Fjárfesting í háskólum Magnús Karl Magnússon skrifar 22. september 2024 10:32 Það hefur verið á vitorði stjórnvalda í áratugi að við vanfjárfestum í háskólamenntun. Ísland veitir mun minna fjármagni í þennan málaflokk en önnur Norðurlönd og aðrar þjóðir sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Það hefur lengi verið á stefnuskrá stjórnvalda að breyta þessu, en lítið hefur þokast í þá átt. Á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 var samþykkt með þverpólitískri sátt að Ísland skyldi ná því takmarki árið 2016 að fjárfesta í háskólamenntun sömu fjárhæð og meðaltal OECD ríkjanna og að fyrir árið 2020 skyldi þessi fjármögnun ná meðaltali Norðurlandanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sex árum síðar eða árið 2017 voru sömu markmið sett fram en nú miðað að því að ná OECD meðaltali árið 2020 og meðaltali Norðurlanda árið 2025. Sömu markmið má einnig finna í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2020-2022. Hvers vegna skiptir svo miklu máli að fjárfesta í háskólamenntun? Háskólar eru grundvallarstofnanir í samfélaginu og hafa tvíþætt meginhlutverk: Í fyrsta lagi að auka þekkingu okkar og skilning með rannsóknum. Rannsóknir eru grunnur fjölbreyttra verðmæta á sviðum vísinda, menningar og lista sem stuðla að félagslegu réttlæti, heilbrigðu mannlífi og öflugri menntun. Fyrir utan hin óefnislegu verðmæti sem slík þekking veitir okkur þá er hún ein meginforsenda efnahagslegrar hagsældar í nútímasamfélagi. Í öðru lagi eykur háskólamenntun skilning nemenda á eðli þekkingargrunnsins og eflir gagnrýna og skapandi hugsun. Háskólakennarinn hjálpar nemendum að lesa, skilja og túlka texta og nota tungumálið til tjá hugsun sína skýrt. Einstaklingar sem lokið hafa vandaðri háskólamenntun búa yfir fræða- og vísindalæsi og geta því veitt falsupplýsingum, sem nú víða ógna lýðræði og velsæld þjóða, viðnám. Þar sem best tekst til í háskólamenntun fáum við einstaklinga sem betur geta tekist á við að skapa gott samfélag, ekki einungis hvað velsæld varðar heldur einnig hvað varðar mannúð, menningu og skilning á eðli okkar og umhverfi. Til slíks þurfum við samtal, við þurfum að geta stutt nemendur til að takast á við að leysa flókin verkefni, útskýra mál sitt, hlusta á aðra og ræða saman. Menntun sem leggur rækt við þessa þætti skapar verðmæta og innihaldsríka háskólagráðu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfaldlega þegar til framtíðar er litið. Í sölum Alþingis er nú verið að ræða fjárlög fyrir árið 2025, árið sem við vildum verða jafnokar nágranna okkar á Norðurlöndunum. Hvar stöndum við í dag? Enn höfum við ekki náð meðaltali OECD en samkvæmt nýjustu tölum þyrftu heildarframlög til háskólakerfisins að aukast um 15-20% til að ná meðalatali OECD og yfir 40% til að ná meðaltali Norðurlandanna. Að mínu mati þurfum við, líkt og árið 2011, á þverpólitískri sátt að halda til að fjárfesta til framtíðar. Við þurfum að endurnýja heit okkar við komandi kynslóðir og fjárfesta í háskólamenntun og rannsóknum. Slík fjárfesting skilar sér margfalt til baka. Höfundur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Magnús Karl Magnússon Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið á vitorði stjórnvalda í áratugi að við vanfjárfestum í háskólamenntun. Ísland veitir mun minna fjármagni í þennan málaflokk en önnur Norðurlönd og aðrar þjóðir sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Það hefur lengi verið á stefnuskrá stjórnvalda að breyta þessu, en lítið hefur þokast í þá átt. Á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 var samþykkt með þverpólitískri sátt að Ísland skyldi ná því takmarki árið 2016 að fjárfesta í háskólamenntun sömu fjárhæð og meðaltal OECD ríkjanna og að fyrir árið 2020 skyldi þessi fjármögnun ná meðaltali Norðurlandanna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sex árum síðar eða árið 2017 voru sömu markmið sett fram en nú miðað að því að ná OECD meðaltali árið 2020 og meðaltali Norðurlanda árið 2025. Sömu markmið má einnig finna í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2020-2022. Hvers vegna skiptir svo miklu máli að fjárfesta í háskólamenntun? Háskólar eru grundvallarstofnanir í samfélaginu og hafa tvíþætt meginhlutverk: Í fyrsta lagi að auka þekkingu okkar og skilning með rannsóknum. Rannsóknir eru grunnur fjölbreyttra verðmæta á sviðum vísinda, menningar og lista sem stuðla að félagslegu réttlæti, heilbrigðu mannlífi og öflugri menntun. Fyrir utan hin óefnislegu verðmæti sem slík þekking veitir okkur þá er hún ein meginforsenda efnahagslegrar hagsældar í nútímasamfélagi. Í öðru lagi eykur háskólamenntun skilning nemenda á eðli þekkingargrunnsins og eflir gagnrýna og skapandi hugsun. Háskólakennarinn hjálpar nemendum að lesa, skilja og túlka texta og nota tungumálið til tjá hugsun sína skýrt. Einstaklingar sem lokið hafa vandaðri háskólamenntun búa yfir fræða- og vísindalæsi og geta því veitt falsupplýsingum, sem nú víða ógna lýðræði og velsæld þjóða, viðnám. Þar sem best tekst til í háskólamenntun fáum við einstaklinga sem betur geta tekist á við að skapa gott samfélag, ekki einungis hvað velsæld varðar heldur einnig hvað varðar mannúð, menningu og skilning á eðli okkar og umhverfi. Til slíks þurfum við samtal, við þurfum að geta stutt nemendur til að takast á við að leysa flókin verkefni, útskýra mál sitt, hlusta á aðra og ræða saman. Menntun sem leggur rækt við þessa þætti skapar verðmæta og innihaldsríka háskólagráðu. Það er fjárfesting sem skilar sér margfaldlega þegar til framtíðar er litið. Í sölum Alþingis er nú verið að ræða fjárlög fyrir árið 2025, árið sem við vildum verða jafnokar nágranna okkar á Norðurlöndunum. Hvar stöndum við í dag? Enn höfum við ekki náð meðaltali OECD en samkvæmt nýjustu tölum þyrftu heildarframlög til háskólakerfisins að aukast um 15-20% til að ná meðalatali OECD og yfir 40% til að ná meðaltali Norðurlandanna. Að mínu mati þurfum við, líkt og árið 2011, á þverpólitískri sátt að halda til að fjárfesta til framtíðar. Við þurfum að endurnýja heit okkar við komandi kynslóðir og fjárfesta í háskólamenntun og rannsóknum. Slík fjárfesting skilar sér margfalt til baka. Höfundur er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun