Haaland kastaði boltanum í hnakkann á Gabriel eftir jöfnunarmark City Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2024 07:02 Erling Braut Haaland og Gabriel Magalhaes eru ekki beint perluvinir. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City tóku á móti Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með dramatísku 2-2 jafntefli þar sem John Stones reyndist hetja heimamanna. Norska markamaskínan Erling Braut Haaland kom Manchester City yfir með marki strax á níundu mínútu leiksins áður en mörk frá Riccardo Calafiori og Gabriel Megalhaes á 22. og 46. mínútu snéru taflinu við fyrir Arsenal. Þrátt fyrir að vera marki yfir fóru gestirnir í Arsenal inn í hálfleikinn í vandræðum því Leandro Trossard lét reka sig af velli með sitt annað gula spjald seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Dómurinn var vissulega umdeildur og verður líklega ræddur á kaffistofum landsins fram eftir vikunni. Manni færri gerðu gestirnir í Arsenal vel og héldu Englandsmeisturunum í skefjum lengst af. Síðari hálfleikur fór að mestu fram í og við vítateig Arsenal, en lengi vel leit út fyrir að Skytturnar myndu halda út. Það var ekki fyrr en á áttundu mínútu uppbótartíma að heimamönnum tókst loksins að finna jöfnunarmarkið þegar varamaðurinn John Stones mokaði boltanum yfir línuna og tryggði City dramatískt jafntefli. Eins og við var að búast brutust út mikil fagnaðarlæti á Etihad-vellinum þegar ljóst var að Stones væri að tryggja City stigið, og segja má að sumir hafi gengið lengra í fagnaðarlátunum en aðrir. Þar á meðal má nefna áðurnefndan Erling Braut Haaland, sem brást við markinu með því að taka sprettinn og sækja boltann í netið. Í stað þess að hlaupa með boltann út á miðju til að freista þess að koma leiknum fyrr í gang og mögulega stela sigrinum ákvað Norðmaðurinn hins vegar að kasta boltanum í hnakkann á markaskoraranum Gabriel Megalhaes sem var augljóslega mjög súr eftir að Stones jafnaði metin. Mbl.is birti myndband af mörkum leiksins og á myndbandinu, sem hægt er að horfa á með því að smella hér, má sjá þegar Haaland kastar boltanum í hnakkann á Gabriel. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, hafa margir velt því fyrir sér hvort verknaðurinn verðskuldi spjald, eða bann, en það er eitthvað sem enska knattspyrnusambandið þarf líklega að svara fyrir. Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Norska markamaskínan Erling Braut Haaland kom Manchester City yfir með marki strax á níundu mínútu leiksins áður en mörk frá Riccardo Calafiori og Gabriel Megalhaes á 22. og 46. mínútu snéru taflinu við fyrir Arsenal. Þrátt fyrir að vera marki yfir fóru gestirnir í Arsenal inn í hálfleikinn í vandræðum því Leandro Trossard lét reka sig af velli með sitt annað gula spjald seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Dómurinn var vissulega umdeildur og verður líklega ræddur á kaffistofum landsins fram eftir vikunni. Manni færri gerðu gestirnir í Arsenal vel og héldu Englandsmeisturunum í skefjum lengst af. Síðari hálfleikur fór að mestu fram í og við vítateig Arsenal, en lengi vel leit út fyrir að Skytturnar myndu halda út. Það var ekki fyrr en á áttundu mínútu uppbótartíma að heimamönnum tókst loksins að finna jöfnunarmarkið þegar varamaðurinn John Stones mokaði boltanum yfir línuna og tryggði City dramatískt jafntefli. Eins og við var að búast brutust út mikil fagnaðarlæti á Etihad-vellinum þegar ljóst var að Stones væri að tryggja City stigið, og segja má að sumir hafi gengið lengra í fagnaðarlátunum en aðrir. Þar á meðal má nefna áðurnefndan Erling Braut Haaland, sem brást við markinu með því að taka sprettinn og sækja boltann í netið. Í stað þess að hlaupa með boltann út á miðju til að freista þess að koma leiknum fyrr í gang og mögulega stela sigrinum ákvað Norðmaðurinn hins vegar að kasta boltanum í hnakkann á markaskoraranum Gabriel Megalhaes sem var augljóslega mjög súr eftir að Stones jafnaði metin. Mbl.is birti myndband af mörkum leiksins og á myndbandinu, sem hægt er að horfa á með því að smella hér, má sjá þegar Haaland kastar boltanum í hnakkann á Gabriel. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, hafa margir velt því fyrir sér hvort verknaðurinn verðskuldi spjald, eða bann, en það er eitthvað sem enska knattspyrnusambandið þarf líklega að svara fyrir.
Enski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira