Frumsýning á Vísi: Helga Braga í kolsvartri kómedíu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2024 14:31 Helga Braga fer á kostum og sýnir á sér nýja hlið í Topp 10 möst. Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir fara með aðalhlutverkin í gamanmyndinni Top 10 möst eftir Ólöfu B. Torfadóttur. Um er að ræða kolsvarta kómedíu sem fjallar um viðkvæm málefni en er sett upp á spaugilegan hátt. „Það er komið ár síðan við röppuðum þessu upp þannig það er kominn tími til að einhver fái loksins að sjá,“ segir Ólöf B. leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar í samtali við Vísi. Hún segist hafa dregið efnistök myndarinnar upp úr eigin lífseynslu og segir um sannkallaða „buddy“ kómedíu að ræða. Stærsta hlutverk Helgu Brögu til þessa Myndin hverfist um listakonuna Örnu sem er komin með leið á lífinu og ákveður að gera sér topp tíu lista yfir hluti sem hún vill gera áður en hún deyr. Hún heldur af stað í ferðalag þar sem hún hyggst enda á Austfjörðunum. Á sama tíma er eilífðarfanginn Mjöll búin að komast að því að barnsfaðir hennar, sem býr á Egilstöðum, vill að nýja konan ættleiði dóttur þeirra. Hún flýr því úr fangelsinu og á bensínstöð á leið út úr bænum finnur hún sér far í bíl Örnu. Þetta ólíkindar dúó þarf nú að vinna saman við að ferðast þvert yfir landið og fylla út topp tíu möst listann. Um er að ræða stærsta hlutverk Helgu Brögu til þessa í mynd sem er svört kómedía. Allir þekkja Helgu Brögu, sem átt hefur farsælan feril og ein af gersemum kómedíunnar í íslenskri menningarsögu. Ólöf segir það hafa verið frábært að vinna með Helgu Brögu, sem lagt hafi allt sitt í þann flókna karakter sem Arna er. Í myndinni megi sjá hlið á Helgu Brögu sem ekki hafi sést áður. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Það er komið ár síðan við röppuðum þessu upp þannig það er kominn tími til að einhver fái loksins að sjá,“ segir Ólöf B. leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar í samtali við Vísi. Hún segist hafa dregið efnistök myndarinnar upp úr eigin lífseynslu og segir um sannkallaða „buddy“ kómedíu að ræða. Stærsta hlutverk Helgu Brögu til þessa Myndin hverfist um listakonuna Örnu sem er komin með leið á lífinu og ákveður að gera sér topp tíu lista yfir hluti sem hún vill gera áður en hún deyr. Hún heldur af stað í ferðalag þar sem hún hyggst enda á Austfjörðunum. Á sama tíma er eilífðarfanginn Mjöll búin að komast að því að barnsfaðir hennar, sem býr á Egilstöðum, vill að nýja konan ættleiði dóttur þeirra. Hún flýr því úr fangelsinu og á bensínstöð á leið út úr bænum finnur hún sér far í bíl Örnu. Þetta ólíkindar dúó þarf nú að vinna saman við að ferðast þvert yfir landið og fylla út topp tíu möst listann. Um er að ræða stærsta hlutverk Helgu Brögu til þessa í mynd sem er svört kómedía. Allir þekkja Helgu Brögu, sem átt hefur farsælan feril og ein af gersemum kómedíunnar í íslenskri menningarsögu. Ólöf segir það hafa verið frábært að vinna með Helgu Brögu, sem lagt hafi allt sitt í þann flókna karakter sem Arna er. Í myndinni megi sjá hlið á Helgu Brögu sem ekki hafi sést áður.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein