Mörkin úr Bestu: Sjáðu perlur Gylfa og Ísaks Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 08:32 Ísak Snær Þorvaldsson skoraði glæsilegt mark gegn ÍA í gærkvöld. vísir/Anton Gylfi Þór Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson skoruðu glæsileg mörk í gærkvöld þegar fyrstu leikirnir í efri hluta Bestu deildarinnar í fótbolta fóru fram. Valur gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna þrátt fyrir erfiða stöðu heimamanna í hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni í 1-0 með góðu skoti eftir frábæran sprett Óla Vals Ómarssonar, og Adolf Daði Birgisson jók muninn í 2-0. Albin Skoglund minnkaði muninn eftir undirbúning Patrick Pedersen en það var svo Gylfi sem jafnaði metin upp á eigin spýtur, með frábæru skoti. Klippa: Mörk Vals og Stjörnunnar Í Kópavogi vann Breiðablik 2-0 sigur gegn ÍA. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en þá átti Davíð Ingvarsson fyrirgjöf sem fór af Johannesi Vall og í mark ÍA. Ísak Snær skrúfaði svo boltann frábærlega í slá og inn undir lok leiks, og innsiglaði sigur Blika. Breiðablik er þar með með þriggja stiga forskot á Víkinga sem eiga til góða leik við FH á morgun. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍA Á sunnudag gerðu KR og Vestri 2-2 jafntefli í Vesturbænum. Atli Sigurjónsson kom KR yfir með skalla rétt fyrir hálfleik. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði metin á 65. mínútu en Benoný Breki Andrésson kom KR yfir á nýjan leik. Vestri jafnaði metin svo korteri fyrir leikslok og er markið skráð á Gustav Kjeldsen, þó að skallinn fari svo af Jóni Arnari Sigurðssyni í netið. Klippa: Mörk KR og Vestra Fram vann svo 2-0 sigur gegn Fylki sem situr á botni deildarinnar, og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Alex Freyr Elísson skoraði það fyrra með frábæru skoti í stöng og inn, og Magnús Þórðarson vann boltann af vörn Fylkis og skoraði það seinna. Klippa: Mörk Fram gegn Fylki Besta deild karla Breiðablik ÍA KR Fylkir Fram Valur Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Afbragðsafgreiðsla Ísaks innsiglaði sigurinn Breiðablik vann 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gerði Johannes Vall sjálfsmark og Ísak Snær Þorvaldsson bætti við öðru marki í uppbótartíma. 23. september 2024 21:52 Uppgjörið: Valur - Stjarnan 2-2 | Gylfi Þór jafnaði með stórkostlegu marki Valur og Stjarnan skildu jöfn 2-2 þegar liðin leiddu saman hesta sína á N1-völlinn að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var liður í fyrstu umferð í keppni efstu liða deildarinnar. 23. september 2024 21:08 Uppgjörið og viðtöl: Fram - Fylkir 2-0 | Langþráður sigur Fram setur níu tær í efstu deild að ári Fram innbyrti kærkomin þrjú stig þegar liðið fékk Fram í heimsókn í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Fram í vil. 22. september 2024 21:04 Uppgjörið: KR - Vestri 2-2 | Guy Smit bjargaði stigi fyrir KR KR og Vestri skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í dag. KR-ingar komust tvisvar yfir en Vestramenn jöfnuðu í bæði skiptin. 22. september 2024 16:00 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Valur gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna þrátt fyrir erfiða stöðu heimamanna í hálfleik. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni í 1-0 með góðu skoti eftir frábæran sprett Óla Vals Ómarssonar, og Adolf Daði Birgisson jók muninn í 2-0. Albin Skoglund minnkaði muninn eftir undirbúning Patrick Pedersen en það var svo Gylfi sem jafnaði metin upp á eigin spýtur, með frábæru skoti. Klippa: Mörk Vals og Stjörnunnar Í Kópavogi vann Breiðablik 2-0 sigur gegn ÍA. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en þá átti Davíð Ingvarsson fyrirgjöf sem fór af Johannesi Vall og í mark ÍA. Ísak Snær skrúfaði svo boltann frábærlega í slá og inn undir lok leiks, og innsiglaði sigur Blika. Breiðablik er þar með með þriggja stiga forskot á Víkinga sem eiga til góða leik við FH á morgun. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍA Á sunnudag gerðu KR og Vestri 2-2 jafntefli í Vesturbænum. Atli Sigurjónsson kom KR yfir með skalla rétt fyrir hálfleik. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði metin á 65. mínútu en Benoný Breki Andrésson kom KR yfir á nýjan leik. Vestri jafnaði metin svo korteri fyrir leikslok og er markið skráð á Gustav Kjeldsen, þó að skallinn fari svo af Jóni Arnari Sigurðssyni í netið. Klippa: Mörk KR og Vestra Fram vann svo 2-0 sigur gegn Fylki sem situr á botni deildarinnar, og komu bæði mörkin í fyrri hálfleik. Alex Freyr Elísson skoraði það fyrra með frábæru skoti í stöng og inn, og Magnús Þórðarson vann boltann af vörn Fylkis og skoraði það seinna. Klippa: Mörk Fram gegn Fylki
Besta deild karla Breiðablik ÍA KR Fylkir Fram Valur Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Afbragðsafgreiðsla Ísaks innsiglaði sigurinn Breiðablik vann 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gerði Johannes Vall sjálfsmark og Ísak Snær Þorvaldsson bætti við öðru marki í uppbótartíma. 23. september 2024 21:52 Uppgjörið: Valur - Stjarnan 2-2 | Gylfi Þór jafnaði með stórkostlegu marki Valur og Stjarnan skildu jöfn 2-2 þegar liðin leiddu saman hesta sína á N1-völlinn að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var liður í fyrstu umferð í keppni efstu liða deildarinnar. 23. september 2024 21:08 Uppgjörið og viðtöl: Fram - Fylkir 2-0 | Langþráður sigur Fram setur níu tær í efstu deild að ári Fram innbyrti kærkomin þrjú stig þegar liðið fékk Fram í heimsókn í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Fram í vil. 22. september 2024 21:04 Uppgjörið: KR - Vestri 2-2 | Guy Smit bjargaði stigi fyrir KR KR og Vestri skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í dag. KR-ingar komust tvisvar yfir en Vestramenn jöfnuðu í bæði skiptin. 22. september 2024 16:00 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Breiðablik - ÍA 2-0 | Afbragðsafgreiðsla Ísaks innsiglaði sigurinn Breiðablik vann 2-0 sigur gegn ÍA á heimavelli. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik gerði Johannes Vall sjálfsmark og Ísak Snær Þorvaldsson bætti við öðru marki í uppbótartíma. 23. september 2024 21:52
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 2-2 | Gylfi Þór jafnaði með stórkostlegu marki Valur og Stjarnan skildu jöfn 2-2 þegar liðin leiddu saman hesta sína á N1-völlinn að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var liður í fyrstu umferð í keppni efstu liða deildarinnar. 23. september 2024 21:08
Uppgjörið og viðtöl: Fram - Fylkir 2-0 | Langþráður sigur Fram setur níu tær í efstu deild að ári Fram innbyrti kærkomin þrjú stig þegar liðið fékk Fram í heimsókn í fyrstu umferð í keppni liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 2-0 Fram í vil. 22. september 2024 21:04
Uppgjörið: KR - Vestri 2-2 | Guy Smit bjargaði stigi fyrir KR KR og Vestri skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í dag. KR-ingar komust tvisvar yfir en Vestramenn jöfnuðu í bæði skiptin. 22. september 2024 16:00