Repúblikanar áhyggjufullir vegna „svarta nasistans“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2024 13:54 Mark Robinson var ekki að vegna vel í Norður-Karólínu áður en hann var bendlaður við ýmis umdeild ummæli á spjallþræði klámsíðu. AP/Matt Rourke Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafa áhyggjur af því að þeir muni tapa öllum þeim árangri sem náðst hafi í ríkinu á undanförnum árum og að framboð hans muni koma niður á flokknum í komandi forsetakosningum. Er það vegna Mark Robinson, frambjóðenda þeirra til embættis ríkisstjóra en hann var nýverið sakaður um að hafa látið falla mjög svo umdeild ummæli á spjallborði klámsíðu. Meðal þess sem Robinson er sagður hafa sagt þar er að hann vildi endurvekja þrælahald og lýsti hann sér sem „svörtum nasista“, svo eitthvað sé nefnt. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson sem hefur ekki verið að standa sig vel í skoðanakönnunum. CNN vakti athygli á ummælunum og sagði þau koma frá Robinson en ummælin tengjast póstfangi sem Robinson hefur notað annars staðar á netinu og persónulegar upplýsingar sem hann gaf upp á klámsíðunni stemma við hann. Robinson, sem á sér langa sögu umdeildra ummæla, hefur neitað þessum ásökunum og hafa ummælin verið fjarlægð af síðunni „Nakin Afríka“. Sjá einnig: Frambjóðandi Trump lýsti sér sem „svörtum nasista“ á klámsíðu AP fréttaveitan segir frá því að forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafi hvatt Robinson til að stíga til hliðar en hann segir það ekki koma til greina. Ríkið er eitt af sjö mikilvægustu ríkjunum fyrir forsetakosningarnar í nóvember en nánast enginn munur hefur mælst á Kamölu Harris og Trump í könnunum þar. Óvinsældir Robinson gætu komið niður á Donald Trump í Norður-Karólínu, þar sem lítill sem enginn munur hefur mælst á fylgi hans og Kamölu Harris.AP/Evan Vucci Óttast um aukin meirihluta Árið 2013 náðu Repúblikanar tökum á báðum deildum ríkisþings Norður-Karólínu og embætti ríkisstjóra. Síðan þá hafa Repúblikanar gert umfangsmiklar breytingar í ríkinu og breytt leikreglunum þar sér í hag. Þeir hafa meðal annars teiknað upp kjördæmin til að herða tök sín á þingdeildunum og Hæstarétti Norður-Karólínu, sem gerði Repúblikönum kleift að gera enn frekari breytingar á kjördæmum. Demókrati var kjörinn ríkisstjóri árið 2016 en með breyttum kjördæmum náðu Repúblikanar auknum meirihluta á þingi, sem þeir notuðu til að banna þungunarrof eftir tólf vikur, sem er áður en margar konur vita að þær eru óléttar, þrátt fyrir mótmæli ríkisstjórans. Repúblikanar höfðu bundið miklar vonir við að ná ríkisstjóraembættinu aftur á þessu ári, samkvæmt frétt New York Times. Robinson hefur komið illa út úr skoðanakönnunum og eru Repúblikanar hættir að láta sig dreyma um að ná tökum á embætti ríkisstjóra aftur að þessu sinni. Þeir óttast þó að óvinsældir Robinson muni hafa áhrif á aðra frambjóðendur og að slæmt gengi gæti kostað flokkinn aukin meirihluta og þannig gæti ríkisstjóri frá Demókrataflokknum beitt neitunarvaldi sínu gegn frumvörpum frá þeim. Trump hefur ekki dregið stuðning sinn við Robinson til baka en þó er búið að tilkynna að ríkisstjóraframbjóðandinn verði ekki með Trump þegar hann heimsækir Norður-Karólínu í dag. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um aukna gæslu fyrir Trump og Harris Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag frumvarp um að Lífvarðaþjónusta Bandaríkjanna (e. Secret Service) eigi að auka gæslu með forsetaframbjóðendum til jafns við þá gæslu sem sitjandi forseti fær. 20. september 2024 16:07 Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. 20. september 2024 07:19 Harris eykur forskotið á landsvísu Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. 18. september 2024 14:16 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Meðal þess sem Robinson er sagður hafa sagt þar er að hann vildi endurvekja þrælahald og lýsti hann sér sem „svörtum nasista“, svo eitthvað sé nefnt. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson sem hefur ekki verið að standa sig vel í skoðanakönnunum. CNN vakti athygli á ummælunum og sagði þau koma frá Robinson en ummælin tengjast póstfangi sem Robinson hefur notað annars staðar á netinu og persónulegar upplýsingar sem hann gaf upp á klámsíðunni stemma við hann. Robinson, sem á sér langa sögu umdeildra ummæla, hefur neitað þessum ásökunum og hafa ummælin verið fjarlægð af síðunni „Nakin Afríka“. Sjá einnig: Frambjóðandi Trump lýsti sér sem „svörtum nasista“ á klámsíðu AP fréttaveitan segir frá því að forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafi hvatt Robinson til að stíga til hliðar en hann segir það ekki koma til greina. Ríkið er eitt af sjö mikilvægustu ríkjunum fyrir forsetakosningarnar í nóvember en nánast enginn munur hefur mælst á Kamölu Harris og Trump í könnunum þar. Óvinsældir Robinson gætu komið niður á Donald Trump í Norður-Karólínu, þar sem lítill sem enginn munur hefur mælst á fylgi hans og Kamölu Harris.AP/Evan Vucci Óttast um aukin meirihluta Árið 2013 náðu Repúblikanar tökum á báðum deildum ríkisþings Norður-Karólínu og embætti ríkisstjóra. Síðan þá hafa Repúblikanar gert umfangsmiklar breytingar í ríkinu og breytt leikreglunum þar sér í hag. Þeir hafa meðal annars teiknað upp kjördæmin til að herða tök sín á þingdeildunum og Hæstarétti Norður-Karólínu, sem gerði Repúblikönum kleift að gera enn frekari breytingar á kjördæmum. Demókrati var kjörinn ríkisstjóri árið 2016 en með breyttum kjördæmum náðu Repúblikanar auknum meirihluta á þingi, sem þeir notuðu til að banna þungunarrof eftir tólf vikur, sem er áður en margar konur vita að þær eru óléttar, þrátt fyrir mótmæli ríkisstjórans. Repúblikanar höfðu bundið miklar vonir við að ná ríkisstjóraembættinu aftur á þessu ári, samkvæmt frétt New York Times. Robinson hefur komið illa út úr skoðanakönnunum og eru Repúblikanar hættir að láta sig dreyma um að ná tökum á embætti ríkisstjóra aftur að þessu sinni. Þeir óttast þó að óvinsældir Robinson muni hafa áhrif á aðra frambjóðendur og að slæmt gengi gæti kostað flokkinn aukin meirihluta og þannig gæti ríkisstjóri frá Demókrataflokknum beitt neitunarvaldi sínu gegn frumvörpum frá þeim. Trump hefur ekki dregið stuðning sinn við Robinson til baka en þó er búið að tilkynna að ríkisstjóraframbjóðandinn verði ekki með Trump þegar hann heimsækir Norður-Karólínu í dag.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Samþykkja frumvarp um aukna gæslu fyrir Trump og Harris Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag frumvarp um að Lífvarðaþjónusta Bandaríkjanna (e. Secret Service) eigi að auka gæslu með forsetaframbjóðendum til jafns við þá gæslu sem sitjandi forseti fær. 20. september 2024 16:07 Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. 20. september 2024 07:19 Harris eykur forskotið á landsvísu Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. 18. september 2024 14:16 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Samþykkja frumvarp um aukna gæslu fyrir Trump og Harris Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í dag frumvarp um að Lífvarðaþjónusta Bandaríkjanna (e. Secret Service) eigi að auka gæslu með forsetaframbjóðendum til jafns við þá gæslu sem sitjandi forseti fær. 20. september 2024 16:07
Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. 20. september 2024 07:19
Harris eykur forskotið á landsvísu Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður. 18. september 2024 14:16