allir eiginlega að spila sitt fyrsta ár í efstu deild, og fengum stóra skelli í fyrstu leikjunum en við munum alveg gera okkur líklega í fleiri leikjum í vetur. Erum í hægri stigasöfnun og komnir með tvö stig inn á bók núna,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
„Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir undir lokin en mér fannst við spila loksins skynsamt og agað, náum góðri vörn og markvörslu. Flottur leikur heilt yfir, ég held að HK-ingar hafi verið svolítið hátt uppi eftir síðasta leik en ég er stoltur af mínu liði eftir þennan leik,“ sagði spilandi þjálfarinn áður en hann gekk inn í búningsherbergi eftir leik. Gunnar er nýorðinn 37 ára og er aðalþjálfari liðsins. Hann hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari undanfarin ár hjá Stjörnunni. Í fyrsta leik tímabilsins stóð hann á hliðarlínunni, spilaði síðan aðeins í síðasta leik en tók fullan þátt í kvöld. „Ég er nú bara í fínu líkamlegu formi, þó ég verði ekki frábær á morgun. Ég ákvað, frá því að ég tók við Fjölni, að ég ætlaði að aðstoða eitthvað inni á vellinum. Mér fannst þörf á smá aga í leikinn, ég held að það sé það sem ég kem helst með að borðinu. Við vorum að gera tuttugu tæknimistök að meðaltali í leik fyrstu tvo leikina, núna voru þeir held ég helmingi færri. Ég hjálpa til inni á vellinum en er aðallega þjálfari.“ Ótrúleg atburðarás átti sér stað undir lok leiks, Fjölnir fékk tveggja mínútna brottvísun og Gunnar meiddist á sama tíma, HK minnkaði muninn í eitt mark og virtist jafna á lokasekúndunni en skotið var of seint og markið fékk ekki að standa. „Ég er bara mjög ánægður að þeir dæmdu ekki mark. Þeir hefðu þurft að vera hundrað prósent vissir um að þetta væri mark og þetta var tvísýnt. Ég öfunda þá ekki að þurfa að taka þessa ákvörðun en þetta var mjög sætt. Þessi atburðarás er í pínu móðu, ég þurfti náttúrulega að fá hjálp sjúkraþjálfara og sitja þrjár sóknir. Það var svolítið sárt og skrítin regla, að refsa manni fyrir að meiða sig af því ég var ekki að reyna að tefja, ég missti andann bara.“ Þetta var fyrsti sigur Fjölnis, sem eru nýliðar í deildinni og með reynslulítinn leikmannahóp. „Við erum með nýtt lið, allir eiginlega að spila sitt fyrsta ár í efstu deild, og fengum stóra skelli í fyrstu leikjunum en við munum alveg gera okkur líklega í fleiri leikjum í vetur. Erum í hægri stigasöfnun og komnir með tvö stig inn á bók núna,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira