Arteta vildi ekki tjá sig um rauða spjaldið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 22:03 Mikel Arteta var stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi ekki náð að tryggja sér stigin þrjú. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var stoltur af sínum mönnum eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag, þrátt fyrir að liðið hafi misst frá sér forystuna á lokasekúndum leiksins. Arsenal og Manchester City gerðu 2-2 jafntefli á Etihad í dag í leik þar sem John Stones jafnaði metin fyrir heimamenn í City á áttundu mínútu uppbótartíma. Skytturnar í Arsenal voru hársbreidd frá því að halda út, þrátt fyrir að leika stóran hluta leiksins manni færri. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði,“ sagði Arteta í viðtali eftir leikinn. „Við spiluðum þennan leik við erfiðar kringumstæður. Við vorum að spila á móti besta liði heims.“ Gestirnir í Arsenal þurftu að leika allan seinni hálfleikinn manni færri eftir að Leandro Trossard fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks, og þar með rautt. Trossard fékk fyrra gula spjaldið fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins, Michael Oliver, hafði dæmt aukaspyrnu, og seinni gula spjaldið fékk hann fyrir brot á Bernardo Silva áður en hann sparkaði boltanum svo aftur í burtu eftir að búið var að flauta. „Eftir það sem gekk á í upphafi leiks komumst við í 2-1. Svo fáum við þetta rauða spjald og þá varð þetta allt annar leikur. Ég vil helst ekki ræða frekar um það.“ „Það er augljóslega kraftaverk að við höfum spilað manni færri í 56 mínútur á Etihad. Það sem við gerðum í dag var ótrúlegt.“ „Það er augljóst hvað gerðist þegar þair tóku þessa ákvörðun, en þetta er eitthvað sem ég ætla ekki að eyða orku í að tala um. Ég vil ekki skemma neitt meira utan vallar.“ Enski boltinn Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Fiorentina | Geta blandað sér í Meistaradeildarbaráttu Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Sjá meira
Arsenal og Manchester City gerðu 2-2 jafntefli á Etihad í dag í leik þar sem John Stones jafnaði metin fyrir heimamenn í City á áttundu mínútu uppbótartíma. Skytturnar í Arsenal voru hársbreidd frá því að halda út, þrátt fyrir að leika stóran hluta leiksins manni færri. „Ég er ótrúlega stoltur af mínu liði,“ sagði Arteta í viðtali eftir leikinn. „Við spiluðum þennan leik við erfiðar kringumstæður. Við vorum að spila á móti besta liði heims.“ Gestirnir í Arsenal þurftu að leika allan seinni hálfleikinn manni færri eftir að Leandro Trossard fékk sitt annað gula spjald í uppbótartíma fyrri hálfleiks, og þar með rautt. Trossard fékk fyrra gula spjaldið fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómari leiksins, Michael Oliver, hafði dæmt aukaspyrnu, og seinni gula spjaldið fékk hann fyrir brot á Bernardo Silva áður en hann sparkaði boltanum svo aftur í burtu eftir að búið var að flauta. „Eftir það sem gekk á í upphafi leiks komumst við í 2-1. Svo fáum við þetta rauða spjald og þá varð þetta allt annar leikur. Ég vil helst ekki ræða frekar um það.“ „Það er augljóslega kraftaverk að við höfum spilað manni færri í 56 mínútur á Etihad. Það sem við gerðum í dag var ótrúlegt.“ „Það er augljóst hvað gerðist þegar þair tóku þessa ákvörðun, en þetta er eitthvað sem ég ætla ekki að eyða orku í að tala um. Ég vil ekki skemma neitt meira utan vallar.“
Enski boltinn Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Milan - Fiorentina | Geta blandað sér í Meistaradeildarbaráttu Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Sjá meira