Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn fyrir Venezia í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag, þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Empoli. 4.1.2025 16:04
Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Valskonur unnu alla sína leiki árið 2024 og byrja nýja árið með sama hætti en þær unnu 34-20 stórsigur á Selfossi í dag, í Olís-deildinni í handbolta. Fram er næst á eftir Val, eftir 31-22 sigur gegn Gróttu á sama tíma. 4.1.2025 15:51
„Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Þór/KA hefur tryggt sér liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Bestu deild kvenna í fótbolta með því að fá Evu Rut Ásþórsdóttur frá Fylki. 4.1.2025 15:08
Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Newcastle hélt áfram flugi sínu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, með 2-1 sigri gegn Tottenham. Svíinn Alexander Isak virðist óstöðvandi og skoraði sigurmark leiksins. 4.1.2025 14:25
Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Beiðni Barcelona um að Dani Olmo og Pau Victor verði skráðir hjá félaginu hefur verið hafnað og Börsungar hyggjast nú leita til spænskra stjórnvalda vegna málsins. 4.1.2025 13:54
Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Mohamed Salah hefur að flestra mati átt algjörlega stórkostlega leiktíð hingað til með toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en Tim Sherwood virðist sjá hlutina öðruvísi. 4.1.2025 13:01
Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar Miami Heat hefur sett NBA-stjörnuna Jimmy Butler í sjö leikja bann og leitast nú eftir því að skipta þessum 35 ára gamla körfuboltamanni út. 4.1.2025 11:32
„Við eigum okkur allir drauma“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fór yfir stöðuna nú þegar lokaundirbúningur er hafinn af fullum krafti fyrir HM. Fyrsti leikur Íslands er við Grænhöfðaeyjar 16. janúar í Zagreb. 4.1.2025 11:02
KA fær lykilmann úr Eyjum Bikarmeistarar KA í fótbolta hafa bætt við sig leikmanni en Héraðsmaðurinn Guðjón Ernir Hrafnkelsson skrifaði undir samning við félagið sem gildir til næstu þriggja tímabila. 4.1.2025 10:28
„Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Það er ekkert rosalega gaman í Grindavík núna og það þarf að vera gaman í Grindavík,“ segir Pavel Ermolinskij um karlalið Grindvíkinga í körfubolta. Pavel segir þjálfara og leikmenn þurfa að eiga við gífurlega pressu sem sameiningartákn Grindvíkinga eftir að bænum var lokað síðasta vetur vegna eldgoss. 4.1.2025 10:13