Það sem við vökvum, það vex: Taktu stjórn á algóritma samfélagsmiðla og huga þínum Steindór Þórarinsson skrifar 24. september 2024 07:31 Samfélagsmiðlar eru óneitanlega stór hluti af daglegu lífi okkar í dag. Þeir hafa áhrif á hvernig við sjáum heiminn, hvernig við hugsum um okkur sjálf og hvað við trúum að sé „veruleikinn“. En það er ekki alltaf ljóst að við höfum raunveruleg áhrif á það sem við sjáum á samfélagsmiðlum. Ef þú hefur einhvern tíma velt því fyrir þér af hverju sama tegund af efni birtist aftur og aftur, þá er það vegna þess að algaritminn sér til þess að sýna þér það sem þú hefur áður sýnt áhuga. Og þá er stóra spurningin: Hvernig getum við stýrt þessu þannig að samfélagsmiðlarnir vinni með okkur, ekki á móti okkur? Hvernig virkar algóritminn? Samfélagsmiðlaalgaritmar eru hannaðir til að halda athygli okkar. Þeir fylgjast með öllu sem við „lækum“, horfum á, eða deilum og byggja á því hvað þeir birta okkur næst. Ef við eyðum miklum tíma í að skoða neikvætt efni, fréttir sem valda kvíða eða áhyggjum, munu samfélagsmiðlarnir sýna okkur meira af slíku. En góðu fréttirnar eru þær að við getum tekið stjórn á þessu ferli. Við getum meðvitað ákveðið hvað við viljum sjá og hvaða áhrif það hefur á huga okkar. Breyttu algóritmanum og lífi þínu Að stjórna því hvað algóritminn birtir þér er eins og að stjórna því hvernig þú hugsar. Það sem þú veitir athygli vex – og það á líka við um efni á netinu. Með því að taka meðvitaða ákvörðun um að gefa uppbyggilegu og jákvæðu efni meiri tíma, geturðu breytt því hvað samfélagsmiðlarnir sýna þér. Skref til að breyta algóritmanum þínum: Veldu að fylgjast með jákvæðu efni – Gerðu meðvitaða ákvörðun um að fylgja aðgöngum sem veita þér hvatningu, gleði og jákvæða orku. Líttu framhjá neikvæðu efni – Ef þú sérð neikvæðar fréttir eða efni sem dregur þig niður, slepptu því að smella á það og passa að eyða ekki tíma í það. Gefðu jákvæðu efni meiri athygli – Taktu frá tíma daglega til að horfa, lesa eða „lækka“ jákvætt og uppbyggjandi efni. algóritminn mun fljótlega fylgja þessu mynstri og sýna þér meira af því sem þú vilt. Jákvæð áhrif á hugarfarið Það er mikilvægt að átta sig á því að það sem við skoðum á samfélagsmiðlum getur haft bein áhrif á hvernig við upplifum okkur sjálf og heiminn. Ef við neytum stöðugt neikvæðs efnis mun það lita hugarfar okkar, skapa áhyggjur og jafnvel auka á streitu. En ef við fyllum daginn okkar með jákvæðni og innblæstri, þá sjáum við heiminn í bjartara ljósi og höfum meiri orku til að takast á við daglegar áskoranir. Lífið á netinu og utan þess Algóritmar samfélagsmiðla eru lítið öðruvísi en hugur okkar. Ef við einbeitum okkur að jákvæðni, uppbyggjandi hugmyndum og hvatningu, þá munum við sjá meira af því – bæði í „feed-inu“ okkar á samfélagsmiðlum og í raunveruleikanum. Það sem við vökvum, það vex – og þetta gildir jafnt um samskipti okkar á netinu og í daglegu lífi. Með því að velja hvað við gefum athygli getum við smám saman breytt því hvernig við sjáum heiminn og hvernig við mætum honum. Taktu stjórn á algóritma samfélagsmiðlanna þinna eins og þú myndir taka stjórn á eigin hugsunum. Veldu meðvitað það sem þú vilt sjá og fylltu daginn þinn með jákvæðni og innblæstri. Það er fyrsta skrefið í að breyta samfélagsmiðlareynslu þinni – og jafnframt skrefið í að breyta hvernig þú mætir lífinu. Höfundur er viðurkenndur markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Samfélagsmiðlar eru óneitanlega stór hluti af daglegu lífi okkar í dag. Þeir hafa áhrif á hvernig við sjáum heiminn, hvernig við hugsum um okkur sjálf og hvað við trúum að sé „veruleikinn“. En það er ekki alltaf ljóst að við höfum raunveruleg áhrif á það sem við sjáum á samfélagsmiðlum. Ef þú hefur einhvern tíma velt því fyrir þér af hverju sama tegund af efni birtist aftur og aftur, þá er það vegna þess að algaritminn sér til þess að sýna þér það sem þú hefur áður sýnt áhuga. Og þá er stóra spurningin: Hvernig getum við stýrt þessu þannig að samfélagsmiðlarnir vinni með okkur, ekki á móti okkur? Hvernig virkar algóritminn? Samfélagsmiðlaalgaritmar eru hannaðir til að halda athygli okkar. Þeir fylgjast með öllu sem við „lækum“, horfum á, eða deilum og byggja á því hvað þeir birta okkur næst. Ef við eyðum miklum tíma í að skoða neikvætt efni, fréttir sem valda kvíða eða áhyggjum, munu samfélagsmiðlarnir sýna okkur meira af slíku. En góðu fréttirnar eru þær að við getum tekið stjórn á þessu ferli. Við getum meðvitað ákveðið hvað við viljum sjá og hvaða áhrif það hefur á huga okkar. Breyttu algóritmanum og lífi þínu Að stjórna því hvað algóritminn birtir þér er eins og að stjórna því hvernig þú hugsar. Það sem þú veitir athygli vex – og það á líka við um efni á netinu. Með því að taka meðvitaða ákvörðun um að gefa uppbyggilegu og jákvæðu efni meiri tíma, geturðu breytt því hvað samfélagsmiðlarnir sýna þér. Skref til að breyta algóritmanum þínum: Veldu að fylgjast með jákvæðu efni – Gerðu meðvitaða ákvörðun um að fylgja aðgöngum sem veita þér hvatningu, gleði og jákvæða orku. Líttu framhjá neikvæðu efni – Ef þú sérð neikvæðar fréttir eða efni sem dregur þig niður, slepptu því að smella á það og passa að eyða ekki tíma í það. Gefðu jákvæðu efni meiri athygli – Taktu frá tíma daglega til að horfa, lesa eða „lækka“ jákvætt og uppbyggjandi efni. algóritminn mun fljótlega fylgja þessu mynstri og sýna þér meira af því sem þú vilt. Jákvæð áhrif á hugarfarið Það er mikilvægt að átta sig á því að það sem við skoðum á samfélagsmiðlum getur haft bein áhrif á hvernig við upplifum okkur sjálf og heiminn. Ef við neytum stöðugt neikvæðs efnis mun það lita hugarfar okkar, skapa áhyggjur og jafnvel auka á streitu. En ef við fyllum daginn okkar með jákvæðni og innblæstri, þá sjáum við heiminn í bjartara ljósi og höfum meiri orku til að takast á við daglegar áskoranir. Lífið á netinu og utan þess Algóritmar samfélagsmiðla eru lítið öðruvísi en hugur okkar. Ef við einbeitum okkur að jákvæðni, uppbyggjandi hugmyndum og hvatningu, þá munum við sjá meira af því – bæði í „feed-inu“ okkar á samfélagsmiðlum og í raunveruleikanum. Það sem við vökvum, það vex – og þetta gildir jafnt um samskipti okkar á netinu og í daglegu lífi. Með því að velja hvað við gefum athygli getum við smám saman breytt því hvernig við sjáum heiminn og hvernig við mætum honum. Taktu stjórn á algóritma samfélagsmiðlanna þinna eins og þú myndir taka stjórn á eigin hugsunum. Veldu meðvitað það sem þú vilt sjá og fylltu daginn þinn með jákvæðni og innblæstri. Það er fyrsta skrefið í að breyta samfélagsmiðlareynslu þinni – og jafnframt skrefið í að breyta hvernig þú mætir lífinu. Höfundur er viðurkenndur markþjálfi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun