Ríkismiðlar í Íran segja sprenginguna hafa orðið vegna metans sem lak um göngin, samkvæmt frétt CNN. Þá munu 69 námuverkamenn hafa verið ofan í námunni, á því svæði þar sem sprengingin varð.
Í frétt BBC segir að óljóst sé hvort menn séu fastir ofan í námunni. Sagt var frá því í sjónvarpi í Íran í morgun að 24 væri saknað.
Mikil gassöfnun í námunni hefur gert björgunarstarf erfitt, samkvæmt saksóknara á svæðinu. Hann sagði einnig að slysið yrði rannsakað og að ef í ljós kæmi að vanrækslu væri um að kenna yrði þeim sem bæri ábyrgð á því refsað.
Núna væri áherslan hins vegar á finna fólk í námunni og hlúa að þeim særðu.
Tveir menn dóu árið 2021 þegar hluti sömu námu hrundi. Þá dóu 43 í sprengingu í kolanámu annarsstaðar í Íran árið 2017.